Þetta kemur fram á vef Strætó. Þar segir að ákvörðunin um breytingar hafi verið tekin af stjórn félagsins og samþykkt eigendafundi Strætó sem haldinn var 16. október síðastliðinn.
Litið hafi verið til rekstrarstöðu Strætó við ákvörðunina en uppsöfnuð áhrif vegna heimsfaraldurs Covids gætir enn í rekstrinum. Verðhækkunum sé einnig ætlað að mæta almennum kostnaðarverðshækkunum hjá Strætó sem og hærri launakostnaði og draga úr þörf á frekari hagræðingu í leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Gjaldskrárbreytingarnar taka til þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en engar breytingar verða á gjaldskrá á landsbyggðinni. Ný gjaldskrá tekur gildi mánudaginn 8. janúar 2024.