Í áfalli og ósofin: Fóru með verðmæti til Grindavíkur í gær Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. desember 2023 11:36 Inga Marín er búsett í Grindavík ásamt eiginmanni sínum og börnum. Samsett mynd Íbúi í Grindavík segir fréttir gærkvöldisins hafa verið mikið áfall þrátt fyrir að eldgosinu fylgi einnig léttir. Fjölskyldan hafi farið í gær með verðmæti aftur til Grindavíkur í kjölfar ummæla lögreglustjórans á Suðurnesjum um að hann teldi líklegt að Grindvíkingar gætu haldið jól heima. Þau séu nú í áfalli og ósofin. Inga Marín, íbúi í Grindavík, segir það hafa verið mikið áfall þegar eldgosið hófst í gærkvöldi. „Maður er náttúrulega bara í sjokki en á sama tíma er þetta smá léttir að það skuli vera byrjað að gjósa,“ segir Inga og bætir við að gosinu fylgi miklar tilfinningar. Fæstir hafi ætlað að halda jól í Grindavík Fjölskyldan er á leið til Kanaríeyja á morgun til að halda jól og voru því ekki með væntingar um að halda jól heima í Grindavík líkt og sumir. „Ég held að fæstir hafi verið það, allavega ekki barnafólk. Mér skilst á flestum að þeir hafi ætlað að halda jólin þar sem þeir eru,“ segir Inga. Inga og fjölskylda hennar fréttu af eldgosinu á Facebook í gærkvöldi og segir hún fréttaflutning ekki hafa verið góðan sökum þess hve seint upplýsingar bárust. „RÚV var meira að segja með Silfur Egils í gangi, slökkti ekki á því. Það eru mjög margir ósáttir við það.“ Inga segir upplýsingar ekki hafa borist nægilega hratt miðað við allt sem á undan hafi gengið. Fóru með verðmæti aftur heim í gær Þá hafi fjölskyldan farið til baka með verðmæti, meðal annars sérútbúinn jeppa, til Grindavíkur síðdegis í gær vegna yfirlýsinga lögreglustjórans á Suðurnesjum upp úr hádegi í gær um að líklegt væri að Grindvíkingar gætu haldið jól í bænum. „Það eru mjög mikil verðmæti í þessu, bara bíllinn er um tíu milljónir,“ segir Inga. Fjölskyldan hafi talið skynsamlegra að geyma vinnutengd verkfæri og jeppann inni, í Grindavík, í stað þess að geyma þetta í bílnum úti í Reykjavík yfir jólin. „Við erum í áfalli og við erum ekkert búin að sofa í nótt,“ segir hún. Þrátt fyrir allt eru Inga og fjölskylda bjartsýn og hlakka til að flytja aftur heim til Grindavíkur. „Grindvíkingar eru svo samheldið fólk og þetta þjappar okkur enn meira saman,“ segir Inga og bætir við: „Þessi bær var sterkur og samheldinn en hann er miklu sterkari núna.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið hefur ekki áhrif á flug Icelandair Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi hefur ekki áhrif á flugáætlun Icelandair eins og staðan er nú. 19. desember 2023 10:13 Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Inga Marín, íbúi í Grindavík, segir það hafa verið mikið áfall þegar eldgosið hófst í gærkvöldi. „Maður er náttúrulega bara í sjokki en á sama tíma er þetta smá léttir að það skuli vera byrjað að gjósa,“ segir Inga og bætir við að gosinu fylgi miklar tilfinningar. Fæstir hafi ætlað að halda jól í Grindavík Fjölskyldan er á leið til Kanaríeyja á morgun til að halda jól og voru því ekki með væntingar um að halda jól heima í Grindavík líkt og sumir. „Ég held að fæstir hafi verið það, allavega ekki barnafólk. Mér skilst á flestum að þeir hafi ætlað að halda jólin þar sem þeir eru,“ segir Inga. Inga og fjölskylda hennar fréttu af eldgosinu á Facebook í gærkvöldi og segir hún fréttaflutning ekki hafa verið góðan sökum þess hve seint upplýsingar bárust. „RÚV var meira að segja með Silfur Egils í gangi, slökkti ekki á því. Það eru mjög margir ósáttir við það.“ Inga segir upplýsingar ekki hafa borist nægilega hratt miðað við allt sem á undan hafi gengið. Fóru með verðmæti aftur heim í gær Þá hafi fjölskyldan farið til baka með verðmæti, meðal annars sérútbúinn jeppa, til Grindavíkur síðdegis í gær vegna yfirlýsinga lögreglustjórans á Suðurnesjum upp úr hádegi í gær um að líklegt væri að Grindvíkingar gætu haldið jól í bænum. „Það eru mjög mikil verðmæti í þessu, bara bíllinn er um tíu milljónir,“ segir Inga. Fjölskyldan hafi talið skynsamlegra að geyma vinnutengd verkfæri og jeppann inni, í Grindavík, í stað þess að geyma þetta í bílnum úti í Reykjavík yfir jólin. „Við erum í áfalli og við erum ekkert búin að sofa í nótt,“ segir hún. Þrátt fyrir allt eru Inga og fjölskylda bjartsýn og hlakka til að flytja aftur heim til Grindavíkur. „Grindvíkingar eru svo samheldið fólk og þetta þjappar okkur enn meira saman,“ segir Inga og bætir við: „Þessi bær var sterkur og samheldinn en hann er miklu sterkari núna.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið hefur ekki áhrif á flug Icelandair Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi hefur ekki áhrif á flugáætlun Icelandair eins og staðan er nú. 19. desember 2023 10:13 Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Eldgosið hefur ekki áhrif á flug Icelandair Eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi hefur ekki áhrif á flugáætlun Icelandair eins og staðan er nú. 19. desember 2023 10:13
Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27