Hætta rekstri nokkrum dögum eftir útgáfu umdeilds leiks Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2023 15:50 The Day Before olli miklum vonbrigðum hjá tölvuleikjaspilurum og eru margir sannfærðir um að einhverskonar svindl sé að ræða. Framleiðendur hins umdeilda leiks, The Day Before, hafa hætt rekstri innan við viku eftir að leikurinn var gefinn út. Fyrirtækið var í kjölfar útgáfunnar sakað um að svindla á fólki og segja ósatt um leikinn í gegnum árin. The Day Before hefur verið umdeildur um árabil. Áður en hann kom út var hann lengi meðal þeirra leikja sem flestir hafa haft á óskalista sínum á leikjaveitunni Steam. Leikurinn átti að vera fjölspilunarleikur sem gerist í Bandaríkjunum, eftir að mannskæður faraldur sem breytir fólki einnig í uppvakninga gekk þar yfir. Strax og hann kom út í síðustu viku naut hann nokkurra vinsælda, þar sem fjölmargir spiluðu hann og mun fleiri horfðu á aðra spila hann á netinu. Sá áhugi breyttist þó fljótt í reiði og kvörtuðu kaupendur hans harðan yfir leiknum og sögðu hann í engu samræmi við það sem forsvarsmenn rússneska fyrirtækisins Fntastic höfðu lofað, meðal annars í auglýsingum og stiklum. Þessi reiði leiddi til þess að margir kröfðust endurgreiðslu. Í yfirlýsingu sem birt var á X í gær segir að þar sem The Day Before hafi misheppnast fjárhagslega verði fyrirtækinu lokað og allar tekjur af leiknum, sem kostaði fjörutíu dali, eða um 5.600 krónur, færu í að borga skuldir fyrirtækisins. „Við vörðum erfiði, auðlindum og vinnu í að framleiða The Day Before. Það voru engar forpantanir eða hópfjáraflanir,“ stóð í yfirlýsingunni. Þar stóð að starfsmenn Fntastic hafi viljað halda áfram að uppfæra leikinn en fyrirtækið hafi ekki getu til að halda áfram vinnunni. „Við biðjumst afsökunar ef við stóðumst ekki væntingar ykkar. Við gerðum allt sem við gátum en því miður misreiknuðum við getu okkar. Það er gífurlega krefjani að búa til tölvuleiki.“ The Day Before var að miklu leyti framleiddur af fólki í sjálfboðavinnu. Official statement. #fntastic #thedaybefore #propnight pic.twitter.com/AKcRHeIaIW— Fntastic (@FntasticHQ) December 11, 2023 Seinna meir sendi fyrirtækið út yfirlýsingu um að unnið væri með útgefanda TDB og Steam að því að endurgreiða kaupendum leiksins. Þar stóð að fyrirtækið Fntastic hefði ekki fengið krónu í tekjur vegna leiksins. Við það tíst skrifaði einn notandi að það væri ótrúlegt hve mikið og hvernig Fntastic hefði auglýst leikinn, miðað við hvernig hann var gefinn út. „Þetta var fyrsta stóra reynslan okkar. Skítur skeður,“ svaraði Fntastic. Leikjavísir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
The Day Before hefur verið umdeildur um árabil. Áður en hann kom út var hann lengi meðal þeirra leikja sem flestir hafa haft á óskalista sínum á leikjaveitunni Steam. Leikurinn átti að vera fjölspilunarleikur sem gerist í Bandaríkjunum, eftir að mannskæður faraldur sem breytir fólki einnig í uppvakninga gekk þar yfir. Strax og hann kom út í síðustu viku naut hann nokkurra vinsælda, þar sem fjölmargir spiluðu hann og mun fleiri horfðu á aðra spila hann á netinu. Sá áhugi breyttist þó fljótt í reiði og kvörtuðu kaupendur hans harðan yfir leiknum og sögðu hann í engu samræmi við það sem forsvarsmenn rússneska fyrirtækisins Fntastic höfðu lofað, meðal annars í auglýsingum og stiklum. Þessi reiði leiddi til þess að margir kröfðust endurgreiðslu. Í yfirlýsingu sem birt var á X í gær segir að þar sem The Day Before hafi misheppnast fjárhagslega verði fyrirtækinu lokað og allar tekjur af leiknum, sem kostaði fjörutíu dali, eða um 5.600 krónur, færu í að borga skuldir fyrirtækisins. „Við vörðum erfiði, auðlindum og vinnu í að framleiða The Day Before. Það voru engar forpantanir eða hópfjáraflanir,“ stóð í yfirlýsingunni. Þar stóð að starfsmenn Fntastic hafi viljað halda áfram að uppfæra leikinn en fyrirtækið hafi ekki getu til að halda áfram vinnunni. „Við biðjumst afsökunar ef við stóðumst ekki væntingar ykkar. Við gerðum allt sem við gátum en því miður misreiknuðum við getu okkar. Það er gífurlega krefjani að búa til tölvuleiki.“ The Day Before var að miklu leyti framleiddur af fólki í sjálfboðavinnu. Official statement. #fntastic #thedaybefore #propnight pic.twitter.com/AKcRHeIaIW— Fntastic (@FntasticHQ) December 11, 2023 Seinna meir sendi fyrirtækið út yfirlýsingu um að unnið væri með útgefanda TDB og Steam að því að endurgreiða kaupendum leiksins. Þar stóð að fyrirtækið Fntastic hefði ekki fengið krónu í tekjur vegna leiksins. Við það tíst skrifaði einn notandi að það væri ótrúlegt hve mikið og hvernig Fntastic hefði auglýst leikinn, miðað við hvernig hann var gefinn út. „Þetta var fyrsta stóra reynslan okkar. Skítur skeður,“ svaraði Fntastic.
Leikjavísir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira