Dæmdur fyrir smygl á tvö þúsund töflum Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 08:05 Maðurinn hafði falið efnin í farangri og í pakkningum innan klæða. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals um tvö þúsund töflum af Oxycontin og fleiri lyfseðilsskyldum efnum til landsins með flugi í febrúar síðastliðnum. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, en hann kom til landsins með flugi til Keflavíkurflugvallar 20. febrúar 2023. Hann hafði falið efnin í tveimur pakkningum í farangri og svo tveimur pakkningum innan klæða. Maðurinn játaði brot sitt án undandráttar. Um var að ræða 475 töflur af Oxycontin (80 mg), 207 töflur af Mdikinet (60 mg), 966 töflur af Alprazolam Krka, 148 töflur af Stesolid og 174 töflur af Stilnoct sem ætluð voru til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Oxycontin er verkjalyf, Medikinet örvandi lyf skylt amfetamíni, Stesolid og Alprazolam Krka róandi og kvíðastillandi lyf og Stilnoct svefnlyf. Í dómnum er meðal annars vísað til bréfs frá embætti landlæknis þar sem farið er yfir skaðsemi Oxycontin og andlát þeim tengdum. Fram kemur að magn efnanna sem maðurinn hafi flutt til landsins hafi verið umtalsvert og að um hafi verið að ræða hættuleg efni til söludreifingar. „Af rannsóknargögnum málsins verður ekki séð að ákærði hafi verið eigandi fíkniefnanna eða skipuleggjandi innflutningsins en hefur hann samþykkt að flytja efnin til landsins. Aðkoma hans er þó ómissandi liður í því ferli að koma efnunum í dreifingu hér á landi.“ Dómari taldi að sakaferill mannsins hefði ekki teljandi þýðingu við ákvörðun refsingar í málinu sem var talin hæfileg fimmtán mánaða fangelsi. Var ekki alið efni til þess að skilorðsbinda refsinguna líkt og verjandi í málinu hafði krafist. Manninum var jafnframt gert að greiða tæplega 700 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, en hann kom til landsins með flugi til Keflavíkurflugvallar 20. febrúar 2023. Hann hafði falið efnin í tveimur pakkningum í farangri og svo tveimur pakkningum innan klæða. Maðurinn játaði brot sitt án undandráttar. Um var að ræða 475 töflur af Oxycontin (80 mg), 207 töflur af Mdikinet (60 mg), 966 töflur af Alprazolam Krka, 148 töflur af Stesolid og 174 töflur af Stilnoct sem ætluð voru til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Oxycontin er verkjalyf, Medikinet örvandi lyf skylt amfetamíni, Stesolid og Alprazolam Krka róandi og kvíðastillandi lyf og Stilnoct svefnlyf. Í dómnum er meðal annars vísað til bréfs frá embætti landlæknis þar sem farið er yfir skaðsemi Oxycontin og andlát þeim tengdum. Fram kemur að magn efnanna sem maðurinn hafi flutt til landsins hafi verið umtalsvert og að um hafi verið að ræða hættuleg efni til söludreifingar. „Af rannsóknargögnum málsins verður ekki séð að ákærði hafi verið eigandi fíkniefnanna eða skipuleggjandi innflutningsins en hefur hann samþykkt að flytja efnin til landsins. Aðkoma hans er þó ómissandi liður í því ferli að koma efnunum í dreifingu hér á landi.“ Dómari taldi að sakaferill mannsins hefði ekki teljandi þýðingu við ákvörðun refsingar í málinu sem var talin hæfileg fimmtán mánaða fangelsi. Var ekki alið efni til þess að skilorðsbinda refsinguna líkt og verjandi í málinu hafði krafist. Manninum var jafnframt gert að greiða tæplega 700 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira