„Sorgmædd yfir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2023 19:01 Heimir Snær Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Vísir/Ívar Breiðablik tilkynnti í gær um niðurlögn kvennaliðs félagsins í körfubolta og hefur það því lokið keppni í Subway-deild kvenna. Formaður körfuknattleiksdeildar segir stöðuna sorglega en er þess fullviss að félagið rísi upp á ný. Fjórir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Blika á síðustu dögum. Anna Soffía Lárusdóttir samdi við Hauka í síðasta landsleikjahléi og þær Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Einarsdóttir og Brooklyn Panell fengu samningi sínum rift í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis hafa Haukar sett sig í samband við þær allar þrjár. Aðeins fimm leikmenn standa eftir í meistaraflokkshópi liðsins og tilraunir til að fá aðra leikmenn í staðinn hafa gengið brösuglega. Heimir Snær Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, segir ákvörðun stjórnar ekki langt í frá léttvæga. „Líðanin er ekki góð. Við erum búin að hugsa mikið um þetta og funda mikið. Þó að tilkynningin hafi komið eftir þennan síðasta leik þá vissum við af þessu með þessa þrjá leikmenn sem tilkynntu síðast að þær væru að segja upp samningi. Við erum búin að funda mikið og niðurstaðan er þessi. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og við erum satt að segja sorgmædd yfir þessu,“ segir Heimir og bætir við: „Þetta er niðurstaðan. Við erum bara með of fáa leikmenn. Við reyndum að fá leikmenn til Breiðabliks, stelpur sem voru hættar eða í fyrstu deild. En við fórum ekki að tala við unga leikmenn, við viljum bara að þær séu að þroskast á þeim stöðum sem þær eru. En það gekk ekki eftir.“ Leikmenn með í ákvörðuninni Samráð hafi þá verið haft við bæði leikmenn og þjálfara við ákvörðunina. „Þeir leikmenn sem voru eftir, voru með í þessari ákvörðun. Það var haft fullt samráð við þær sem voru eftir, rætt við þær og þjálfarann. Þannig að niðurstaðan var þessi en okkur þykir hún mjög leiðinleg en mögulega óumflýjanleg.“ Klippa: Erum sorgmædd yfir þessu Það hefur gerst oftar en einu sinni undanfarin ár að kvennalið leggi niður starfsemi eða neiti sæti í efstu deild. Vandamálið einskorðist ekki við Breiðablik. „Það eru mörg lið í vandræðum með að manna æfingahópa. Ég held að það sé vandamál sem hreyfingin þarf að skoða en við í Breiðablik getum bara hugsað um okkur og hvað við ætlum að gera.“ segir Heimir. Vonast til að meistaraflokkur spili aftur eftir tvö ár En hvert er framhald meistaraflokksstarfs Blika? „Án allrar ábyrgðar held ég að það verði ekki á næsta ári en mér finnst það líklegt á þarnæsta ári. Við þurfum svolítið að meta það, að þegar við förum af stað aftur, að stelpurnar okkar séu tilbúnar í það verkefni. Þetta er ekki óskastaða sem við erum í. Niðurstaðan er þessi, sorgleg og leiðinleg, en við munum koma upp aftur.“ segir Heimir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjör: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sjá meira
Fjórir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Blika á síðustu dögum. Anna Soffía Lárusdóttir samdi við Hauka í síðasta landsleikjahléi og þær Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Einarsdóttir og Brooklyn Panell fengu samningi sínum rift í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis hafa Haukar sett sig í samband við þær allar þrjár. Aðeins fimm leikmenn standa eftir í meistaraflokkshópi liðsins og tilraunir til að fá aðra leikmenn í staðinn hafa gengið brösuglega. Heimir Snær Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, segir ákvörðun stjórnar ekki langt í frá léttvæga. „Líðanin er ekki góð. Við erum búin að hugsa mikið um þetta og funda mikið. Þó að tilkynningin hafi komið eftir þennan síðasta leik þá vissum við af þessu með þessa þrjá leikmenn sem tilkynntu síðast að þær væru að segja upp samningi. Við erum búin að funda mikið og niðurstaðan er þessi. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og við erum satt að segja sorgmædd yfir þessu,“ segir Heimir og bætir við: „Þetta er niðurstaðan. Við erum bara með of fáa leikmenn. Við reyndum að fá leikmenn til Breiðabliks, stelpur sem voru hættar eða í fyrstu deild. En við fórum ekki að tala við unga leikmenn, við viljum bara að þær séu að þroskast á þeim stöðum sem þær eru. En það gekk ekki eftir.“ Leikmenn með í ákvörðuninni Samráð hafi þá verið haft við bæði leikmenn og þjálfara við ákvörðunina. „Þeir leikmenn sem voru eftir, voru með í þessari ákvörðun. Það var haft fullt samráð við þær sem voru eftir, rætt við þær og þjálfarann. Þannig að niðurstaðan var þessi en okkur þykir hún mjög leiðinleg en mögulega óumflýjanleg.“ Klippa: Erum sorgmædd yfir þessu Það hefur gerst oftar en einu sinni undanfarin ár að kvennalið leggi niður starfsemi eða neiti sæti í efstu deild. Vandamálið einskorðist ekki við Breiðablik. „Það eru mörg lið í vandræðum með að manna æfingahópa. Ég held að það sé vandamál sem hreyfingin þarf að skoða en við í Breiðablik getum bara hugsað um okkur og hvað við ætlum að gera.“ segir Heimir. Vonast til að meistaraflokkur spili aftur eftir tvö ár En hvert er framhald meistaraflokksstarfs Blika? „Án allrar ábyrgðar held ég að það verði ekki á næsta ári en mér finnst það líklegt á þarnæsta ári. Við þurfum svolítið að meta það, að þegar við förum af stað aftur, að stelpurnar okkar séu tilbúnar í það verkefni. Þetta er ekki óskastaða sem við erum í. Niðurstaðan er þessi, sorgleg og leiðinleg, en við munum koma upp aftur.“ segir Heimir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjör: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sjá meira