Sjá til hve margir koma fram undir nafni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2023 15:01 Einar Þór var tilnefndur fyrir handrit ársins á Eddunni í fyrra. Tilnefningin var vegna handritsins að Korter yfir sjö sem fjallaði um verkfallið 1955 í Reykjavík. Eddan Heimildarmyndagerðarmaður segir umræða um forsjár- og umgengnismál fasta í kynjafræðivinkli hér á landi. Heimildarmynd er í fjármögnun en ekki tímabært að greina frá því hverjir standi að baki myndinni enda sé umfjöllunarefnið sérstaklega viðkvæmt. Klemma - Heimildarmynd um foreldraútilokun og forsjár- og umgengnismál á Íslandi er komin í fjármögnunarferli á Karolinafund.com. Þar stendur til að safna tíu þúsund evrum, um einni og hálfri milljón. Viðkvæm mál „Myndin hefur verið í popparanum í nokkurn tíma. Handrita- og hugmyndavinna er langt komin. Mesta púðrið fer í það,“ segir Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður. Stefnt sé á að fara á fullt í framleiðslu eftir áramót. Aðspurður hverjir séu á bak við myndina segir Einar Þór ekki tímabært að greina frá því. „Ekki eins og stendur því það eru svo margir sem eru tengdir þessu með mál í gangi í kerfinu,“ segir Einar Þór. Málni séu eðli máls samkvæmt viðkvæm, þau tengist fjölskyldum og börnum svo stefnt sé á að stíga varlega til jarðar. „Þetta er um tíu manna hópur. Við sjáum til hve margir koma fram undir nafni.“ Forsjár- og umgengnismál hafa verið nokkuð til umfjöllunar undanfarnar vikur ekki síst vegna máls yfir landamæri þar sem íslenskir foreldrar í Noregi og Íslandi deila um börnin sín fyrir dómstólum. Einar Þór segir tilviljun að vinnsla myndarinnar vekji athygli á sama tíma og slík mál séu fyrir augum landsmanna. Einar Þór finnur fyrir töluverðum viðbrögðum vegna myndarinnar sem sé í smíðum. „Það virðist vera mikil undiralda í þessum málaflokki.“ Fyrst og fremst fræðslumynd Hann leggur áherslu á að um fræðslumynd sé að ræða. Málefnið sé mjög flókið og viðkvæmt að svo mörgu leyti. Reynt hafi verið að sækja um styrk fyrir heimildarmynd fyrir tveimur árum en það gengið frekar treglega. Nú sé lagt upp með meiri fræðilega áherslu á umfjöllunarefnið. Ýmislegt flæki málin og þá sérstaklega hve kynjapólitískt umfjöllunarefnið sé. „Þetta er dálítið fast í kynjafræðivinkli, sem er ekki gott að mínu mati.“ Einar Þór er nokkuð reynslumikill þegar kemur að heimildarmyndagerð. Fyrsta myndin var um leitarhunda árði 1997 og tengdist snjóflóðunum á Flateyri. „Vinir mínir voru í leitarhundabransanum,“ segir Einar Þór sem rekur ættir sínar til Flateyrar og Önundarfjarðar á Vestfjörðum. Síðan hefur hann gert nokkrar heimildarmyndir, síðustu tvær um verkföll hér á landi. Nú sé komið að umgengnismálum. „Ég þekki fullt af fólki sem hefur lent í tálmun á síðustu árum,“ segir Einar Þór aðspurður hvernig efnið hafi orðið fyrir valinu. Hann segist líklega hafa reynt að hætta kvikmyndagerð jafnoft og hann hefur reynt að hætta að reykja. Þetta sé samt fíkn, hann sogist alltaf aftur inn. Tvær kynningarstiklur úr myndinni má sjá hér að ofan. Söfnunin hófst í fyrradag og hafa 260 evrur safnast þegar fréttin er skrifuð. Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Kvikmyndagerð á Íslandi Fjölskyldumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Klemma - Heimildarmynd um foreldraútilokun og forsjár- og umgengnismál á Íslandi er komin í fjármögnunarferli á Karolinafund.com. Þar stendur til að safna tíu þúsund evrum, um einni og hálfri milljón. Viðkvæm mál „Myndin hefur verið í popparanum í nokkurn tíma. Handrita- og hugmyndavinna er langt komin. Mesta púðrið fer í það,“ segir Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður. Stefnt sé á að fara á fullt í framleiðslu eftir áramót. Aðspurður hverjir séu á bak við myndina segir Einar Þór ekki tímabært að greina frá því. „Ekki eins og stendur því það eru svo margir sem eru tengdir þessu með mál í gangi í kerfinu,“ segir Einar Þór. Málni séu eðli máls samkvæmt viðkvæm, þau tengist fjölskyldum og börnum svo stefnt sé á að stíga varlega til jarðar. „Þetta er um tíu manna hópur. Við sjáum til hve margir koma fram undir nafni.“ Forsjár- og umgengnismál hafa verið nokkuð til umfjöllunar undanfarnar vikur ekki síst vegna máls yfir landamæri þar sem íslenskir foreldrar í Noregi og Íslandi deila um börnin sín fyrir dómstólum. Einar Þór segir tilviljun að vinnsla myndarinnar vekji athygli á sama tíma og slík mál séu fyrir augum landsmanna. Einar Þór finnur fyrir töluverðum viðbrögðum vegna myndarinnar sem sé í smíðum. „Það virðist vera mikil undiralda í þessum málaflokki.“ Fyrst og fremst fræðslumynd Hann leggur áherslu á að um fræðslumynd sé að ræða. Málefnið sé mjög flókið og viðkvæmt að svo mörgu leyti. Reynt hafi verið að sækja um styrk fyrir heimildarmynd fyrir tveimur árum en það gengið frekar treglega. Nú sé lagt upp með meiri fræðilega áherslu á umfjöllunarefnið. Ýmislegt flæki málin og þá sérstaklega hve kynjapólitískt umfjöllunarefnið sé. „Þetta er dálítið fast í kynjafræðivinkli, sem er ekki gott að mínu mati.“ Einar Þór er nokkuð reynslumikill þegar kemur að heimildarmyndagerð. Fyrsta myndin var um leitarhunda árði 1997 og tengdist snjóflóðunum á Flateyri. „Vinir mínir voru í leitarhundabransanum,“ segir Einar Þór sem rekur ættir sínar til Flateyrar og Önundarfjarðar á Vestfjörðum. Síðan hefur hann gert nokkrar heimildarmyndir, síðustu tvær um verkföll hér á landi. Nú sé komið að umgengnismálum. „Ég þekki fullt af fólki sem hefur lent í tálmun á síðustu árum,“ segir Einar Þór aðspurður hvernig efnið hafi orðið fyrir valinu. Hann segist líklega hafa reynt að hætta kvikmyndagerð jafnoft og hann hefur reynt að hætta að reykja. Þetta sé samt fíkn, hann sogist alltaf aftur inn. Tvær kynningarstiklur úr myndinni má sjá hér að ofan. Söfnunin hófst í fyrradag og hafa 260 evrur safnast þegar fréttin er skrifuð.
Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Kvikmyndagerð á Íslandi Fjölskyldumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira