42 ára gamall sonur Íslendinga í EM-hópi Dana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2023 08:30 Hans Óttar Lindberg er markahæsti leikmaðurinn í sögu þýsku bundesligunnar. Getty/City-Press Íslenski Daninn Hans Óttar Lindberg er á leiðinni á enn eitt stórmótið með danska landsliðinu í handbolta en hann er í EM-hópi Nikolaj Jacobsen sem tilkynntur var í gær. Jacobsen valdi nítján leikmenn í hópinn fyrir Evrópumótið í janúar en sextán leikmenn eru á skýrslu í hverjum leik. Tveir aðrir örvhentir hornamenn eru í hópnum eða þeir Johan Hansen og Niclas Kirkeløkke. Í hópnum eru auðvitað hetjur eins og Niklas Landin, Mikkel Hansen og Mathias Gidsel en danska landsliðið hefur unnið þrenn gullverðlaun og alls fimm verðlaun á síðustu sex stórmótum. Danska liðið hefur hins vegar ekki orðið Evrópumeistari í meira en tíu ár eða síðan liðið vann EM 2012. Það er ljóst á öllu að það eru engir aldursfordómar hjá danska landsliðsþjálfaranum. Lindberg er fæddur árið 1981 og heldur því upp á 43 ára afmælið sitt á næsta ári. Þetta verður nítjánda stórmót Lindberg með danska landsliðinu þar níunda Evrópumótið hans. Lindberg spilar í þýsku deildinni með Füchse Berlin og er nú ellefti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 84 mörk í 15 leikjum. Hann hefur spilað með Füchse frá árinu 2016 í sumar fer hann aftur heim til Danmerkur og spilar með HØJ Elite á næstu leiktíð. Hann sló í vor markamet Suður-Kóreumannsins Yoon Kyung-shin í þýsku bundesligunni og bætir nú við metið í hverjum leik. Á dögunum varð hann sá fyrsti til að skora þrjú þúsund mörk í bestu deild í heimi. Lindberg á íslenska foreldra en hann fékk að velja hvort hann vildi vera skráður sem Íslendingur eða fá löglegt danskt ríkisfang. Foreldrar Hans eru Sigríður Guðjónsdóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði. Faðir hans á þó færeyska foreldra og þaðan er ættarnafnið komið. „Foreldrar mínir þrýstu aldrei á mig og sögðu að ég mætti velja sjálfur. Þau sögðu mér að það væru ýmsir kostir við það að vera Íslendingur, til dæmis að fá bílprófið sautján ára. En ég er Dani og þess vegna valdi ég það. Foreldrar mínir studdu mína ákvörðun," sagði Hans Óttar Lindberg í viðtali við Vísi á sínum tíma. Hann hefur spilað með danska landsliðinu frá 2003 eða í meira en tvo áratugi. Fyrsta stórmót hans var HM í Þýskalandi 2007. Hann hefur orðið bæði heimsmeistari og Evrópumeistari með danska landsliðinu og alls unnið níu stórmótaverðlaun þar af fern gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hans Lindberg er eins og er annar leikjahæstur (289) og fimmti markahæstur (784) í sögu danska landsliðsins. Danski EM-hópurinn: Markmenn Niklas Landin, Aalborg Håndbold Emil Nielsen, FC Barcelona Hornamenn Magnus Landin, THW Kiel Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt Hans Lindberg, Füchse Berlin Johan Hansen, Flensburg-Handewitt Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen Línumenn Magnus Saugstrup, Magdeburg Simon Hald, Aalborg Håndbold Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt Skyttur og leikstjórnendur Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Mads Mensah Larsen, Flensburg-Handewitt Aaron Mensing, GOG Michael Damgaard, Magdeburg Mathias Gidsel, Füchse Berlin Emil Madsen, GOG Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold View this post on Instagram A post shared by LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl) EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira
Jacobsen valdi nítján leikmenn í hópinn fyrir Evrópumótið í janúar en sextán leikmenn eru á skýrslu í hverjum leik. Tveir aðrir örvhentir hornamenn eru í hópnum eða þeir Johan Hansen og Niclas Kirkeløkke. Í hópnum eru auðvitað hetjur eins og Niklas Landin, Mikkel Hansen og Mathias Gidsel en danska landsliðið hefur unnið þrenn gullverðlaun og alls fimm verðlaun á síðustu sex stórmótum. Danska liðið hefur hins vegar ekki orðið Evrópumeistari í meira en tíu ár eða síðan liðið vann EM 2012. Það er ljóst á öllu að það eru engir aldursfordómar hjá danska landsliðsþjálfaranum. Lindberg er fæddur árið 1981 og heldur því upp á 43 ára afmælið sitt á næsta ári. Þetta verður nítjánda stórmót Lindberg með danska landsliðinu þar níunda Evrópumótið hans. Lindberg spilar í þýsku deildinni með Füchse Berlin og er nú ellefti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 84 mörk í 15 leikjum. Hann hefur spilað með Füchse frá árinu 2016 í sumar fer hann aftur heim til Danmerkur og spilar með HØJ Elite á næstu leiktíð. Hann sló í vor markamet Suður-Kóreumannsins Yoon Kyung-shin í þýsku bundesligunni og bætir nú við metið í hverjum leik. Á dögunum varð hann sá fyrsti til að skora þrjú þúsund mörk í bestu deild í heimi. Lindberg á íslenska foreldra en hann fékk að velja hvort hann vildi vera skráður sem Íslendingur eða fá löglegt danskt ríkisfang. Foreldrar Hans eru Sigríður Guðjónsdóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði. Faðir hans á þó færeyska foreldra og þaðan er ættarnafnið komið. „Foreldrar mínir þrýstu aldrei á mig og sögðu að ég mætti velja sjálfur. Þau sögðu mér að það væru ýmsir kostir við það að vera Íslendingur, til dæmis að fá bílprófið sautján ára. En ég er Dani og þess vegna valdi ég það. Foreldrar mínir studdu mína ákvörðun," sagði Hans Óttar Lindberg í viðtali við Vísi á sínum tíma. Hann hefur spilað með danska landsliðinu frá 2003 eða í meira en tvo áratugi. Fyrsta stórmót hans var HM í Þýskalandi 2007. Hann hefur orðið bæði heimsmeistari og Evrópumeistari með danska landsliðinu og alls unnið níu stórmótaverðlaun þar af fern gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hans Lindberg er eins og er annar leikjahæstur (289) og fimmti markahæstur (784) í sögu danska landsliðsins. Danski EM-hópurinn: Markmenn Niklas Landin, Aalborg Håndbold Emil Nielsen, FC Barcelona Hornamenn Magnus Landin, THW Kiel Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt Hans Lindberg, Füchse Berlin Johan Hansen, Flensburg-Handewitt Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen Línumenn Magnus Saugstrup, Magdeburg Simon Hald, Aalborg Håndbold Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt Skyttur og leikstjórnendur Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Mads Mensah Larsen, Flensburg-Handewitt Aaron Mensing, GOG Michael Damgaard, Magdeburg Mathias Gidsel, Füchse Berlin Emil Madsen, GOG Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold View this post on Instagram A post shared by LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl)
Danski EM-hópurinn: Markmenn Niklas Landin, Aalborg Håndbold Emil Nielsen, FC Barcelona Hornamenn Magnus Landin, THW Kiel Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt Hans Lindberg, Füchse Berlin Johan Hansen, Flensburg-Handewitt Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen Línumenn Magnus Saugstrup, Magdeburg Simon Hald, Aalborg Håndbold Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt Skyttur og leikstjórnendur Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Mads Mensah Larsen, Flensburg-Handewitt Aaron Mensing, GOG Michael Damgaard, Magdeburg Mathias Gidsel, Füchse Berlin Emil Madsen, GOG Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold
EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira