Stjórnarslit skárri kostur en orkuskortur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 21:31 Kristinn tekur í svipaðan streng um orkumálin og flokksbróðir sinn Jón Gunnarsson. Formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins segir að víkja þurfi með lögum öllu því úr vegi sem hindri eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Hann segir að kosti það stjórnarslit að leysa vandann, sé það gjaldið fyrir lausn hans. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi. Kristinn Karl Brynjarsson, formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé með lífsins ólíkindum að á meðan hér renni til einskis þúsundir megawatta til sjávar dag hvern sé verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, viðraði í gær samskonar áhyggjur af stöðu orkumála hér á landi. Hann segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum. Orkuskorturinn mannanna verk Kristinn segir að á meðan orku sé skammtað til sjávarútvegsfyrirtækja og Orkubú Vestfjarða kaupi árlega olíu til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn hjali forsætisráðherra á ráðstefnu í Dúbæ um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. „Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga,“ skrifar Kristinn. Hann segir öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt sé að ráðast í á næstu misserum og árum, séu í besta falli draumar sem aldrei verði að veruleika við núverandi ástand. Ríkisstjórnin vilji ekki snerta boltann „Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum.“ Kristinn segir að enda eigi þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel sé hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim hafi verið komið á sínum tíma. Boltinn sé hjá Alþingi þar sem ríkisstjórnin vilji ekki sjá hann eða snerta. „Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna.“ Kristinn segir að það megi vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu fari Alþingi í þessa vegferð. Að menn fari að tala um það sé ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. „En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi. Kristinn Karl Brynjarsson, formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé með lífsins ólíkindum að á meðan hér renni til einskis þúsundir megawatta til sjávar dag hvern sé verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, viðraði í gær samskonar áhyggjur af stöðu orkumála hér á landi. Hann segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum. Orkuskorturinn mannanna verk Kristinn segir að á meðan orku sé skammtað til sjávarútvegsfyrirtækja og Orkubú Vestfjarða kaupi árlega olíu til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn hjali forsætisráðherra á ráðstefnu í Dúbæ um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. „Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga,“ skrifar Kristinn. Hann segir öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt sé að ráðast í á næstu misserum og árum, séu í besta falli draumar sem aldrei verði að veruleika við núverandi ástand. Ríkisstjórnin vilji ekki snerta boltann „Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum.“ Kristinn segir að enda eigi þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel sé hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim hafi verið komið á sínum tíma. Boltinn sé hjá Alþingi þar sem ríkisstjórnin vilji ekki sjá hann eða snerta. „Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna.“ Kristinn segir að það megi vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu fari Alþingi í þessa vegferð. Að menn fari að tala um það sé ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. „En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira