Óeining innan stjórnkerfisins varðandi vopnahlésályktun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2023 08:26 Kirby sagði í gær að enn væri unnið að texta ályktunarinnar. Hún verður mögulega tekin til atkvæðagreiðslu í dag. AP/Andrew Harnik Atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna var frestað í annað sinn í gær. Enn er unnið að því að haga textanum þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá. Drög ályktunarinnar voru lögð fram af Sameinuðu arabísku furstadæmunum en unnið hefur verið að því síðustu daga að haga orðalaginu þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá, frekar en að beita neitunarvaldi sínu. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um ályktunina á mánudag og svo í gær en erlendir miðlar segja ósætti innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum orsök þess að málið hefur ekki enn verið tekið fyrir. Orðalag ályktunarinnar var upphaflega þannig að kallað var eftir því að látið yrði af átökum á Gasa en því var síðar breytt á þann veg að kallað væri eftir mannúðarhléi og skrefum til að binda enda á átökin. Sendinefnd Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar var sögð hafa verið sátt við síðarnefnda orðalagið en babb komið í bátinn þegar málið var borið undir Hvíta húsið, sem er sagt vera afdráttarlausara í stuðningi sínum við Ísrael en utanríkisráðuneytið. Innan Hvíta hússins eru menn sagðir hafa verið mótfallnir því að talað væri um endalok átaka yfir höfuð og efasemda um ákvæði þar sem fjallað er um eftirlit Sameinuðu þjóðanna með neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa, án þess að minnst væri á rétt Ísrael til að hafa eftirlit með gögnum sem færu um ríkið. Þá var því mótmælt að árásir Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn væru ekki fordæmdar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að vinna við textann stæði enn yfir en það væri afar mikilvægt að ekkert væri dregið undan hvað varðaði voðaverk Hamas né rétt Ísrael til að grípa til varna. Þá væri mikilvægt að heimsbyggðin áttaði sig á því hvað væri í húfi. Æðsti pólitíski leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, sem hefur aðsetur í Katar, mun ferðast til Egyptalands í dag til að eiga viðræður um annað samkomulag um vopnahlé gegn lausn gísla. Isaac Herzog, forseti Ísrael, hefur staðfest að Ísraelsmenn séu áhugasamir um nýtt samkomulag. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Drög ályktunarinnar voru lögð fram af Sameinuðu arabísku furstadæmunum en unnið hefur verið að því síðustu daga að haga orðalaginu þannig að Bandaríkjamenn geti setið hjá, frekar en að beita neitunarvaldi sínu. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um ályktunina á mánudag og svo í gær en erlendir miðlar segja ósætti innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum orsök þess að málið hefur ekki enn verið tekið fyrir. Orðalag ályktunarinnar var upphaflega þannig að kallað var eftir því að látið yrði af átökum á Gasa en því var síðar breytt á þann veg að kallað væri eftir mannúðarhléi og skrefum til að binda enda á átökin. Sendinefnd Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar var sögð hafa verið sátt við síðarnefnda orðalagið en babb komið í bátinn þegar málið var borið undir Hvíta húsið, sem er sagt vera afdráttarlausara í stuðningi sínum við Ísrael en utanríkisráðuneytið. Innan Hvíta hússins eru menn sagðir hafa verið mótfallnir því að talað væri um endalok átaka yfir höfuð og efasemda um ákvæði þar sem fjallað er um eftirlit Sameinuðu þjóðanna með neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa, án þess að minnst væri á rétt Ísrael til að hafa eftirlit með gögnum sem færu um ríkið. Þá var því mótmælt að árásir Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn væru ekki fordæmdar. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að vinna við textann stæði enn yfir en það væri afar mikilvægt að ekkert væri dregið undan hvað varðaði voðaverk Hamas né rétt Ísrael til að grípa til varna. Þá væri mikilvægt að heimsbyggðin áttaði sig á því hvað væri í húfi. Æðsti pólitíski leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, sem hefur aðsetur í Katar, mun ferðast til Egyptalands í dag til að eiga viðræður um annað samkomulag um vopnahlé gegn lausn gísla. Isaac Herzog, forseti Ísrael, hefur staðfest að Ísraelsmenn séu áhugasamir um nýtt samkomulag.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira