Afreksíþróttir, krónan, PISA og Cop28 í Sprengisandi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2023 09:26 Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru afreksstarf í íþróttum, íslenska krónan sem gjaldmiðill, PISA-könnunin og Cop28 ráðstefnan sem haldin var í Dubai á dögunum. Vésteinn Hafsteinsson, frjálsíþróttaþjálfari og afreksstjóri ÍSÍ, og Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands eru fyrstir á dagskrá. Þeir ræða gildi afreksstarfs í íþróttum. Þeir Thomas Möller varaþingmaður Viðreisnar og Konráð Guðjónsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra ætla að skiptast á skoðunum um gjaldmiðilinn. Thomas segir hiklaust að nú sé rétti tíminn til að losa almenning undan krónunni en Konráð er á öðru máli. Þær Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og grunnskólakennari, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect og Erla Lind Þórisdóttir, íslenskukennari, skiptast á skoðunum um viðbrögðin við niðurstöðum PISA-kannanarinnar sem svo mjög hefur verið til umræðu. Í lok þáttar mætir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, nýkominn af Cop28 í Dubai. Hann ræðr það sem þar fer fram en líka og ekki síður þá stöðu sem upp er komin í orkumálum Íslendinga, en nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem sumir kalla neyðarfrumvarp og talið er nauðsynlegt til að forgangsraða orku á markaði í þágu heimila landsins. Þannig birtist umframeftirspurn eftir orku þessa dagana á landinu bláa. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Sprengisandur Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Vésteinn Hafsteinsson, frjálsíþróttaþjálfari og afreksstjóri ÍSÍ, og Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands eru fyrstir á dagskrá. Þeir ræða gildi afreksstarfs í íþróttum. Þeir Thomas Möller varaþingmaður Viðreisnar og Konráð Guðjónsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra ætla að skiptast á skoðunum um gjaldmiðilinn. Thomas segir hiklaust að nú sé rétti tíminn til að losa almenning undan krónunni en Konráð er á öðru máli. Þær Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og grunnskólakennari, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect og Erla Lind Þórisdóttir, íslenskukennari, skiptast á skoðunum um viðbrögðin við niðurstöðum PISA-kannanarinnar sem svo mjög hefur verið til umræðu. Í lok þáttar mætir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, nýkominn af Cop28 í Dubai. Hann ræðr það sem þar fer fram en líka og ekki síður þá stöðu sem upp er komin í orkumálum Íslendinga, en nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem sumir kalla neyðarfrumvarp og talið er nauðsynlegt til að forgangsraða orku á markaði í þágu heimila landsins. Þannig birtist umframeftirspurn eftir orku þessa dagana á landinu bláa. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.
Sprengisandur Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira