Lagði snemma áherslu á að herbergið væri hans einkaheimur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. desember 2023 07:00 Líf Þórdísar hefur ekki verið samt eftir að Þórður lést fyrir fimm árum. Vísir/Vilhelm Þórdís Þórðardóttir tók ákvörðun fyrir fimm árum um að halda á lofti minningu um son sinn sem féll fyrir eigin hendi langt fyrir aldur fram. Hún hvetur til vakningar í samfélaginu varðandi fordóma og hatursorðræðu í garð hinsegin fólks sem geti haft alvarlegar afleiðingar. „Þótt það sé líklega hollara að minnast allra björtu dagana sem fylgdu honum í lifanda lífi get ég samt ekki þagað endalaust um ótímabæran dauða hans og hugsa um leið til þess hve margir hafa fallið í valinn vegna fordóma og haturs.“ Þetta segir Þórdís um son sinn Þórð Albert Guðmundsson heitinn yfirflugvirkja. „Ég get ekki litið fram hjá þjáningunni sem litaði hug hans vegna ríkjandi viðhorfa um samkynhneigð.“ Þórður Albert féll fyrir eigin hendi fyrir fimm árum, fertugur að aldri. Hann var samkynhneigður. Að sögn Þórdísar varð sonur hennar oftar en einu sinni fyrir barðinu á miskunnarlausri jaðarsetningu og hatursorðræðu í gegnum árin, sem hafði slík áhrif á hann að hann gat ekki hugsað sér að lifa. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Á dögunum horfði Þórdís á upptöku af leiksýningunni „Góðan daginn faggi“ þar sem Bjarni Snæbjörnsson leikari fer yfir lífshlaup sitt og deilir reynslu sinni af því að vera samkynhneigður maður. Á einum stað í sýningunni lýsir Bjarni tilfinningu sem hann fann fyrir á yngri árum. Honum fannst hann sjálfur vera „ógeðslegur.“ „Þarna rann það upp fyrir mér að það var tilfinning sonar míns fyrir sjálfum sér á myrkum stundum,“ segir Þórdís. Fróðleiksfús og athugull drengur Þórður fæddist 1978, sama ár og Samtökin 78 voru stofnuð. „Hann var venjulegur drengur sem átti tvær eldri systur. Fyrstu fimm árin bjó hann úti á landi. Hann var fróðleiksfús og athugull og krafðist þess að fá að hlusta þegar lesið var fyrir stóru systurnar. Það þýddi að oft þurfti að útskýra merkingu orða. Snemma bar á að hann hafði ákveðinn fatasmekk, vildi ekki ganga í gallabuxum og strigaskóm en var hrifin af góðum leðurskóm og mjúkum efnum. Hann dýrkaði stórar vélar og vinnutæki,“ segir Þórdís. Þórður var að hennar sögn mjög réttsýnn og hafði sterka réttlætiskennd. Það kom strax í ljós þegar hann var lítill drengur. „Hann fór að gráta ef barn var lamið á leikskólalóðinni og skildi ekki að nokkurt barn gæti gert öðru barni illt.“ Þegar Þórður var sex ára flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og Þórður hóf þá skólagöngu i stórum grunnskóla. Þar eignaðist hann góða vini. „Unglingsárin gengu hratt yfir og þegar hann fór í framhaldsskóla eignaðist hann nýja vini og var mjög virkur í félagsmálum, var til dæmis í ritnefnd skólablaðsins og skemmtinefndinni. Hann var þjálfari Gettu betur liðsins og dómari í Morfís keppnum. Að loknu stúdentsprófi fór hann til Bandaríkjanna í flugvirkjanám þar sem hann útskrifaðist með láði. Þetta var á sama tíma og 11. september (9/11) sem varð til þess að leyfi erlendra flugvirkja til að vinna þar voru stöðvuð. Hann kom heim til Íslands en lítið var um atvinnutækifæri. Hann fór að vinna við byggingarframkvæmdir á landsbyggðinni og á Grænlandi en fékk síðan starf hjá Icelandair. Eftir það vann hann við flugvirkjun víðs vegar um heiminn, ferðaðist mikið bæði vegna vinnunnar og í fríum.“ Þórður var á miðjum þrítugsaldri þegar hann tjáði móður sinni að hann væri samkynhneigður.Vísir/Vilhelm Varð fyrir ofbeldi og aðdróttunum Þórður var orðinn 25 ára þegar hann kom út úr skápnum og tjáði móður sinni að hann væri samkynhneigður. „Hann vildi ekki hafa kynhneigð sína í forgrunni og leyndi henni gagnvart mörgum alveg fram á síðasta dag. Líf hans var innihaldsríkt en stundum leið honum mjög illa, en átti alltaf erfitt með að ræða erfiðleikana.En hann var úrræðagóður og komst alltaf í gegnum þessar tilfinningalegu þrengingar. Við vorum samt sérstaklega hrædd um líf hans í einu af erfiðleikatímabilum hans.“ Þórdís segist vita fyrir víst að Þórður varð tvisvar fyrir grófu ofbeldi af hendi ókunnugra manna sem börðu hann í miðbæ Reykjavíkur þannig að stórsá á honum. „Ég er viss um að barsmíðarnar voru vegna haturs og fordóma gagnvart samkynhneigðum en hann vildi ekki gera mikið úr þeim og sagði: „Þetta er mér að kenna, ég var fullur“. Ég hafði oft miklar áhyggjur af þessu hatursofbeldi og var alltaf smeyk um hann þegar hann dvaldi í löndum þar sem samkynhneigð var ólögleg og harðar refsingar í gangi. En lituð af orðræðunni um að hinsegin fólki liði vel á Íslandi hafði ég ekki miklar áhyggjur af honum hér heima. Það reyndist blekking. Fordómarnir grassera í þögninni Þórdís segir samband þeirra mæðgina yfirleitt hafa verið afar gott. En Þórður ræddi aldrei kynhneigð sína nema þegar hann átti erfitt. „Þá endurspeglaði hann ríkjandi fordóma og kallaði sig kynvilling og benti mér á að samkvæmt orðræðunni væri það eins og að vera siðvillingur. Þegar ég bað hann að nota ekki þessi orð um sjálfan sig sagði hann að ég gæti aldrei skilið þetta. Auðvitað var það rétt hjá honum og til marks um það, þá sá ég niðrandi veggjakrot um homma á Laugaveginum daginn eftir að ég komst að því að hann væri samkynhneigður. Þetta veggjakrot kom ekki upp nóttina áður. Það hafði verið þarna lengi en ég hafði aldrei séð það þótt ég labbaði Laugaveginn næstum daglega. Þegar þetta gerðist rann upp fyrir mér hversu gagnslaust er að sýna bara hlutlausa samstöðu. Ég hélt að ég væri skilningsrík og opin fyrir fjölbreyttu mannlífi en það risti aldrei dýpra en svo að ég tók ekki eftir hatrinu sem blasti sums staðar við fyrr en það brann á sjálfri mér.“ Ég taldi mig taka stöðu með þeim sem fylgja ekki meginstraumum samfélagsins og tjáði mig gjarnan sem málsvara minnihlutahópa. En í raun þagði ég oftar en skyldi og áttaði mig ekki nógu vel á því að þögn sýnir ekki samstöðu heldur þvert á móti. Með þögninni styður maður við ríkjandi fordóma og útskúfun. Þórdís segir að þó svo að sonur hennar hafi búið yfir ótal styrkleikum, sem gerðu honum kleift að lifa í fjörtíu ár, þá vildi hann ekki ræða fordóma í sinn garð. „Samt vorum við náin, og vorum meðal annars alltaf í símasambandi þegar hann var erlendis. Hann kom til mín einu sinni til tvisvar í viku þegar hann var á landinu. Ég þekkti líka hans nánustu vini og hitti þrjá kærasta sem hann átti á mismunandi tímum. Þeir voru allir erlendir. Þegar ég heimsótti hann bauð hann alltaf upp á gott kaffi, púrtara og eðal konfekt sem hann sagði að hann ætti alltaf sérstaklega handa mér. Ég held að ég hafi alltaf virt þörf hans fyrir einkalíf en strax sem lítill strákur lagði hann áherslu á að herbergið hans væri hans einkaheimur." Þórdís er myndlistarkona og hefur málað ófáar myndir í gegnum tíðina. Þessa mynd málaði hún eftir ljósmynd af Þórði, þar sem hann sat á Kaffibarnum.Vísir/Vilhelm Hundsaði varúðar teikn „En því miður brast mig stundum skilning á þeim sársauka sem fylgdi því að vera hommi. Það tengist tilhneigingum til að sjá bara það góða en hunsa varnaðarteiknin sem alls staðar eru fyrir hendi. Þessi tilhneiging að láta sem allt sé í allra besta lagi þótt bjáti á er rótföst í menningunni. Þótt margt hafi þróast í jákvæða átt liggja fordómar og útskúfun í loftinu. Úreltar hugmyndir um menn og málefni sitja þéttingsfast í kroppnum sem sjálfsögð sannindi.“ Þórdís bendir á að það þurfi kjark til að brjótast út úr þeim viðteknum venjum, siðum og hugmyndum sem okkur öllum er innprentað í bernsku og styrkjum alla ævi. „Þessar reglur um hvernig venjulegt fólk á að vera gerir að verkum að þau sem falla utan meginstraumsins verða fyrir alls konar öráreitum eða „saklausum athugasemdum“ um hver þau eru og byggja á staðalímyndum. Til dæmis þegar sagt er: „Þú getur ekki verið hommi, þú ert svo karlmannlegur,“ eða: „Hvor ykkar er konan í sambandinu?“ Vegna aragrúa öráreita lærir kynsegin fólk, og annað jaðarsett fólk, að verða fyrir fordómum sem um leið hefur neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra. Þetta kom glöggt fram í samræðum okkar á erfiðleikatímabilum hans og ég var frekar máttlaus á þeim stundum. Símtal frá rannsóknarlögreglunni Það tekur mikið á Þórdísi að rifja upp 4. október árið 2018. „Ég var að ljúka við að pakka niður fyrir mæðgnaferð til Parísar þegar síminn hringdi. Ókunnugt númer. Ég svaraði; „Þórdís“ og karlmannsröddin í símanum spurði: „Ertu móðir Þórðar Alberts?“. „Já“ svaraði ég og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Ég heiti Þórður og er rannsóknarlögreglumaður.“ Ha“! svaraði ég, „Kom eitthvað fyrir?“. Hann svarar: „Ég var að koma úr íbúðinni á Njálsgötunni“. „Hvað gerðist“, spyr ég og finn ógnina læsa sig um líkama minn. Þögn í símanum, en svo segir hann: „Ég verð að segja þér að lífslíkur Þórðar eru litlar, þær eru nánast engar. Það voru allir farnir þegar ég kom, ég kom aðeins að eftirrannsókninni. Lögreglan og sjúkraflutningamennirnir reyndu að endurlífga hann. Hann er núna með veikan púls og kominn upp á bráðavakt“. Ég kem ekki upp orði. Svo spyr hann „Ertu ein“? „Já“ svara ég og hann býðst til að koma og útskýra þetta betur fyrir mér.“ Í ljós kom að Þórður hafði fallið fyrir eigin hendi. Þórður hafði að sögn Þórdísar kynnst ungum víetnömskum manni að nafni Nhi Duy Phan á stefnumótaforritnu Grindr. Þeir giftust eftir stutt kynni. Þórður hafi séð Nhi fyrir húsnæði og fæði auk peninga. Síðar hafi Þórður komist að því að Nhi átti í fleiri ástarsamböndum í Reykjavík. „Í raun þekktust þeir tæpast. Þeir kynnast á Grindr í mars,Nhi kemur til Íslands og Þórður var mestan partinn starfandi erlendis þessa mánuði en á meðan bjó Nhi í íbúð hans. Nhi átti ekki íslenskan bankareikning svo vinkona Þórðar gekk í að færa honum peninga frá Þórði þegar hann var erlendis. Eftir tæplega þriggja mánaða hjónaband var Nhi fluttur til vinar síns. Þeir áttu samt eftir að ganga frá skilnaðarpappírum,“ segir Þórdís. Hún ræddi við Nhi daginn eftir símtalið frá lögreglu. „Hann sagði mér að þeir væru skildir að skiptum og að þeir væru ekki ástfangnir lengur. Hann hafði komið í heimsókn til Þórðar aðeins hálftíma áður en þetta allt gerðist.“ Að sögn Þórdísar veit enginn nema Nhi hvað gekk á í íbúðinni augnablikum áður en Þórður tók ákvörðunina afdrifaríku. „Ég hélt að þetta væri ungur maður í vanda og systurnar sáu honum bæði fyrir fæði og vasapeningum fyrstu tvær vikurnar eða svo. Auk þess fékk hann að vera í íbúðinni því þeir voru giftir þegar allt þetta dundi yfir. Það sýndi sig þó fljótt að Nhi var óáreiðanlegur, lyginn og ósvífinn. Það fyrsta sem hann gerði var að skipta um lás og breyta íbúð Þórðar í nuddstofu og auglýsa kynlífsþjónustu á samfélagsmiðlum. Ég sendi inn kæru til saksóknara, bæði vegna þess að hann hefði skilið mann eftir í lífshættu án þess að leita hjálpar og fyrir ólöglega starfsemi í íbúð Þórðar en þeim kærum var báðum hafnað.“ Þórdís leitaði sér meðal annars hjálpar hjá Píeta samtökunum á sínum tíma og ber því vel söguna.Vísir/Vilhelm Hún bætir við að auðvitað spili margir flóknir ferlar inn í svona atburðarás. „Áhrif fordóma og haturs höfðu djúp áhrif á sjálfsmynd Þórðar með þeim afleiðingum að þegar mest á reyndi tókst honum ekki að sigrast á sársaukanum,“ segir hún. Þórður lést eftir 51 dag í dái á sjúkrahúsi. „Nhi sótti um skilnað og afsalaði sér arfi en hafði 20.000 evrur upp úr krafsinu. Eftir sátum við sem elskuðum Þórð örvingluð af sorg og söknuði. Ég man lítið af því sem gerðist þennan fimmtíu og eina dag sem hann lá í dái og komst aldrei til meðvitundar. Ég man samt að ég vildi að hann lifði sama hvað.“ Í kjölfar andláts Þórðar leitaði Þórdís sér meðal annars hjálpar hjá Pieta samtökunum og hjá Sorgarmiðstöðinni. Hún lýsir mikilli hjálp og stuðningi hjá samtökunum tveimur. Sorgin hverfur aldrei Eitt af því sem Þórdís gerði til að takast á við sorgina var að setja upp minningarsíðu um Þórð á facebook. „Þegar manneskja verður fyrir missi og sorg þá þarf hún að lifa með því. Allir sem misst hafa barn sem tók sitt eigið líf hvort heldur þau eru ung að árum eða hafa lifað eins og Þórður í fjörtíu ár verða fyrir gríðarlegu áfalli. Alls konar hugsanir koma upp og endalausar „ef“ spurningar vakna. Ein af erfiðu spurningunum eru hvers vegna gat ég ekki komið í veg fyrir þetta? Hvað hefði ég getað gert öðruvísi, jafnvel þótt maður hafi gert allt sem í manns valdi stóð. Þessu fylgja líka sjálfsásakanir um að hafa brugðist.“ Þórdís ákvað að halda minningunni um Þórð á lofti. „Tala um hann og rifja upp góðar stundir. Ég breytti facebook síðunni hans í minningarsíðu og á þeim dögum sem voru mikilvægir eins og afmælisdagur, dagurinn sem hann framdi sjálfsvígið, dánardagurinn, útfarardagurinn urðu mikilvægir. Þá daga sest ég niður og les sorgar og saknaðarljóð eftir helstu ljóðskáldin og vel eitt ljóð til að setja á minningarsíðuna hans.“ Hún segir ekki mikilvægt hve margir lesi eða sjái heldur að hún standi með minningunni um son sinn sem var henni svo kær. „Með þessum hætti losa ég dálítið um sorgina og um leið skapa ég tækifæri til að fara inn í söknuðinn. Það er mikilvægt vegna þess að sorgin hverfur ekki. Hún er eins og baggi sem maður lærir smátt og smátt að bera. Stundum léttari og stundum þyngri. Afmælisdagurinn hans er mikilvægastur núorðið, það er dagur til að rifja upp góðar og helst líka spaugilegar minningar og gleðjast yfir tímanum sem ég átti með honum meðan hann lifði.“ Þórdís vonar að saga Þórðar muni vekja fólk til umhugsunar um eyðileggingarmátt haturorðræðu og jaðarsetningar.Vísir/Vilhelm Fegurðin liggur í margbreytileikanum Af skiljanlegum ástæðum snertir umræðan um hatursorðræðu og jaðarsetningu Þórdísi afar djúpt. „Rétturinn til að hafa skoðun og halda henni fram jafnvel þótt hús sé röng er einhvers konar undirstaða máls- og tjáningarfrelsis í vestrænum samfélögum. Þá vaknar strax spurning um hvort meiðandi orðræða um ákveðna hópa fólks, til dæmis samkynhneigða, sé hluti af þessum rétti og hverjir hafi og rétt til að skilgreina annað fólk og raða því á básana „við góða og gilda fólkið“ og „hinir sem ekki raðast í þann flokk“. Alls konar firrur vaða uppi í hugum alls fólks og þær eru byggðar á siðum, venjum og gildum í mismunandi menningarhópum stórum sem smáum.“ Nú er ég ekki að segja að það sé ekki þörf á siðvenjum og reglum í samfélagi mannanna heldur að vísa til þess að flestar okkar hugmyndir um rétt og rangt mótast af því umhverfi og menningu sem mannskepnan lifir og hrærist í. „En samfélög eru lifandi afl eins og sést vel á því hvernig orðræða breytist. Sem barn vissi ég ekki að samkynhneigð væri til. Þannig að allt annað en gagnkynhneigð var þaggað í hel og um leið var gefið skotleyfi á samkynhneigða, og alla sem ekki fylgja meginstraumum, sem þurftu að þola að vera kallaðir öfuguggar og kynvillingar ásamt mörgum öðrum óþverra sem var samþykkt af ríkjandi menningu þess tíma. Þetta viðhorf hefur ekki horfið þótt margt hafa breyst til batnaðar. En á bak við rétthugsun liggja fordómar í láginni og þeir eru lífshættulegir. Þessir fordómar eiga það til að skjótast upp á yfirborðið í athugasemdum sem gera lítið úr þeim sem þær dynja á. Jaðarhópar lifa við slík skilyrði og það dregur úr lífsgæðum þeirra. Flestir lifa af, aðrir berjast fyrir mannréttindum og þó nokkrir deyja fyrir aldur fram vegna fordómanna sem hafa litað sjálfsmynd þeirra svo dökkum litum að þeir hafa ekki séð sér fært að lifa, hvorki með sjálfum sér eða öðrum. Þess vegna er mikilvægt að hlúa að margbreytilegri flóru mannlífsins, opna fyrir spurningar um hvað er mikilvægt í þessu mannlífi? Hvort er betra að hýrast í myrkri fordóma og bábilja eða að leggja sig fram um að sjá fegurðina í margbreytileikanum og leggja sitt af mörkum til að afbyggja úreltar hugmyndir sem valda stórum hópum örvæntingu. Fyrir utan þann hrylling sem blasir við í þjóðarmorðum og stríðsrekstri samtímans, því allt er þetta af sama meiði. Hvað getum við, sem samfélag þá fyrst og fremst, lært af sögu Þórðar? „Lærdómarnir af þessu stutta innliti í líf Þórðar eru meðal annars þeir að „aðgát skal höfð í nærveru sálar. Réttinum til skoðana- og tjáningafrelsis fylgir mikil ábyrgð. Hver og einn þarf að íhuga hvernig hann fékk hugmyndirnar og skoðanirnar sem móta líf hans og viðhorf til lífsins.“ Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Helgarviðtal Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fleiri fréttir Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Sjá meira
„Þótt það sé líklega hollara að minnast allra björtu dagana sem fylgdu honum í lifanda lífi get ég samt ekki þagað endalaust um ótímabæran dauða hans og hugsa um leið til þess hve margir hafa fallið í valinn vegna fordóma og haturs.“ Þetta segir Þórdís um son sinn Þórð Albert Guðmundsson heitinn yfirflugvirkja. „Ég get ekki litið fram hjá þjáningunni sem litaði hug hans vegna ríkjandi viðhorfa um samkynhneigð.“ Þórður Albert féll fyrir eigin hendi fyrir fimm árum, fertugur að aldri. Hann var samkynhneigður. Að sögn Þórdísar varð sonur hennar oftar en einu sinni fyrir barðinu á miskunnarlausri jaðarsetningu og hatursorðræðu í gegnum árin, sem hafði slík áhrif á hann að hann gat ekki hugsað sér að lifa. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Á dögunum horfði Þórdís á upptöku af leiksýningunni „Góðan daginn faggi“ þar sem Bjarni Snæbjörnsson leikari fer yfir lífshlaup sitt og deilir reynslu sinni af því að vera samkynhneigður maður. Á einum stað í sýningunni lýsir Bjarni tilfinningu sem hann fann fyrir á yngri árum. Honum fannst hann sjálfur vera „ógeðslegur.“ „Þarna rann það upp fyrir mér að það var tilfinning sonar míns fyrir sjálfum sér á myrkum stundum,“ segir Þórdís. Fróðleiksfús og athugull drengur Þórður fæddist 1978, sama ár og Samtökin 78 voru stofnuð. „Hann var venjulegur drengur sem átti tvær eldri systur. Fyrstu fimm árin bjó hann úti á landi. Hann var fróðleiksfús og athugull og krafðist þess að fá að hlusta þegar lesið var fyrir stóru systurnar. Það þýddi að oft þurfti að útskýra merkingu orða. Snemma bar á að hann hafði ákveðinn fatasmekk, vildi ekki ganga í gallabuxum og strigaskóm en var hrifin af góðum leðurskóm og mjúkum efnum. Hann dýrkaði stórar vélar og vinnutæki,“ segir Þórdís. Þórður var að hennar sögn mjög réttsýnn og hafði sterka réttlætiskennd. Það kom strax í ljós þegar hann var lítill drengur. „Hann fór að gráta ef barn var lamið á leikskólalóðinni og skildi ekki að nokkurt barn gæti gert öðru barni illt.“ Þegar Þórður var sex ára flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og Þórður hóf þá skólagöngu i stórum grunnskóla. Þar eignaðist hann góða vini. „Unglingsárin gengu hratt yfir og þegar hann fór í framhaldsskóla eignaðist hann nýja vini og var mjög virkur í félagsmálum, var til dæmis í ritnefnd skólablaðsins og skemmtinefndinni. Hann var þjálfari Gettu betur liðsins og dómari í Morfís keppnum. Að loknu stúdentsprófi fór hann til Bandaríkjanna í flugvirkjanám þar sem hann útskrifaðist með láði. Þetta var á sama tíma og 11. september (9/11) sem varð til þess að leyfi erlendra flugvirkja til að vinna þar voru stöðvuð. Hann kom heim til Íslands en lítið var um atvinnutækifæri. Hann fór að vinna við byggingarframkvæmdir á landsbyggðinni og á Grænlandi en fékk síðan starf hjá Icelandair. Eftir það vann hann við flugvirkjun víðs vegar um heiminn, ferðaðist mikið bæði vegna vinnunnar og í fríum.“ Þórður var á miðjum þrítugsaldri þegar hann tjáði móður sinni að hann væri samkynhneigður.Vísir/Vilhelm Varð fyrir ofbeldi og aðdróttunum Þórður var orðinn 25 ára þegar hann kom út úr skápnum og tjáði móður sinni að hann væri samkynhneigður. „Hann vildi ekki hafa kynhneigð sína í forgrunni og leyndi henni gagnvart mörgum alveg fram á síðasta dag. Líf hans var innihaldsríkt en stundum leið honum mjög illa, en átti alltaf erfitt með að ræða erfiðleikana.En hann var úrræðagóður og komst alltaf í gegnum þessar tilfinningalegu þrengingar. Við vorum samt sérstaklega hrædd um líf hans í einu af erfiðleikatímabilum hans.“ Þórdís segist vita fyrir víst að Þórður varð tvisvar fyrir grófu ofbeldi af hendi ókunnugra manna sem börðu hann í miðbæ Reykjavíkur þannig að stórsá á honum. „Ég er viss um að barsmíðarnar voru vegna haturs og fordóma gagnvart samkynhneigðum en hann vildi ekki gera mikið úr þeim og sagði: „Þetta er mér að kenna, ég var fullur“. Ég hafði oft miklar áhyggjur af þessu hatursofbeldi og var alltaf smeyk um hann þegar hann dvaldi í löndum þar sem samkynhneigð var ólögleg og harðar refsingar í gangi. En lituð af orðræðunni um að hinsegin fólki liði vel á Íslandi hafði ég ekki miklar áhyggjur af honum hér heima. Það reyndist blekking. Fordómarnir grassera í þögninni Þórdís segir samband þeirra mæðgina yfirleitt hafa verið afar gott. En Þórður ræddi aldrei kynhneigð sína nema þegar hann átti erfitt. „Þá endurspeglaði hann ríkjandi fordóma og kallaði sig kynvilling og benti mér á að samkvæmt orðræðunni væri það eins og að vera siðvillingur. Þegar ég bað hann að nota ekki þessi orð um sjálfan sig sagði hann að ég gæti aldrei skilið þetta. Auðvitað var það rétt hjá honum og til marks um það, þá sá ég niðrandi veggjakrot um homma á Laugaveginum daginn eftir að ég komst að því að hann væri samkynhneigður. Þetta veggjakrot kom ekki upp nóttina áður. Það hafði verið þarna lengi en ég hafði aldrei séð það þótt ég labbaði Laugaveginn næstum daglega. Þegar þetta gerðist rann upp fyrir mér hversu gagnslaust er að sýna bara hlutlausa samstöðu. Ég hélt að ég væri skilningsrík og opin fyrir fjölbreyttu mannlífi en það risti aldrei dýpra en svo að ég tók ekki eftir hatrinu sem blasti sums staðar við fyrr en það brann á sjálfri mér.“ Ég taldi mig taka stöðu með þeim sem fylgja ekki meginstraumum samfélagsins og tjáði mig gjarnan sem málsvara minnihlutahópa. En í raun þagði ég oftar en skyldi og áttaði mig ekki nógu vel á því að þögn sýnir ekki samstöðu heldur þvert á móti. Með þögninni styður maður við ríkjandi fordóma og útskúfun. Þórdís segir að þó svo að sonur hennar hafi búið yfir ótal styrkleikum, sem gerðu honum kleift að lifa í fjörtíu ár, þá vildi hann ekki ræða fordóma í sinn garð. „Samt vorum við náin, og vorum meðal annars alltaf í símasambandi þegar hann var erlendis. Hann kom til mín einu sinni til tvisvar í viku þegar hann var á landinu. Ég þekkti líka hans nánustu vini og hitti þrjá kærasta sem hann átti á mismunandi tímum. Þeir voru allir erlendir. Þegar ég heimsótti hann bauð hann alltaf upp á gott kaffi, púrtara og eðal konfekt sem hann sagði að hann ætti alltaf sérstaklega handa mér. Ég held að ég hafi alltaf virt þörf hans fyrir einkalíf en strax sem lítill strákur lagði hann áherslu á að herbergið hans væri hans einkaheimur." Þórdís er myndlistarkona og hefur málað ófáar myndir í gegnum tíðina. Þessa mynd málaði hún eftir ljósmynd af Þórði, þar sem hann sat á Kaffibarnum.Vísir/Vilhelm Hundsaði varúðar teikn „En því miður brast mig stundum skilning á þeim sársauka sem fylgdi því að vera hommi. Það tengist tilhneigingum til að sjá bara það góða en hunsa varnaðarteiknin sem alls staðar eru fyrir hendi. Þessi tilhneiging að láta sem allt sé í allra besta lagi þótt bjáti á er rótföst í menningunni. Þótt margt hafi þróast í jákvæða átt liggja fordómar og útskúfun í loftinu. Úreltar hugmyndir um menn og málefni sitja þéttingsfast í kroppnum sem sjálfsögð sannindi.“ Þórdís bendir á að það þurfi kjark til að brjótast út úr þeim viðteknum venjum, siðum og hugmyndum sem okkur öllum er innprentað í bernsku og styrkjum alla ævi. „Þessar reglur um hvernig venjulegt fólk á að vera gerir að verkum að þau sem falla utan meginstraumsins verða fyrir alls konar öráreitum eða „saklausum athugasemdum“ um hver þau eru og byggja á staðalímyndum. Til dæmis þegar sagt er: „Þú getur ekki verið hommi, þú ert svo karlmannlegur,“ eða: „Hvor ykkar er konan í sambandinu?“ Vegna aragrúa öráreita lærir kynsegin fólk, og annað jaðarsett fólk, að verða fyrir fordómum sem um leið hefur neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra. Þetta kom glöggt fram í samræðum okkar á erfiðleikatímabilum hans og ég var frekar máttlaus á þeim stundum. Símtal frá rannsóknarlögreglunni Það tekur mikið á Þórdísi að rifja upp 4. október árið 2018. „Ég var að ljúka við að pakka niður fyrir mæðgnaferð til Parísar þegar síminn hringdi. Ókunnugt númer. Ég svaraði; „Þórdís“ og karlmannsröddin í símanum spurði: „Ertu móðir Þórðar Alberts?“. „Já“ svaraði ég og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Ég heiti Þórður og er rannsóknarlögreglumaður.“ Ha“! svaraði ég, „Kom eitthvað fyrir?“. Hann svarar: „Ég var að koma úr íbúðinni á Njálsgötunni“. „Hvað gerðist“, spyr ég og finn ógnina læsa sig um líkama minn. Þögn í símanum, en svo segir hann: „Ég verð að segja þér að lífslíkur Þórðar eru litlar, þær eru nánast engar. Það voru allir farnir þegar ég kom, ég kom aðeins að eftirrannsókninni. Lögreglan og sjúkraflutningamennirnir reyndu að endurlífga hann. Hann er núna með veikan púls og kominn upp á bráðavakt“. Ég kem ekki upp orði. Svo spyr hann „Ertu ein“? „Já“ svara ég og hann býðst til að koma og útskýra þetta betur fyrir mér.“ Í ljós kom að Þórður hafði fallið fyrir eigin hendi. Þórður hafði að sögn Þórdísar kynnst ungum víetnömskum manni að nafni Nhi Duy Phan á stefnumótaforritnu Grindr. Þeir giftust eftir stutt kynni. Þórður hafi séð Nhi fyrir húsnæði og fæði auk peninga. Síðar hafi Þórður komist að því að Nhi átti í fleiri ástarsamböndum í Reykjavík. „Í raun þekktust þeir tæpast. Þeir kynnast á Grindr í mars,Nhi kemur til Íslands og Þórður var mestan partinn starfandi erlendis þessa mánuði en á meðan bjó Nhi í íbúð hans. Nhi átti ekki íslenskan bankareikning svo vinkona Þórðar gekk í að færa honum peninga frá Þórði þegar hann var erlendis. Eftir tæplega þriggja mánaða hjónaband var Nhi fluttur til vinar síns. Þeir áttu samt eftir að ganga frá skilnaðarpappírum,“ segir Þórdís. Hún ræddi við Nhi daginn eftir símtalið frá lögreglu. „Hann sagði mér að þeir væru skildir að skiptum og að þeir væru ekki ástfangnir lengur. Hann hafði komið í heimsókn til Þórðar aðeins hálftíma áður en þetta allt gerðist.“ Að sögn Þórdísar veit enginn nema Nhi hvað gekk á í íbúðinni augnablikum áður en Þórður tók ákvörðunina afdrifaríku. „Ég hélt að þetta væri ungur maður í vanda og systurnar sáu honum bæði fyrir fæði og vasapeningum fyrstu tvær vikurnar eða svo. Auk þess fékk hann að vera í íbúðinni því þeir voru giftir þegar allt þetta dundi yfir. Það sýndi sig þó fljótt að Nhi var óáreiðanlegur, lyginn og ósvífinn. Það fyrsta sem hann gerði var að skipta um lás og breyta íbúð Þórðar í nuddstofu og auglýsa kynlífsþjónustu á samfélagsmiðlum. Ég sendi inn kæru til saksóknara, bæði vegna þess að hann hefði skilið mann eftir í lífshættu án þess að leita hjálpar og fyrir ólöglega starfsemi í íbúð Þórðar en þeim kærum var báðum hafnað.“ Þórdís leitaði sér meðal annars hjálpar hjá Píeta samtökunum á sínum tíma og ber því vel söguna.Vísir/Vilhelm Hún bætir við að auðvitað spili margir flóknir ferlar inn í svona atburðarás. „Áhrif fordóma og haturs höfðu djúp áhrif á sjálfsmynd Þórðar með þeim afleiðingum að þegar mest á reyndi tókst honum ekki að sigrast á sársaukanum,“ segir hún. Þórður lést eftir 51 dag í dái á sjúkrahúsi. „Nhi sótti um skilnað og afsalaði sér arfi en hafði 20.000 evrur upp úr krafsinu. Eftir sátum við sem elskuðum Þórð örvingluð af sorg og söknuði. Ég man lítið af því sem gerðist þennan fimmtíu og eina dag sem hann lá í dái og komst aldrei til meðvitundar. Ég man samt að ég vildi að hann lifði sama hvað.“ Í kjölfar andláts Þórðar leitaði Þórdís sér meðal annars hjálpar hjá Pieta samtökunum og hjá Sorgarmiðstöðinni. Hún lýsir mikilli hjálp og stuðningi hjá samtökunum tveimur. Sorgin hverfur aldrei Eitt af því sem Þórdís gerði til að takast á við sorgina var að setja upp minningarsíðu um Þórð á facebook. „Þegar manneskja verður fyrir missi og sorg þá þarf hún að lifa með því. Allir sem misst hafa barn sem tók sitt eigið líf hvort heldur þau eru ung að árum eða hafa lifað eins og Þórður í fjörtíu ár verða fyrir gríðarlegu áfalli. Alls konar hugsanir koma upp og endalausar „ef“ spurningar vakna. Ein af erfiðu spurningunum eru hvers vegna gat ég ekki komið í veg fyrir þetta? Hvað hefði ég getað gert öðruvísi, jafnvel þótt maður hafi gert allt sem í manns valdi stóð. Þessu fylgja líka sjálfsásakanir um að hafa brugðist.“ Þórdís ákvað að halda minningunni um Þórð á lofti. „Tala um hann og rifja upp góðar stundir. Ég breytti facebook síðunni hans í minningarsíðu og á þeim dögum sem voru mikilvægir eins og afmælisdagur, dagurinn sem hann framdi sjálfsvígið, dánardagurinn, útfarardagurinn urðu mikilvægir. Þá daga sest ég niður og les sorgar og saknaðarljóð eftir helstu ljóðskáldin og vel eitt ljóð til að setja á minningarsíðuna hans.“ Hún segir ekki mikilvægt hve margir lesi eða sjái heldur að hún standi með minningunni um son sinn sem var henni svo kær. „Með þessum hætti losa ég dálítið um sorgina og um leið skapa ég tækifæri til að fara inn í söknuðinn. Það er mikilvægt vegna þess að sorgin hverfur ekki. Hún er eins og baggi sem maður lærir smátt og smátt að bera. Stundum léttari og stundum þyngri. Afmælisdagurinn hans er mikilvægastur núorðið, það er dagur til að rifja upp góðar og helst líka spaugilegar minningar og gleðjast yfir tímanum sem ég átti með honum meðan hann lifði.“ Þórdís vonar að saga Þórðar muni vekja fólk til umhugsunar um eyðileggingarmátt haturorðræðu og jaðarsetningar.Vísir/Vilhelm Fegurðin liggur í margbreytileikanum Af skiljanlegum ástæðum snertir umræðan um hatursorðræðu og jaðarsetningu Þórdísi afar djúpt. „Rétturinn til að hafa skoðun og halda henni fram jafnvel þótt hús sé röng er einhvers konar undirstaða máls- og tjáningarfrelsis í vestrænum samfélögum. Þá vaknar strax spurning um hvort meiðandi orðræða um ákveðna hópa fólks, til dæmis samkynhneigða, sé hluti af þessum rétti og hverjir hafi og rétt til að skilgreina annað fólk og raða því á básana „við góða og gilda fólkið“ og „hinir sem ekki raðast í þann flokk“. Alls konar firrur vaða uppi í hugum alls fólks og þær eru byggðar á siðum, venjum og gildum í mismunandi menningarhópum stórum sem smáum.“ Nú er ég ekki að segja að það sé ekki þörf á siðvenjum og reglum í samfélagi mannanna heldur að vísa til þess að flestar okkar hugmyndir um rétt og rangt mótast af því umhverfi og menningu sem mannskepnan lifir og hrærist í. „En samfélög eru lifandi afl eins og sést vel á því hvernig orðræða breytist. Sem barn vissi ég ekki að samkynhneigð væri til. Þannig að allt annað en gagnkynhneigð var þaggað í hel og um leið var gefið skotleyfi á samkynhneigða, og alla sem ekki fylgja meginstraumum, sem þurftu að þola að vera kallaðir öfuguggar og kynvillingar ásamt mörgum öðrum óþverra sem var samþykkt af ríkjandi menningu þess tíma. Þetta viðhorf hefur ekki horfið þótt margt hafa breyst til batnaðar. En á bak við rétthugsun liggja fordómar í láginni og þeir eru lífshættulegir. Þessir fordómar eiga það til að skjótast upp á yfirborðið í athugasemdum sem gera lítið úr þeim sem þær dynja á. Jaðarhópar lifa við slík skilyrði og það dregur úr lífsgæðum þeirra. Flestir lifa af, aðrir berjast fyrir mannréttindum og þó nokkrir deyja fyrir aldur fram vegna fordómanna sem hafa litað sjálfsmynd þeirra svo dökkum litum að þeir hafa ekki séð sér fært að lifa, hvorki með sjálfum sér eða öðrum. Þess vegna er mikilvægt að hlúa að margbreytilegri flóru mannlífsins, opna fyrir spurningar um hvað er mikilvægt í þessu mannlífi? Hvort er betra að hýrast í myrkri fordóma og bábilja eða að leggja sig fram um að sjá fegurðina í margbreytileikanum og leggja sitt af mörkum til að afbyggja úreltar hugmyndir sem valda stórum hópum örvæntingu. Fyrir utan þann hrylling sem blasir við í þjóðarmorðum og stríðsrekstri samtímans, því allt er þetta af sama meiði. Hvað getum við, sem samfélag þá fyrst og fremst, lært af sögu Þórðar? „Lærdómarnir af þessu stutta innliti í líf Þórðar eru meðal annars þeir að „aðgát skal höfð í nærveru sálar. Réttinum til skoðana- og tjáningafrelsis fylgir mikil ábyrgð. Hver og einn þarf að íhuga hvernig hann fékk hugmyndirnar og skoðanirnar sem móta líf hans og viðhorf til lífsins.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Hinsegin Jafnréttismál Reykjavík Helgarviðtal Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fleiri fréttir Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Sjá meira