Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. desember 2023 12:00 Fleiri barnafjölskyldur en áður en í hópi þeirra sem óska eftir aðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Þau fá gjafakort í fataverslanir fyrir börnin og í bíó. vísir/Vilhelm Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. Hjálparsamtök standa fyrir jólaaðstoð um þessar mundir og víðast hvar virðist umsóknum hafa fjölgað þó nokkuð. Petrea A. Ómarsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar segir stóraukinn fjölda hafa leitað til þeirra. „Þetta hefur vanalega verið undir tvö hundruð umsóknum en slagar í hátt í þrjú hundruð núna. Við erum búnar með okkar úthlutun en það koma inn tíu til fimmtán beiðnir á hverjum degi.“ Sem þið getið þá ekki sinnt? „Náum ekki að sinna eins og er, en við erum bara að reyna okkar besta.“ Um er að ræða metfjölda og mun fleiri barnafjölskyldur en áður. „Þetta eru mest allt barnafjölskyldur; fólk með eitt upp í fjögur til fimm börn sem sér ekki fram á að haldið jólin almennilega.“ Fleiri umsóknir bætast við á hverjum degi.vísir/Vilhelm Hún segir Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hafa komið til móts við þau auk þess sem samtökin sendu út hjálparkall til almennings til að reyna að halda í við eftirspurn. Það hafi skilað því að þó var hægt að kaupa fleiri gjafakort í til dæmis matvöruverslanir. „Foreldrar unglinga hafa líka verið að fá kort í Sports direct og þau sem eru með yngri börn eru að fá gjafakort í Lindex. Svo erum við með fjölskyldukort í bíó,“ segir Petrea. Mikil neyð ríki í hópi þeirra sem leita til samtakanna. „Fólk er ekki að sækja til okkar nema það sé í mikilli neyð. Fólk er ekki með frekju eða neitt svoleiðis, bara að biðja um hjálp og við erum að reyna að anna því eftir fremsta megni. Ef hlutirnir fara ekki að breytast í þjóðfélaginu er ég hrædd um að þetta eigi eftir að versna mikið, því miður.“ Hjálparstarf Félagsmál Börn og uppeldi Jól Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Sjá meira
Hjálparsamtök standa fyrir jólaaðstoð um þessar mundir og víðast hvar virðist umsóknum hafa fjölgað þó nokkuð. Petrea A. Ómarsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar segir stóraukinn fjölda hafa leitað til þeirra. „Þetta hefur vanalega verið undir tvö hundruð umsóknum en slagar í hátt í þrjú hundruð núna. Við erum búnar með okkar úthlutun en það koma inn tíu til fimmtán beiðnir á hverjum degi.“ Sem þið getið þá ekki sinnt? „Náum ekki að sinna eins og er, en við erum bara að reyna okkar besta.“ Um er að ræða metfjölda og mun fleiri barnafjölskyldur en áður. „Þetta eru mest allt barnafjölskyldur; fólk með eitt upp í fjögur til fimm börn sem sér ekki fram á að haldið jólin almennilega.“ Fleiri umsóknir bætast við á hverjum degi.vísir/Vilhelm Hún segir Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hafa komið til móts við þau auk þess sem samtökin sendu út hjálparkall til almennings til að reyna að halda í við eftirspurn. Það hafi skilað því að þó var hægt að kaupa fleiri gjafakort í til dæmis matvöruverslanir. „Foreldrar unglinga hafa líka verið að fá kort í Sports direct og þau sem eru með yngri börn eru að fá gjafakort í Lindex. Svo erum við með fjölskyldukort í bíó,“ segir Petrea. Mikil neyð ríki í hópi þeirra sem leita til samtakanna. „Fólk er ekki að sækja til okkar nema það sé í mikilli neyð. Fólk er ekki með frekju eða neitt svoleiðis, bara að biðja um hjálp og við erum að reyna að anna því eftir fremsta megni. Ef hlutirnir fara ekki að breytast í þjóðfélaginu er ég hrædd um að þetta eigi eftir að versna mikið, því miður.“
Hjálparstarf Félagsmál Börn og uppeldi Jól Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Sjá meira