Túristar grétu og hoppuðu af einskærri gleði Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2023 01:47 Páll var með níu manna hóp frá Bretlandi í Norðurljósaferð þegar jörðin rifnaði fyrir augum þeirra. Ferðamennirnir hoppu og grétu af einskærri gleði. Páll Viggósson leiðsögumaður var með hóp af túristum í norðurljósaferð og sá þegar gosið hófst. Níu manna fjölskylda frá Bretlandi fékk sannarlega sitthvað fyrir peninginn. Páll var staddur á Vatnsleysustrandarvegi við Kálfatjarnarkirkju með sjö manna hóp, á Sprinter-rútu á vegum Reykjavík Outventures þegar hann sá gosið hefjast. Páll hringdi í beina útsendingu á Bylgjunni og sagði frá þessu, en fréttamaður tók hann frekara tali. „Við vorum búin að fá þessi fínu Norðurljós, allir búnir að taka myndir og vorum að halda af stað heim þegar við tókum eftir óvenjulegum rauðum bjarma í átt að Grindavík. Maður hefur oft bölvað ljósmenguninni frá Bláa ljóninu og Svartsengi þegar maður er að taka norðurljósamyndir en þetta var óvenju mikið,“ segir Páll og lýsir því hvernig þetta atvikaðist. „Þannig að við kláruðum bara auðvitað túrinn með því að klára Vatnsleysustrandarveginn og stoppuðum augnablik við Vogaafleggjarann og tókum nokkrar myndir í viðbót,“ segir Páll. Bílar stopp á miðri Reykjanesbraut Hann segir túristana sína hafi verið afar sátta. Vægt sé til orða tekið. „Já, þeir voru mjög sáttir. Að fá tvennt út af „bökkettlistanum“ í einum og sama túrnum: Sjá norðurljós og eldgos.“ Frá lokunarpóstinum við Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur gefið það út að þetta sé ekki túristagos. En þeir túristar sem Páll var með í rútu sinni voru ekki að hugsa um það. „Nei. Mín fyrsta hugsun var hvaða leið er styðst í burtu. Því ekki vildi ég leggja rútuna og fólkið í hættu. Því blöskraði mér að sjá traffíkina í vesturátt,“ segir Páll. Hann segir að bílarnir hafi verið á leið vestur og þeir hafi lagt út í vegakanti og jafnvel úti á miðri götu og lokuðu veginum á tímabili. „Já, en maður leggur nú kannski ekki á miðri Reykjanesbrautinni og fer út til að taka myndir,“ segir Páll. Ferðamennirnir misstu það Þegar Páll er beðinn um að lýsa því nánar hvað bar fyrir augu segir hann: „Þetta byrjaði með ljósrauðum loga á himninum og svo sá maður allt spretta upp og jörðina rifna.“ En hver voru viðbrögð túristanna? „Ég var með níu manna fjölskyldu frá Bretlandi á aldrinum þrettán og upp í áttatíu ára. Og þau bæði hoppuðu og grétu á sama tíma. Af gleði og ánægju. Þau misstu það. Og þau knúsuðu mig í bak og fyrir þegar ég skilaði þeim af mér á hótel við Hlemm.“ Páll segist ekki hafa orðið var við neinar drunur áður en gosið hófst og sjálftahrinan fór alveg fram hjá honum. „Ég fór beint inn á Vísi og sá þá að skjálftahrinan hafði aukist. En við urðum ekkert vör við það. Þeir grétu og hoppuðu af gleði á sama tíma, þau bara misstu það og föðmuðu afann og ömmuna sem þau höfðu boðið með sér til Íslands.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Páll var staddur á Vatnsleysustrandarvegi við Kálfatjarnarkirkju með sjö manna hóp, á Sprinter-rútu á vegum Reykjavík Outventures þegar hann sá gosið hefjast. Páll hringdi í beina útsendingu á Bylgjunni og sagði frá þessu, en fréttamaður tók hann frekara tali. „Við vorum búin að fá þessi fínu Norðurljós, allir búnir að taka myndir og vorum að halda af stað heim þegar við tókum eftir óvenjulegum rauðum bjarma í átt að Grindavík. Maður hefur oft bölvað ljósmenguninni frá Bláa ljóninu og Svartsengi þegar maður er að taka norðurljósamyndir en þetta var óvenju mikið,“ segir Páll og lýsir því hvernig þetta atvikaðist. „Þannig að við kláruðum bara auðvitað túrinn með því að klára Vatnsleysustrandarveginn og stoppuðum augnablik við Vogaafleggjarann og tókum nokkrar myndir í viðbót,“ segir Páll. Bílar stopp á miðri Reykjanesbraut Hann segir túristana sína hafi verið afar sátta. Vægt sé til orða tekið. „Já, þeir voru mjög sáttir. Að fá tvennt út af „bökkettlistanum“ í einum og sama túrnum: Sjá norðurljós og eldgos.“ Frá lokunarpóstinum við Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur gefið það út að þetta sé ekki túristagos. En þeir túristar sem Páll var með í rútu sinni voru ekki að hugsa um það. „Nei. Mín fyrsta hugsun var hvaða leið er styðst í burtu. Því ekki vildi ég leggja rútuna og fólkið í hættu. Því blöskraði mér að sjá traffíkina í vesturátt,“ segir Páll. Hann segir að bílarnir hafi verið á leið vestur og þeir hafi lagt út í vegakanti og jafnvel úti á miðri götu og lokuðu veginum á tímabili. „Já, en maður leggur nú kannski ekki á miðri Reykjanesbrautinni og fer út til að taka myndir,“ segir Páll. Ferðamennirnir misstu það Þegar Páll er beðinn um að lýsa því nánar hvað bar fyrir augu segir hann: „Þetta byrjaði með ljósrauðum loga á himninum og svo sá maður allt spretta upp og jörðina rifna.“ En hver voru viðbrögð túristanna? „Ég var með níu manna fjölskyldu frá Bretlandi á aldrinum þrettán og upp í áttatíu ára. Og þau bæði hoppuðu og grétu á sama tíma. Af gleði og ánægju. Þau misstu það. Og þau knúsuðu mig í bak og fyrir þegar ég skilaði þeim af mér á hótel við Hlemm.“ Páll segist ekki hafa orðið var við neinar drunur áður en gosið hófst og sjálftahrinan fór alveg fram hjá honum. „Ég fór beint inn á Vísi og sá þá að skjálftahrinan hafði aukist. En við urðum ekkert vör við það. Þeir grétu og hoppuðu af gleði á sama tíma, þau bara misstu það og föðmuðu afann og ömmuna sem þau höfðu boðið með sér til Íslands.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira