Svæðið einkennist af miklu fjalllendi og hefur það komið niður á björgunarstarfi. Búið er að bjarga 78 manns úr rústum í Gansu en leitaraðgerðum var hætt í gærkvöldi. Óljóst er hvort enn sé leitað í Qinghai.
Reuters segir minnst 131 látinn, 980 slasaða og sextán saknað eftir jarðskjálftann. Björgunarsveitir segja kuldann á svæðinu hættulegur fólki sem er á vergangi.
Embættismenn í Gansu segja rúmlega 207 þúsund heimili í héraðinu hafa orðið fyrir miklum skemmdum í jarðskjálftanum og þar af hrundu nærri því fimmtán þúsund hús. CGTN, fjölmiðill í eigu yfirvalda í Kína, segir allt að áttatíu prósent húsa í einum bæ í Gansu hafa skemmst í jarðskjálftanum.
Enn er hætta á stórum eftirskjálftum svo fólk þorir ekki inn í mikið skemmd hús.

Margir hafa haldið til á opnum svæðum og brennt það sem hægt er til að halda á sér hita. Fólk hefur einnig leitað í bíla eða tjöld sem send hafa verið á svæðið.
Jarðskjálftar eru nokkuð algengir á þessu svæði í Kína og Tíbet en árið 2008 dóu nærri því sjötíu þúsund manns í Sichuan-héraði í Vesturhluta Kína. Þá dóu tæplega 2.700 manns í jarðskjálfta í Qinghai árið 2010. Í kjölfar þess að skólar og aðrar byggingar og leiddi það til átaks í að byggja hús sem eiga að standa betur af sér jarðskjálfta.