Flutti úr landi eftir rifrildið við Kim og Kanye Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 14:16 Taylor Swift segist hafa verið á botninum árið 2016. Nú sjö árum síðar er hún á allra vörum og manneskja ársins hjá TIME. AP Photo/Chris Pizzello Bandaríska söngkonan Taylor Swift segist hafa neyðst til að flytja af landi brott og upplifað sem svo að ferillinn sinn væri á enda eftir opinberar deilur sínar við þau Kim Kardashian og Kanye West árið 2016. Þetta kemur fram í viðtali TIME tímaritsins við söngkonuna, í tilefni af því að hún var valin manneskja ársins 2023. Í viðtalinu ræðir hún hápunktana á sínum ferli en líka erfiðu tímana, líkt og þegar Kanye West gerði hana að viðfangsefni í laginu Famous. Í laginu minntist Kanye á Taylor með nafni og sagðist enn halda að það væri möguleiki á því að þau myndu sofa saman. Hvers vegna? Hann hafi gert hana fræga. (e. „I feel like me and Taylor might still have sex, why? I made that b**** famous.“) Vísaði rapparinn þar til þess þegar hann hljóp upp á svið á VMA verðlaunahátíðinni árið 2009 þegar Swift vann verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið. Söngkonan var í þann mund að fara að halda sigurræðu þegar rapparinn hljóp upp á svið og sagði öllum að Beyoncé hefði frekar átt verðlaunin skilið. Sagðist Kanye hafa fengið leyfi frá Taylor til þess að nota nafn hennar í laginu. Hún þvertók hins vegar fyrir það og brást Kim Kardashian, eiginkona rapparans og athafnakona, þá við með því að birta myndband á netinu þar sem Kanye ræddi málið við söngkonuna símleiðis. Svo virtist vera sem söngkonan hefði þrátt fyrir fullyrðingarnar samþykkt notkunina á nafni sínu í laginu. Síðar kom í ljós að rapparinn hefði ekki borið allan textann undir söngkonuna. Ferillinn hafður af henni Í samtali við TIME tímaritið segir Taylor Swift þetta hafa verið ömurlegan tíma. Þetta hafi verið endirinn á hennar ferli. „Þetta var þannig. Ferillinn minn var hafður af mér. Þetta var allt sett á svið. Ólögleg upptaka af símtali, sem Kim Kardashian klippti og birti svo til að koma því til skila til allra að ég væri lygari,“ segir Taylor Swift við TIME tímaritið. „Vegna þessa fór ég á einhvern stað sem ég hef aldrei verið á áður andlega. Ég flutti til annars lands. Ég fór ekki úr húsi í ár. Ég var hrædd um að taka símann. Ég ýtti flestum ástvinum frá mér af því að ég treysti engum. Ég var á botninum.“ Kim Kardashian hefur áður tjáð sig um erjurnar frá árinu 2016. Í röð tísta árið 2020 sagði Kim að staðan á milli Kanye og Taylor væri þannig að hún hefði neyðst til þess að koma honum til varnar. Sjö árum síðar er Taylor Swift á allt öðrum stað. Í samtali við TIME tímaritið segir hún að viðurkenning tímaritsins sé það sem hún sé líklega stoltust af á sínum ferli. Taylor hafði meðal annars betur en Karl Bretlandskonungur, Barbie og Donald Trump í vali tímaritsins. Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali TIME tímaritsins við söngkonuna, í tilefni af því að hún var valin manneskja ársins 2023. Í viðtalinu ræðir hún hápunktana á sínum ferli en líka erfiðu tímana, líkt og þegar Kanye West gerði hana að viðfangsefni í laginu Famous. Í laginu minntist Kanye á Taylor með nafni og sagðist enn halda að það væri möguleiki á því að þau myndu sofa saman. Hvers vegna? Hann hafi gert hana fræga. (e. „I feel like me and Taylor might still have sex, why? I made that b**** famous.“) Vísaði rapparinn þar til þess þegar hann hljóp upp á svið á VMA verðlaunahátíðinni árið 2009 þegar Swift vann verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið. Söngkonan var í þann mund að fara að halda sigurræðu þegar rapparinn hljóp upp á svið og sagði öllum að Beyoncé hefði frekar átt verðlaunin skilið. Sagðist Kanye hafa fengið leyfi frá Taylor til þess að nota nafn hennar í laginu. Hún þvertók hins vegar fyrir það og brást Kim Kardashian, eiginkona rapparans og athafnakona, þá við með því að birta myndband á netinu þar sem Kanye ræddi málið við söngkonuna símleiðis. Svo virtist vera sem söngkonan hefði þrátt fyrir fullyrðingarnar samþykkt notkunina á nafni sínu í laginu. Síðar kom í ljós að rapparinn hefði ekki borið allan textann undir söngkonuna. Ferillinn hafður af henni Í samtali við TIME tímaritið segir Taylor Swift þetta hafa verið ömurlegan tíma. Þetta hafi verið endirinn á hennar ferli. „Þetta var þannig. Ferillinn minn var hafður af mér. Þetta var allt sett á svið. Ólögleg upptaka af símtali, sem Kim Kardashian klippti og birti svo til að koma því til skila til allra að ég væri lygari,“ segir Taylor Swift við TIME tímaritið. „Vegna þessa fór ég á einhvern stað sem ég hef aldrei verið á áður andlega. Ég flutti til annars lands. Ég fór ekki úr húsi í ár. Ég var hrædd um að taka símann. Ég ýtti flestum ástvinum frá mér af því að ég treysti engum. Ég var á botninum.“ Kim Kardashian hefur áður tjáð sig um erjurnar frá árinu 2016. Í röð tísta árið 2020 sagði Kim að staðan á milli Kanye og Taylor væri þannig að hún hefði neyðst til þess að koma honum til varnar. Sjö árum síðar er Taylor Swift á allt öðrum stað. Í samtali við TIME tímaritið segir hún að viðurkenning tímaritsins sé það sem hún sé líklega stoltust af á sínum ferli. Taylor hafði meðal annars betur en Karl Bretlandskonungur, Barbie og Donald Trump í vali tímaritsins.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira