Halda sig innandyra eftir mannskæða skotárás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. desember 2023 18:15 Hörpu er afar brugðið við fréttir af mannskæðri skotárás í hjarta Prag. Þar hefur henni hingað til fundist hún mjög örugg. EPA/Aðsend Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag. Harpa Hjartardóttir, 25 ára meistaranemi við kvikmyndaskólann FAMU í Prag, ætlaði varla að trúa því þegar henni bárust fréttir um að vinur hennar og skólabróðir væri lokaður inni í skólanum vegna yfirstandandi skotárásar. Skóli Hörpu er í um tíu mínútna göngufjarlægð við Karls-háskólann og skólayfirvöld í FAMU ákváðu um leið að læsa öllum skólastofum – og nemendur inni - af öryggisástæðum þar til meira væri vitað um árásina. Það sama var gert í Karls-háskólanum og var hann að lokum rýmdur þegar hættan var talin vera liðin hjá. Viðbúnaður í gamla hluta borgarinnar er gríðarlegur og búið er að girða af stórt svæði allt í kringum háskólann, sem vanalega iðar allt af lífi enda vinsæll ferðamannastaður. Harpa segir það hafa verið mikið áfall að heyra af árásinni og af því að skólafélagar hennar væru lokaðir inni í skólanum vegna skotárásar. „Við héldum fyrst að þetta væri bara djók, við ætluðum ekki að trúa þessu,“ segir Harpa. Á vef Reuters segir að byssuárásir séu ekki algengar í Tékklandi. Harpa tekur undir þetta. „Nei, ég hef aldrei heyrt um slíkt hérna og Prag er rosalega örugg borg og eina af öruggustu borgum í Evrópu og ég get bara sagt það, mér finnst ég bara mjög örugg hérna og það var bara mjög skrítið að frétta af þessu.“ Andrúmsloftið í borginni sé afar skrítið þessa klukkutímana. Hún ætlar að halda sig innandyra í kvöld. „Þetta er sjokk. Við erum bara öll á stúdentagörðunum núna og ætlum að halda okkur inni. Það er bara best að vera öll saman.“ Tékkland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21. desember 2023 18:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Harpa Hjartardóttir, 25 ára meistaranemi við kvikmyndaskólann FAMU í Prag, ætlaði varla að trúa því þegar henni bárust fréttir um að vinur hennar og skólabróðir væri lokaður inni í skólanum vegna yfirstandandi skotárásar. Skóli Hörpu er í um tíu mínútna göngufjarlægð við Karls-háskólann og skólayfirvöld í FAMU ákváðu um leið að læsa öllum skólastofum – og nemendur inni - af öryggisástæðum þar til meira væri vitað um árásina. Það sama var gert í Karls-háskólanum og var hann að lokum rýmdur þegar hættan var talin vera liðin hjá. Viðbúnaður í gamla hluta borgarinnar er gríðarlegur og búið er að girða af stórt svæði allt í kringum háskólann, sem vanalega iðar allt af lífi enda vinsæll ferðamannastaður. Harpa segir það hafa verið mikið áfall að heyra af árásinni og af því að skólafélagar hennar væru lokaðir inni í skólanum vegna skotárásar. „Við héldum fyrst að þetta væri bara djók, við ætluðum ekki að trúa þessu,“ segir Harpa. Á vef Reuters segir að byssuárásir séu ekki algengar í Tékklandi. Harpa tekur undir þetta. „Nei, ég hef aldrei heyrt um slíkt hérna og Prag er rosalega örugg borg og eina af öruggustu borgum í Evrópu og ég get bara sagt það, mér finnst ég bara mjög örugg hérna og það var bara mjög skrítið að frétta af þessu.“ Andrúmsloftið í borginni sé afar skrítið þessa klukkutímana. Hún ætlar að halda sig innandyra í kvöld. „Þetta er sjokk. Við erum bara öll á stúdentagörðunum núna og ætlum að halda okkur inni. Það er bara best að vera öll saman.“
Tékkland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21. desember 2023 18:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Fimmtán látnir eftir skotárás í Prag Fimmtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás við háskóla í Prag að sögn stjórnvalda í Tékklandi. Skotárásarmaðurinn er 24 ára nemandi við skólann. 21. desember 2023 15:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum. 21. desember 2023 18:00