Klámplága og kynferðislegt ofbeldi tröllríður Akureyri Jakob Bjarnar skrifar 8. desember 2023 15:12 Hildu Jönu varð illa brugðið þegar hún fór í saumana á nýrri rannsókn sem leiðir í ljós að mikill fjöldi stúlkna í 10. bekk kannist við það sem kalla má kynferðisleg áreitni og jafnvel ofbeldi. vísir/vilhelm Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, ætlar að óska eftir umræðu í bæjarstjórn um niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Í kjölfarið vill hún leggja fram tillögur um áætlun til að sporna við fótum gegn kynferðisofbeldi sem er algengara á Akureyri en annars staðar. Hilda Jana lagðist yfir rannsóknina og henni var brugðið þegar henni varð ljóst hversu illa unglingar á Akureyri eru að koma út úr rannsókninni. Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem HÍ annaðist fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið. Markmiðið: Að safna gögnum um velferð og viðhorf barna. Rannsóknin leiðir í ljós slæma stöðu í málaflokknum. „Í rannsókninni kemur m.a. fram að 20% stúlkna í 10. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar svari því að þær hafi upplifað að annar unglingur hafi haft munnmök eða samfarir við þær gegn þeirra vilja. Ein af hverjum fimm!“ skrifar Hilda Jana í grein sem hún birtir á Akureyri.net. Hildu Jönu er brugðið. Hún bendir á að ef önnur landsvæði en Norðurland eystra eru skoðuð er sambærilegt hlutfall 14 prósent. „Í dag er nauðgun skilgreind í lagalegu samhengi út frá samþykki sem þýðir að ef samræði eða önnur kynferðismök eru höfð við manneskju án samþykkis þá er um nauðgun að ræða.“ Bæjarfulltrúinn heldur áfram að rekja niðurstöður sem sjá má í rannsókninni. 22 prósent stúlkna 10. bekkjar grunnskóla Akureyrarbæjar segjast hafa upplifað að einstaklingur sem er að minnsta kosti fimm árum eldri eða fullorðinn hafi káfað á þeim. Til samanburðar eru þessar tölur 17 prósent ef litið er til annarra landsvæða. „Þá segjast 12% stúlkna í 10.bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar hafa upplifað að einstaklingur a.m.k 5 árum eldri en þær hafi reynt að hafa samfarir eða munnmök við þær, hlutfallið á öðrum landsvæðum er 9%. 7% stúlkna í 10.bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar segjast hafa upplifað að einstaklingur a.m.k. 5 árum eldri en þær hafi haft munnmök eða samfarir við þær, en 4% stúlkna á öðrum landsvæðum,“ skrifar Hilda Jana. Þá segjast 64 prósent stúlkna í grunnskólum Akureyrarbæjar að þær hafi verið beðnar um að senda af sér nektarmyndir. Hilda Jana ætlar að taka málið upp í bæjarstjórn. Kynferðisofbeldi Akureyri Klám Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Hilda Jana lagðist yfir rannsóknina og henni var brugðið þegar henni varð ljóst hversu illa unglingar á Akureyri eru að koma út úr rannsókninni. Íslenska æskulýðsrannsóknin er rannsókn sem HÍ annaðist fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið. Markmiðið: Að safna gögnum um velferð og viðhorf barna. Rannsóknin leiðir í ljós slæma stöðu í málaflokknum. „Í rannsókninni kemur m.a. fram að 20% stúlkna í 10. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar svari því að þær hafi upplifað að annar unglingur hafi haft munnmök eða samfarir við þær gegn þeirra vilja. Ein af hverjum fimm!“ skrifar Hilda Jana í grein sem hún birtir á Akureyri.net. Hildu Jönu er brugðið. Hún bendir á að ef önnur landsvæði en Norðurland eystra eru skoðuð er sambærilegt hlutfall 14 prósent. „Í dag er nauðgun skilgreind í lagalegu samhengi út frá samþykki sem þýðir að ef samræði eða önnur kynferðismök eru höfð við manneskju án samþykkis þá er um nauðgun að ræða.“ Bæjarfulltrúinn heldur áfram að rekja niðurstöður sem sjá má í rannsókninni. 22 prósent stúlkna 10. bekkjar grunnskóla Akureyrarbæjar segjast hafa upplifað að einstaklingur sem er að minnsta kosti fimm árum eldri eða fullorðinn hafi káfað á þeim. Til samanburðar eru þessar tölur 17 prósent ef litið er til annarra landsvæða. „Þá segjast 12% stúlkna í 10.bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar hafa upplifað að einstaklingur a.m.k 5 árum eldri en þær hafi reynt að hafa samfarir eða munnmök við þær, hlutfallið á öðrum landsvæðum er 9%. 7% stúlkna í 10.bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar segjast hafa upplifað að einstaklingur a.m.k. 5 árum eldri en þær hafi haft munnmök eða samfarir við þær, en 4% stúlkna á öðrum landsvæðum,“ skrifar Hilda Jana. Þá segjast 64 prósent stúlkna í grunnskólum Akureyrarbæjar að þær hafi verið beðnar um að senda af sér nektarmyndir. Hilda Jana ætlar að taka málið upp í bæjarstjórn.
Kynferðisofbeldi Akureyri Klám Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira