Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 20:36 Bragi Páll Sigurðarson, til hægri, segir Stefán Eiríksson, til vinstri, sýna hræsni með málflutningi sínum um að Rúv taki ekki pólitíska afstöðu. Reykjavíkurborg/Vísir/Vilhelm Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, greindi frá því í kvöldfréttum Rúv í gær að Ísland hygðist ekki draga sig úr keppni í Eurovision til að mótmæla þátttöku Ísraels. Rúmlega þrjú þúsund manns höfðu þá skrifað undir undirskriftalista til að hvetja Ísland til sniðgöngu á keppninni í ljósi voðaverka Ísraelshers. Þá vakti athygli yfirlýsing Stefáns um að þátttaka Íslands í keppninni hefði ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Sérstaklega í ljósi þess að í fyrra tók Stefán skýra afstöðu fyrir hönd Íslands gegn því að Rússland fengi að taka þátt í Eurovision og sagði það „óásættanlegt“ að Rússland yrði með. Bragi Páll Sigurðarson, rithöfundur, deildi færslu á Facebook í gær um málið. Færslunni hefur verið deilt rúmlega þúsund sinnum en þar má sjá tvær myndir. Annars vegar af viðbrögðum Stefáns við þátttöku Rússlands í Eurovision og hins vegar við þátttöku Ísraels í keppninni. Við færsluna skrifar Bragi „Ef tvöfalt siðgæði hefði andlit.“ Skjáskot af færslu Braga Páls sem hefur verið deilt rúmlega þúsund sinnum.Facebook Ekki hefur náðst í Stefán í dag vegna málsins. Vísir ræddi hins vegar við Braga Pál um yfirlýsingu Stefáns og þá pólitísku afstöðu sem birtist í henni. Engin rök fyrir afstöðuleysinu „Mér finnst þetta mjög dapurlegt og alveg í takt við það sem vestrænir leiðtogar og valdafólk hafa verið að gera síðustu tvo mánuði sem er að standa með valdinu gegn hinum kúguðu, í þessu tilfell með Ísraelsmönnum gegn Palestínumönnum. Það er nákvæmlega það sem hann er að gera þarna,“ sagði Bragi Páll aðspurður um yfirlýsingu Stefáns. „Þegar fólk segir „Hvað getum við litla Ísland gert?“ er ágætt að benda á það að ástæðan fyrir því að Rússlandi var meinuð þátttaka í Eurovision núna síðast var vegna þess að finnska ríkissjónvarpið sagðist ætla að draga sig úr keppni ef Rússar yrðu með,“ bætti Bragi Páll við. „Fleiri lönd hafi fylgt í kjölfarið sem varð þess valdandi að Rússum varð meinuð þátttaka. Ef eitt eigi yfir alla að ganga segist Bragi ekki sjá rökin um að fara ekki sömu leið núna „þegar við erum að horfa upp á þjóðarmorð af þessari stærðargráðu.“ „Ætlum við að syngja og tralla uppi á sviði með fulltrúum Ísraels? Bragi Páll segir að almennir borgar hafi lítil úrræði til að hafa áhrif á styrjaldir sem þessar, innrás Rússa í Úkraínu og landtöku Ísraels á Gasa. „En sá þrýstingur sem almennir borgarar geta sett er á valdhafa að gera þessa litlu táknrænu hluti,“ segir hann. „Það hefur ekki breytt neinu fyrir stríðið í Úkraínu að Rússum hafi verið meinuð þátttaka í Eurovision. En það segir samt Úkraínubúum að veröldin sé að fylgjast með þeim. Að það sé eitthvað samfélag þjóða sem sjái þeirra þjáningu,“ bætir hann við. „Það sem Palestínufólk hefur skort allan tímann eiginlega í sinni baráttu er að alþjóðasamfélagið viðurkenni þeirra tilverurétt og þeirra augljósu þjáningu.“ „Ég og fleiri upplifum aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda og núna aðgerðarleysi Rúv í að taka þátt hvort sem Ísrael verður með eða ekki sem áframald af því. Ætlum við að marsera áfram, syngja og tralla uppi á svið með fulltrúum Ísraels eins og ekkert hafi í skorist?“ spyr Bragi. Rúv taki afstöðu með hinum sterka „Ég vil líka benda á að afstöðuleysi er afstaða. Ef þú tekur ekki afstöðu í deilum tveggja einstaklinga þar sem annar hefur klárlega landfræðilega og hernaðarlega yfirburði þá ertu að taka afstöðu með hinum sterka af því þögnin er vatn á myllu valdhafa,“ segir Bragi. „Pólitísk afstaða getur birst meðal annars í þögninni. Ef þú horfir upp á einhvern beita ofbeldi en segir ekkert þá ertu að samþykkja ofbeldið.“ Stefán sagði í gær að hlutverk Rúv væri ekki að taka pólitíska afstöðu sem rímar ekki við fyrri yfirlýsingar hans eða hvað? „Það er nýlega sem hann hefur tekið afstöðu gegn innrásarher með þeim sem er ráðist á. Það birtist sem ákveðin hræsni í hans málflutningi að hann geri þá ekki það sama núna,“ segir Bragi. „Maður spyr sig „Hverjar eru breyturnar?“ Hvað er ólíkt með þeim sem verið er að ráðast á og hvað er ólíkt með þeim sem ráðast á. Það má algjörlega færa rök fyrir því að þetta séu sambærilegar aðstæður og hann er að taka tvær gjörólíkar stefnur í þeim,“ segir Bragi um afstöðu Stefáns. „Allt er pólitískt. Þú getur ekki tekið neitt út fyrir sviga og sagt „Hér er pólitískt frísvæði þar sem allar þjóðir Evrópu plús Ástralía og Ísrael hittast og tralla saman.“ Það er ekki pólitískt frísvæði. Keppnin hefur margoft verið notuð til að senda alþjóðasamfélaginu sterk pólitísk skilaboð,“ segir Bragi. „Ef ekki núna hvenær þá?“ spyr Bragi að lokum. Ríkisútvarpið Ísrael Eurovision Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, greindi frá því í kvöldfréttum Rúv í gær að Ísland hygðist ekki draga sig úr keppni í Eurovision til að mótmæla þátttöku Ísraels. Rúmlega þrjú þúsund manns höfðu þá skrifað undir undirskriftalista til að hvetja Ísland til sniðgöngu á keppninni í ljósi voðaverka Ísraelshers. Þá vakti athygli yfirlýsing Stefáns um að þátttaka Íslands í keppninni hefði ekkert með pólitíska afstöðu að gera. Sérstaklega í ljósi þess að í fyrra tók Stefán skýra afstöðu fyrir hönd Íslands gegn því að Rússland fengi að taka þátt í Eurovision og sagði það „óásættanlegt“ að Rússland yrði með. Bragi Páll Sigurðarson, rithöfundur, deildi færslu á Facebook í gær um málið. Færslunni hefur verið deilt rúmlega þúsund sinnum en þar má sjá tvær myndir. Annars vegar af viðbrögðum Stefáns við þátttöku Rússlands í Eurovision og hins vegar við þátttöku Ísraels í keppninni. Við færsluna skrifar Bragi „Ef tvöfalt siðgæði hefði andlit.“ Skjáskot af færslu Braga Páls sem hefur verið deilt rúmlega þúsund sinnum.Facebook Ekki hefur náðst í Stefán í dag vegna málsins. Vísir ræddi hins vegar við Braga Pál um yfirlýsingu Stefáns og þá pólitísku afstöðu sem birtist í henni. Engin rök fyrir afstöðuleysinu „Mér finnst þetta mjög dapurlegt og alveg í takt við það sem vestrænir leiðtogar og valdafólk hafa verið að gera síðustu tvo mánuði sem er að standa með valdinu gegn hinum kúguðu, í þessu tilfell með Ísraelsmönnum gegn Palestínumönnum. Það er nákvæmlega það sem hann er að gera þarna,“ sagði Bragi Páll aðspurður um yfirlýsingu Stefáns. „Þegar fólk segir „Hvað getum við litla Ísland gert?“ er ágætt að benda á það að ástæðan fyrir því að Rússlandi var meinuð þátttaka í Eurovision núna síðast var vegna þess að finnska ríkissjónvarpið sagðist ætla að draga sig úr keppni ef Rússar yrðu með,“ bætti Bragi Páll við. „Fleiri lönd hafi fylgt í kjölfarið sem varð þess valdandi að Rússum varð meinuð þátttaka. Ef eitt eigi yfir alla að ganga segist Bragi ekki sjá rökin um að fara ekki sömu leið núna „þegar við erum að horfa upp á þjóðarmorð af þessari stærðargráðu.“ „Ætlum við að syngja og tralla uppi á sviði með fulltrúum Ísraels? Bragi Páll segir að almennir borgar hafi lítil úrræði til að hafa áhrif á styrjaldir sem þessar, innrás Rússa í Úkraínu og landtöku Ísraels á Gasa. „En sá þrýstingur sem almennir borgarar geta sett er á valdhafa að gera þessa litlu táknrænu hluti,“ segir hann. „Það hefur ekki breytt neinu fyrir stríðið í Úkraínu að Rússum hafi verið meinuð þátttaka í Eurovision. En það segir samt Úkraínubúum að veröldin sé að fylgjast með þeim. Að það sé eitthvað samfélag þjóða sem sjái þeirra þjáningu,“ bætir hann við. „Það sem Palestínufólk hefur skort allan tímann eiginlega í sinni baráttu er að alþjóðasamfélagið viðurkenni þeirra tilverurétt og þeirra augljósu þjáningu.“ „Ég og fleiri upplifum aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda og núna aðgerðarleysi Rúv í að taka þátt hvort sem Ísrael verður með eða ekki sem áframald af því. Ætlum við að marsera áfram, syngja og tralla uppi á svið með fulltrúum Ísraels eins og ekkert hafi í skorist?“ spyr Bragi. Rúv taki afstöðu með hinum sterka „Ég vil líka benda á að afstöðuleysi er afstaða. Ef þú tekur ekki afstöðu í deilum tveggja einstaklinga þar sem annar hefur klárlega landfræðilega og hernaðarlega yfirburði þá ertu að taka afstöðu með hinum sterka af því þögnin er vatn á myllu valdhafa,“ segir Bragi. „Pólitísk afstaða getur birst meðal annars í þögninni. Ef þú horfir upp á einhvern beita ofbeldi en segir ekkert þá ertu að samþykkja ofbeldið.“ Stefán sagði í gær að hlutverk Rúv væri ekki að taka pólitíska afstöðu sem rímar ekki við fyrri yfirlýsingar hans eða hvað? „Það er nýlega sem hann hefur tekið afstöðu gegn innrásarher með þeim sem er ráðist á. Það birtist sem ákveðin hræsni í hans málflutningi að hann geri þá ekki það sama núna,“ segir Bragi. „Maður spyr sig „Hverjar eru breyturnar?“ Hvað er ólíkt með þeim sem verið er að ráðast á og hvað er ólíkt með þeim sem ráðast á. Það má algjörlega færa rök fyrir því að þetta séu sambærilegar aðstæður og hann er að taka tvær gjörólíkar stefnur í þeim,“ segir Bragi um afstöðu Stefáns. „Allt er pólitískt. Þú getur ekki tekið neitt út fyrir sviga og sagt „Hér er pólitískt frísvæði þar sem allar þjóðir Evrópu plús Ástralía og Ísrael hittast og tralla saman.“ Það er ekki pólitískt frísvæði. Keppnin hefur margoft verið notuð til að senda alþjóðasamfélaginu sterk pólitísk skilaboð,“ segir Bragi. „Ef ekki núna hvenær þá?“ spyr Bragi að lokum.
Ríkisútvarpið Ísrael Eurovision Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira