Guðrún Brá missti keppnisréttinn sinn á Evrópumótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2023 15:30 Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur verið að keppa á Evrópumótaröðinni undanfarin þrjú ár. Getty/Charles McQuillan Íslensku kylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir hafa báðar lokið keppni á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Þær voru báðar með lokaúrtökumótinu sem fór fram 16. til 20. desember en keppt var á á Al Maaden og Royal Golf völlunum í Marrakech í Marokkó. Þar kepptu 156 kylfingar um keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Guðrún Brá lék á 298 höggum (+8) á fyrstu fjórum keppnisdögunum (77-75-73-73) og endaði hún í 104. sæti. Ragnhildur lék á 304 höggum (+14) (76-76-77-75) og endaði hún í 130. sæti. Þær komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða hringinn sem var +1 samtals. Ragnhildur og Guðrún Brá höfðu áður farið báðar í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina, sem fór líka fram í Marókkó en þar tóku 220 keppendur þátt. Guðrún Brá hefur verið með keppnisrétt á Evrópumótaröð atvinnukylfinga undanfarin þrjú ár en þrefaldi Íslandsmeistarinn í golfi náði ekki að halda keppnisrétti sínum á síðasta tímabili. Keiliskonan lék á lokaúrtökumótinu í fyrra og endaði þar í 42. sæti sem gaf henni takmarkaðan keppnisrétt á LET á síðasta tímabili. Nú hefur hún aftur á móti endanlega misst keppnisréttinn sinn á Evrópumótaröðinni. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Guðrún Brá og Ragnhildur eru aftur á móti báðar með keppnisrétt á LET Access atvinnumótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Golf Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Þær voru báðar með lokaúrtökumótinu sem fór fram 16. til 20. desember en keppt var á á Al Maaden og Royal Golf völlunum í Marrakech í Marokkó. Þar kepptu 156 kylfingar um keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Guðrún Brá lék á 298 höggum (+8) á fyrstu fjórum keppnisdögunum (77-75-73-73) og endaði hún í 104. sæti. Ragnhildur lék á 304 höggum (+14) (76-76-77-75) og endaði hún í 130. sæti. Þær komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða hringinn sem var +1 samtals. Ragnhildur og Guðrún Brá höfðu áður farið báðar í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina, sem fór líka fram í Marókkó en þar tóku 220 keppendur þátt. Guðrún Brá hefur verið með keppnisrétt á Evrópumótaröð atvinnukylfinga undanfarin þrjú ár en þrefaldi Íslandsmeistarinn í golfi náði ekki að halda keppnisrétti sínum á síðasta tímabili. Keiliskonan lék á lokaúrtökumótinu í fyrra og endaði þar í 42. sæti sem gaf henni takmarkaðan keppnisrétt á LET á síðasta tímabili. Nú hefur hún aftur á móti endanlega misst keppnisréttinn sinn á Evrópumótaröðinni. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Guðrún Brá og Ragnhildur eru aftur á móti báðar með keppnisrétt á LET Access atvinnumótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Golf Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira