Már og Sonja sköruðu fram úr í ár Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2023 16:27 Sonja Sigurðardóttir og Már Gunnarsson eru íþróttafólk ársins hjá ÍF. ÍF Sundfólkið Már Gunnarsson og Sonja Sigurðardóttir var í dag útnefnt íþróttamaður og íþróttakona Íþróttasambands fatlaðra árið 2023. Jafnframt hlaut Karen Ásta Friðjónsdóttir Hvataverðlaun ÍF sem veitt eru þeim sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra á árinu. Þetta er í fjórða sinn sem að Sonja er útnefnd íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra, og í þriðja sinn sem að Már er valinn íþróttamaður ársins. Þau áttu bæði frábæra frammistöðu á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Manchester á þessu ári, og eru eins og staðan er í dag á leiðinni á Ólympíumót fatlaðra (e. Paralympics) í París á næsta ári. Sonja Sigurðardóttir var valin íþróttakona ársins hjá ÍF árin 2008, 2009 og 2016.ÍF Bæði framarlega á HM í Manchester Sonja synti til úrslita í fjórum greinum á HM og náði þar frábærum árangri þegar hún hafnaði í 5. sæti í 50m baksundi. Þá varð hún sjötta í 200m skriðsundi, sjöunda í 100m skriðsundi og sjöunda í 50m skriðsundi. Sonja er núna í árslok í 6. sæti heimslistans í 50m baksundi. Sonja setti alls 18 Íslandsmet á árinu en þetta árið keppti hún í flokki S3 þar sem hún fékk flokkun úr flokki S4 í S3. Már Gunnarsson fékk nafnbótina einnig árið 2019 og 2021.ÍF Már er einn af fremstu baksundsmönnum heims og hafnaði í 6. sæti í 100m baksundi á HM. Már synti þá á tímanum 1:10.72 mín. sem er steinsnar frá Íslandsmeti hans sem er 1.10.36 mín. og stendur því enn frá Paralympics í Tókýó 2021. Már er núna í árslok í 8. sæti heimslistans yfir bestu tíma ársins í 100m baksundi í flokki S11. Bæði Már og Sonja hafa náð lágmörkum fyrir leikana í París en á Paralympics þýða lágmörk ekki það sama og að komast inn. Að svo stöddu hafa verðlaunahafar á síðasta heimsmeistaramóti eingöngu fengið keppnisrétt í París en í febrúar skýrist frekar hverjir hljóta boðið en þá er staða á heimslista og árangur m.a. tekið til skoðunar og sætum úthlutað. Karen Ásta Friðjónsdóttir hlaut Hvataverðlaunin í ár.vísir/Sigurjón Karen Ásta Friðjónsdóttir hlaut eins og fyrr segir Hvataverðlaunin. Í umsögn segir að hún sé ein af mikilvægustu liðsmönnum Special Olympcis á Íslandi og hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hún hafi tekið að sér fjölmörg verkefni í sjálfboðavinnu og alltaf verið boðin og búin til aðstoðar, sama hvert umfang verkefnanna sé. Sund Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Jafnframt hlaut Karen Ásta Friðjónsdóttir Hvataverðlaun ÍF sem veitt eru þeim sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra á árinu. Þetta er í fjórða sinn sem að Sonja er útnefnd íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra, og í þriðja sinn sem að Már er valinn íþróttamaður ársins. Þau áttu bæði frábæra frammistöðu á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Manchester á þessu ári, og eru eins og staðan er í dag á leiðinni á Ólympíumót fatlaðra (e. Paralympics) í París á næsta ári. Sonja Sigurðardóttir var valin íþróttakona ársins hjá ÍF árin 2008, 2009 og 2016.ÍF Bæði framarlega á HM í Manchester Sonja synti til úrslita í fjórum greinum á HM og náði þar frábærum árangri þegar hún hafnaði í 5. sæti í 50m baksundi. Þá varð hún sjötta í 200m skriðsundi, sjöunda í 100m skriðsundi og sjöunda í 50m skriðsundi. Sonja er núna í árslok í 6. sæti heimslistans í 50m baksundi. Sonja setti alls 18 Íslandsmet á árinu en þetta árið keppti hún í flokki S3 þar sem hún fékk flokkun úr flokki S4 í S3. Már Gunnarsson fékk nafnbótina einnig árið 2019 og 2021.ÍF Már er einn af fremstu baksundsmönnum heims og hafnaði í 6. sæti í 100m baksundi á HM. Már synti þá á tímanum 1:10.72 mín. sem er steinsnar frá Íslandsmeti hans sem er 1.10.36 mín. og stendur því enn frá Paralympics í Tókýó 2021. Már er núna í árslok í 8. sæti heimslistans yfir bestu tíma ársins í 100m baksundi í flokki S11. Bæði Már og Sonja hafa náð lágmörkum fyrir leikana í París en á Paralympics þýða lágmörk ekki það sama og að komast inn. Að svo stöddu hafa verðlaunahafar á síðasta heimsmeistaramóti eingöngu fengið keppnisrétt í París en í febrúar skýrist frekar hverjir hljóta boðið en þá er staða á heimslista og árangur m.a. tekið til skoðunar og sætum úthlutað. Karen Ásta Friðjónsdóttir hlaut Hvataverðlaunin í ár.vísir/Sigurjón Karen Ásta Friðjónsdóttir hlaut eins og fyrr segir Hvataverðlaunin. Í umsögn segir að hún sé ein af mikilvægustu liðsmönnum Special Olympcis á Íslandi og hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hún hafi tekið að sér fjölmörg verkefni í sjálfboðavinnu og alltaf verið boðin og búin til aðstoðar, sama hvert umfang verkefnanna sé.
Sund Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira