Einn á öræfum í ellefu nætur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2023 22:54 Einar Skúlason kom til byggða í kvöld eftir ellefu daga göngu frá Seyðisfirði. Göngumaðurinn og þjóðfræðingurinn Einar Skúlason lauk göngu sinni frá Seyðisfirði til Akureyrar í kvöld. Honum var fylgt síðasta spölinn og kom á Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar upp úr sjö. Blaðamaður náði af honum tali þar sem hann gekk yfir Pollinn. Myndir eru fengnar á Facebook-síðu sem Einar hélt úti fyrir gönguna og eru fengnar þaðan með góðfúslegu leyfi hans. Ein þeirra fjölmörgu varða sem prýða gömlu þjóðleiðirnar. „Þetta er náttúrlega búið að vera svolítið mikið álag. Ég er búinn að vera með 22 kíló á bakinu. Ég er með allt tjald, svefnpoka, dýnu og prímus. Ellefu dagar í röð þetta eru einhverjir 26 kílómetrar á dag að meðaltali.“ Fjalla-Bensi á 21. öldinni Leiðin hófst á fyrsta í aðventu síðastliðinn á Seyðisfirði og var einhverjir 280 kílómetrar. Leiðin sem hann gekk er svokölluð þjóðleið eða gamla póstleiðin frá Seyðisfirði til Akureyrar. Á morgun mun hann svo ganga með jólakort og jólakveðjur til fólks og fyrirtækja en öll sala á kortunum rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins á Akureyri. Friðsæl ljósaskipti. „Ég búinn að vera að fara alls konar vegleysur. Ég reyndi að forðast þjóðveginn eins og hægt var og fara bara gamlar leiðir. Þetta er búið að vera mjög fjölbreytt,“ segir Einar. Á undan áætlun Gangan var ekkert spaug en það kom honum þó á óvart hvað honum tókst að vera snöggur á ferðinni. Veðrið lék ekki beinlínis við hann en hefði þó getað verið töluvert verra. Leiðin samsvarar því að ganga frá Gróttu í Mosfellsbæ fram og til baka 8 sinnum. „Ég gerði ekki ráð fyrir því að klára á ellefu dögum. Ég hélt þetta yrðu svona tólf til sautján dagar því ég bjóst við því að eitthvað myndi bregða út af í veðrinu. En svo hefur þetta verið bara frekar mikið jafnvægi þangað til í gær eða í dag. Þá fór veðrið að breytast,“ segir Einar ánægður að vera við það að komast á áfangastað og þurfa ekki að þreyta óveðrið um helgina. „Lægðirnar eru að koma og það var mjög hvasst í dag. Það var svo mikið logn fyrstu vikuna en frostið bara yfirleitt tveggja stiga tala. Þannig það var kalt en stillt veður. Það var mjög fallegt,“ segir hann. Boðinn næturstaður og heimareykt hangikjöt Einar þurfti þó ekki að húka í köldu tjaldi allar nætur ferðarinnar vopnaður engu nema prímus. Honum var nefnilega boðin gisting á leiðinni þar sem enn er byggt. „Ótrúleg gestrisni hjá fólki. Það var alveg frábært. Ég gisti í Möðrudal og Grímsstöðum og Jökuldal. Fólk hafði samband og þetta fréttist bara af mér, held ég,“ segir Einar. Sólsetrið á hálendinu. Hann var alveg sérstaklega ánægður með vist sína á Grímsstöðum þar sem borið var fram heimareykt hangikjöt, bjúgu og alls konar gott. Hann segir það hafa verið gríðarlega athyglisvert að prófa svona og segist átta sig betur á hvað fólk var að hugsa á slíkum göngum í gamla daga. Þá var þetta fjölfarin leið og það að ganga hana ekkert tiltökumál. „Maður sér vörðurnar ennþá sem voru hlaðnar fyrir rúmum hundrað árum. Reyndar sums staðar hafa þær verið að hrynja og það þarf að fara að halda þeim betur við. En þær eru þarna og maður getur enn fylgt þeim. Það er alveg svakalega flott og mikil saga á þessum leiðum. Þær voru í notkun allar þessar aldir þangað til að bíllinn kom. Þetta voru alfaraleiðir,“ segir Einar. Einn áningarstaða Einars Fagnað yfir kvöldverði Botninn var sleginn í ferðina með kvöldverði ásamt stjórn Krabbameinsfélagsins á Akureyri og svo var honum boðið að gista á Berjaya-hótelinu á Akureyri. Hann bendir á að enn sé hægt að styrkja Krabbameinsfélagið þó að ekki sé lengur hægt að panta heimsend kort. Jólakortið, sem sýnir útlínur Herðubreiðar, er hannað af listakonunni Lindu Guðlaugsdóttur og er það hennar framlag til söfnunarinnar. Á vefsíðu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis eru allar nánari upplýsingar um pöntun á jólakortum. „Þetta eru mörg lítil skref. Þetta er eins og ef maður ætlar að borða fíl þá er það bara einn biti í einu. Það er það sama með skrefin, þá getur maður komist langt,“ segir Einar kaldur og kátur. Einar kominn á Ráðhústorg. Fjallamennska Jól Múlaþing Akureyri Krabbamein Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Myndir eru fengnar á Facebook-síðu sem Einar hélt úti fyrir gönguna og eru fengnar þaðan með góðfúslegu leyfi hans. Ein þeirra fjölmörgu varða sem prýða gömlu þjóðleiðirnar. „Þetta er náttúrlega búið að vera svolítið mikið álag. Ég er búinn að vera með 22 kíló á bakinu. Ég er með allt tjald, svefnpoka, dýnu og prímus. Ellefu dagar í röð þetta eru einhverjir 26 kílómetrar á dag að meðaltali.“ Fjalla-Bensi á 21. öldinni Leiðin hófst á fyrsta í aðventu síðastliðinn á Seyðisfirði og var einhverjir 280 kílómetrar. Leiðin sem hann gekk er svokölluð þjóðleið eða gamla póstleiðin frá Seyðisfirði til Akureyrar. Á morgun mun hann svo ganga með jólakort og jólakveðjur til fólks og fyrirtækja en öll sala á kortunum rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins á Akureyri. Friðsæl ljósaskipti. „Ég búinn að vera að fara alls konar vegleysur. Ég reyndi að forðast þjóðveginn eins og hægt var og fara bara gamlar leiðir. Þetta er búið að vera mjög fjölbreytt,“ segir Einar. Á undan áætlun Gangan var ekkert spaug en það kom honum þó á óvart hvað honum tókst að vera snöggur á ferðinni. Veðrið lék ekki beinlínis við hann en hefði þó getað verið töluvert verra. Leiðin samsvarar því að ganga frá Gróttu í Mosfellsbæ fram og til baka 8 sinnum. „Ég gerði ekki ráð fyrir því að klára á ellefu dögum. Ég hélt þetta yrðu svona tólf til sautján dagar því ég bjóst við því að eitthvað myndi bregða út af í veðrinu. En svo hefur þetta verið bara frekar mikið jafnvægi þangað til í gær eða í dag. Þá fór veðrið að breytast,“ segir Einar ánægður að vera við það að komast á áfangastað og þurfa ekki að þreyta óveðrið um helgina. „Lægðirnar eru að koma og það var mjög hvasst í dag. Það var svo mikið logn fyrstu vikuna en frostið bara yfirleitt tveggja stiga tala. Þannig það var kalt en stillt veður. Það var mjög fallegt,“ segir hann. Boðinn næturstaður og heimareykt hangikjöt Einar þurfti þó ekki að húka í köldu tjaldi allar nætur ferðarinnar vopnaður engu nema prímus. Honum var nefnilega boðin gisting á leiðinni þar sem enn er byggt. „Ótrúleg gestrisni hjá fólki. Það var alveg frábært. Ég gisti í Möðrudal og Grímsstöðum og Jökuldal. Fólk hafði samband og þetta fréttist bara af mér, held ég,“ segir Einar. Sólsetrið á hálendinu. Hann var alveg sérstaklega ánægður með vist sína á Grímsstöðum þar sem borið var fram heimareykt hangikjöt, bjúgu og alls konar gott. Hann segir það hafa verið gríðarlega athyglisvert að prófa svona og segist átta sig betur á hvað fólk var að hugsa á slíkum göngum í gamla daga. Þá var þetta fjölfarin leið og það að ganga hana ekkert tiltökumál. „Maður sér vörðurnar ennþá sem voru hlaðnar fyrir rúmum hundrað árum. Reyndar sums staðar hafa þær verið að hrynja og það þarf að fara að halda þeim betur við. En þær eru þarna og maður getur enn fylgt þeim. Það er alveg svakalega flott og mikil saga á þessum leiðum. Þær voru í notkun allar þessar aldir þangað til að bíllinn kom. Þetta voru alfaraleiðir,“ segir Einar. Einn áningarstaða Einars Fagnað yfir kvöldverði Botninn var sleginn í ferðina með kvöldverði ásamt stjórn Krabbameinsfélagsins á Akureyri og svo var honum boðið að gista á Berjaya-hótelinu á Akureyri. Hann bendir á að enn sé hægt að styrkja Krabbameinsfélagið þó að ekki sé lengur hægt að panta heimsend kort. Jólakortið, sem sýnir útlínur Herðubreiðar, er hannað af listakonunni Lindu Guðlaugsdóttur og er það hennar framlag til söfnunarinnar. Á vefsíðu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis eru allar nánari upplýsingar um pöntun á jólakortum. „Þetta eru mörg lítil skref. Þetta er eins og ef maður ætlar að borða fíl þá er það bara einn biti í einu. Það er það sama með skrefin, þá getur maður komist langt,“ segir Einar kaldur og kátur. Einar kominn á Ráðhústorg.
Fjallamennska Jól Múlaþing Akureyri Krabbamein Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira