Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2023 15:25 Rússnesk herþota af gerðinni Su-34. Þær eru að mestu notaðar til að varpa sprengjum en Úkraínumenn segjast hafa skotið þrjár slíkar niður yfir suðurhluta landsins í dag. EPA/MAXIM SHIPENKOV Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekkert sagt um sprengjuvélarnar en rússneskir herbloggarar hafa sagt að minnsta kosti ein hafi verið skotin niður. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, tilkynnti í dag að verið væri að undirbúa flutning átján F-16 orrustuþota til Úkraínu. Hvenær þoturnar berast til Úkraínu liggur ekki fyrir en Hollendingar voru fyrstir til að senda eins herþotur til Rúmeníu, þar sem úkraínskir flugmenn hafa verið þjálfaðir í að fljúga þeim. Flugher Úkraínu tilkynnti í morgun að rúsnesku sprengjuvélarnar hefðu verið skotnar niður. Today, in the Southern direction - minus three Russian Su-34 fighter bombers! pic.twitter.com/5F8ZmCOtgw— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) December 22, 2023 Þessar flugvélar hafa Rússar verið að nota til að varpa gömlum en stórum sprengjum sem búið er að setja vængi á og staðsetningarbúnað. Hægt er að varpa þeim hátt á lofti svo þær svífa tugi kílómetra. Með þessari aðferð hafa flugmenn Su-34 flugvéla ekki þurft að fljúga svo nærri víglínunni að hægt sé að nota úkraínsk loftvarnarkerfi til að skjóta á þær. Sprengjurnar sjást þar að auki verulega illa á ratsjám Þannig geta Rússar varpað sprengjum úr mikilli fjarlægð, sem mjög erfitt er að skjóta niður, og valdið miklum skaða. Sprengjurnar eru flestar ekki nákvæmar en þær eru stórar og geta innihaldið hundruð kílóa af sprengiefni. Sprengjurnar eru álíka kraftmiklar og stýriflaugar en kosta einungis brot af því sem flaugarnar kosta. Video reportedly of a Russian FAB-1500M54 aviation bomb strike with a UMPK glide kit from a Su-34 bomber on the right bank of the Dnipro. https://t.co/YZ2DregyAchttps://t.co/mq5MSrBlcWhttps://t.co/qnEHbuHdNt pic.twitter.com/sIXKPHsALB— Rob Lee (@RALee85) December 18, 2023 Fyrr í þessum mánuði bárust fregnir af því að Úkraínumenn hefðu skotið niður Su-24 sprengjuvél Rússa yfir Svartahafi. Su-24 þotur geta náð tvöföldum hljóðhraða og eru að mestu notaðar til að skjóta stýriflaugum. Rússneskir herbloggarar sögðu að Su-24 þotan hefði verið skotin niður með Patriot-loftvarnarkerfi, sem Úkraínumenn hafa fengið frá bakhjörlum sínum. Það kerfi er talið besta loftvarnarkerfi heimsins og Úkraínumenn hafa meðal annars notað það til að skjóta niður ofurhljóðfráar stýriflaugar Rússa. Kerfið hefur burði til að granda skotmörkum í mikilli fjarlægð, mikilli hæð og á miklum hraða. Sjá einnig: Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Patriot hefur verið í notkun frá níunda áratug síðustu aldar en hefur gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur og uppfærslur á þeim tíma. Sautján ríki heims nota kerfið til loftvarna þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland, Ísrael, Japan, Holland, Suður-Kórea, Svíþjóð, Spánn, Taívan og Sádi-Arabía. Pólverjar hafa einnig gert samning um að kaupa nokkrum kerfum frá fyrirtækinu Raytheon og samstarfsaðilum þess. Óstaðfestar fregnir herma að Úkraínumenn hafi fært Patriot-kerfi í suðurhluta Úkraínu nær víglínunni. Þannig væri hægt að nota kerfið til að sitja fyrir rússneskum flugmönnum með því að kveikja ekki á ratsjám kerfisins fyrr en herflugvélar eru nærri því. Mögulegt er að eitthvað svipað hafi verið upp á tengingnum í dag en margt er enn óljóst. Photo from the ejection site of one of the Su-34 pilots. Russian channels affiliated with Military Aviation wrote that there are both living and dead pilots. | OFFICIALLY Ukrainian forces shot down 3 Su-34 aircrafts who carried KABs to strike the Ukrainian position on the pic.twitter.com/FKoogzV00G— Cloooud | (@GloOouD) December 22, 2023 Þá er útlit fyrir að Úkraínumenn gætu átt von á fleiri Patriot-kerfum, þar sem yfirvöld í Japan breyttu í morgun lögum ríkisins og heimiluðu sölu slíkra kerfa til Bandaríkjanna. Þaðan gætu þau borist til Úkraínu, samkvæmt frétt Japan Times. F-16 á leiðinni samkvæmt Rutte Úkraínumenn hafa bundið miklar vonir við að F-16 orrustuþotur geti hjálpað þeim að binda enda á áðurnefndar loftárásir Rússa, eða í það minnsta gera þær erfiðari og draga úr tíðni þeirra. Eins og áður segir sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, í morgun að verið væri að undirbúa sendingu átján slíkra herflugvéla til Úkraínu. Þetta sagði hann við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í morgun. Þjálfun úkraínskra flugmanna hófst í Rúmeníu fyrr á þessu ári en engar þotur hafa borist til Úkraínu svo vitað sé. : I spoke with President @ZelenskyyUa again this morning. Naturally, we discussed the European Council s important decision last week to launch accession negotiations with Ukraine. I m impressed with Ukraine s progress so far, and the Netherlands stands ready to help Ukraine as — Mark Rutte (@MinPres) December 22, 2023 F-16 herþotur eru í notkun víða um heim og í hundraðatali. Flestar þeirra eru þó líklega ekki í nægilega góðu ástandi og eru mörg ríki að skipta þeim út fyrir F-35 þotur frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn hafa um árabil reitt sig á gamlar herþotur frá tímum Sovétríkjanna. Margar hafa verið skotnar niður í stríðinu og aðrar hafa bilað en önnur ríki Austur-Evrópu hafa einnig sent gamlar þotur og varahluti til Úkraínu. Eins og með skriðdreka og önnur vopnakerfi, munu Úkraínumenn þó þurfa að snúa sér að vestrænum vopnum þar sem skotfæri og varahlutir fyrir vopnakerfi frá Sovétríkjunum eru ekki framleidd víða. Mikið veltur á því hvurslags flugskeyti Úkraínumenn fá frá bakhjörlum sínum. Fái þeir nýjustu kynslóð svokallaðra AMRAAM-flugskeyta, sem notuð eru til að skjóta niður flugvélar með öðrum flugvélum, myndi það auka til muna getu Úkraínumanna til að skjóta niður rússneskar herþotur. Þessi flugskeyti eru sögð geta flogið á fjórföldum hljóðhraða hitt flugvélar í allt að 160 kílómetra fjarlægð. Úkraínumenn hafa verið að nota eldri kynslóðir þessara flugskeyta í loftvarnarkerfum sem kallast NASAMS og eru hönnuð til að skjóta niður eldflaugar og dróna. Forsvarsmenn Raytheon, sem framleiða flugskeytin, voru í haust sagðir vinna að því að tvöfalda framleiðslugetu fyrirtækisins á þeim. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Holland Japan Bandaríkin Tengdar fréttir Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03 Halda að sér höndum vegna skotfæraleysis Úkraínskir hermenn standa frammi fyrir skorti á skotfærum fyrir stórskotalið og hafa þurft að hætta við árásir og aðrar hernaðaraðgerðir vegna þessa skorts. Úkraínskur herforingi segir að rekja megi skortinn til samdráttar í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum Úkraínu og að hann eigi mest við skotfæri fyrir vestræn stórskotaliðsvopn. 19. desember 2023 11:05 Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. 15. desember 2023 06:38 Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08 Enginn friður fyrr en markmiðum Pútíns er náð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að markmið hans varðandi innrásina í Úkraínu gildi enn. Enginn friður verði fyrr en þeim markmiðum hafi verið náð. Þetta sagði forsetinn á maraþonfundi þar sem hann á að hafa svarað spurningum almennings í Rússlandi. 14. desember 2023 12:20 Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi hafa ekkert sagt um sprengjuvélarnar en rússneskir herbloggarar hafa sagt að minnsta kosti ein hafi verið skotin niður. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, tilkynnti í dag að verið væri að undirbúa flutning átján F-16 orrustuþota til Úkraínu. Hvenær þoturnar berast til Úkraínu liggur ekki fyrir en Hollendingar voru fyrstir til að senda eins herþotur til Rúmeníu, þar sem úkraínskir flugmenn hafa verið þjálfaðir í að fljúga þeim. Flugher Úkraínu tilkynnti í morgun að rúsnesku sprengjuvélarnar hefðu verið skotnar niður. Today, in the Southern direction - minus three Russian Su-34 fighter bombers! pic.twitter.com/5F8ZmCOtgw— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) December 22, 2023 Þessar flugvélar hafa Rússar verið að nota til að varpa gömlum en stórum sprengjum sem búið er að setja vængi á og staðsetningarbúnað. Hægt er að varpa þeim hátt á lofti svo þær svífa tugi kílómetra. Með þessari aðferð hafa flugmenn Su-34 flugvéla ekki þurft að fljúga svo nærri víglínunni að hægt sé að nota úkraínsk loftvarnarkerfi til að skjóta á þær. Sprengjurnar sjást þar að auki verulega illa á ratsjám Þannig geta Rússar varpað sprengjum úr mikilli fjarlægð, sem mjög erfitt er að skjóta niður, og valdið miklum skaða. Sprengjurnar eru flestar ekki nákvæmar en þær eru stórar og geta innihaldið hundruð kílóa af sprengiefni. Sprengjurnar eru álíka kraftmiklar og stýriflaugar en kosta einungis brot af því sem flaugarnar kosta. Video reportedly of a Russian FAB-1500M54 aviation bomb strike with a UMPK glide kit from a Su-34 bomber on the right bank of the Dnipro. https://t.co/YZ2DregyAchttps://t.co/mq5MSrBlcWhttps://t.co/qnEHbuHdNt pic.twitter.com/sIXKPHsALB— Rob Lee (@RALee85) December 18, 2023 Fyrr í þessum mánuði bárust fregnir af því að Úkraínumenn hefðu skotið niður Su-24 sprengjuvél Rússa yfir Svartahafi. Su-24 þotur geta náð tvöföldum hljóðhraða og eru að mestu notaðar til að skjóta stýriflaugum. Rússneskir herbloggarar sögðu að Su-24 þotan hefði verið skotin niður með Patriot-loftvarnarkerfi, sem Úkraínumenn hafa fengið frá bakhjörlum sínum. Það kerfi er talið besta loftvarnarkerfi heimsins og Úkraínumenn hafa meðal annars notað það til að skjóta niður ofurhljóðfráar stýriflaugar Rússa. Kerfið hefur burði til að granda skotmörkum í mikilli fjarlægð, mikilli hæð og á miklum hraða. Sjá einnig: Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Patriot hefur verið í notkun frá níunda áratug síðustu aldar en hefur gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur og uppfærslur á þeim tíma. Sautján ríki heims nota kerfið til loftvarna þeirra á meðal Bandaríkin, Þýskaland, Ísrael, Japan, Holland, Suður-Kórea, Svíþjóð, Spánn, Taívan og Sádi-Arabía. Pólverjar hafa einnig gert samning um að kaupa nokkrum kerfum frá fyrirtækinu Raytheon og samstarfsaðilum þess. Óstaðfestar fregnir herma að Úkraínumenn hafi fært Patriot-kerfi í suðurhluta Úkraínu nær víglínunni. Þannig væri hægt að nota kerfið til að sitja fyrir rússneskum flugmönnum með því að kveikja ekki á ratsjám kerfisins fyrr en herflugvélar eru nærri því. Mögulegt er að eitthvað svipað hafi verið upp á tengingnum í dag en margt er enn óljóst. Photo from the ejection site of one of the Su-34 pilots. Russian channels affiliated with Military Aviation wrote that there are both living and dead pilots. | OFFICIALLY Ukrainian forces shot down 3 Su-34 aircrafts who carried KABs to strike the Ukrainian position on the pic.twitter.com/FKoogzV00G— Cloooud | (@GloOouD) December 22, 2023 Þá er útlit fyrir að Úkraínumenn gætu átt von á fleiri Patriot-kerfum, þar sem yfirvöld í Japan breyttu í morgun lögum ríkisins og heimiluðu sölu slíkra kerfa til Bandaríkjanna. Þaðan gætu þau borist til Úkraínu, samkvæmt frétt Japan Times. F-16 á leiðinni samkvæmt Rutte Úkraínumenn hafa bundið miklar vonir við að F-16 orrustuþotur geti hjálpað þeim að binda enda á áðurnefndar loftárásir Rússa, eða í það minnsta gera þær erfiðari og draga úr tíðni þeirra. Eins og áður segir sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, í morgun að verið væri að undirbúa sendingu átján slíkra herflugvéla til Úkraínu. Þetta sagði hann við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í morgun. Þjálfun úkraínskra flugmanna hófst í Rúmeníu fyrr á þessu ári en engar þotur hafa borist til Úkraínu svo vitað sé. : I spoke with President @ZelenskyyUa again this morning. Naturally, we discussed the European Council s important decision last week to launch accession negotiations with Ukraine. I m impressed with Ukraine s progress so far, and the Netherlands stands ready to help Ukraine as — Mark Rutte (@MinPres) December 22, 2023 F-16 herþotur eru í notkun víða um heim og í hundraðatali. Flestar þeirra eru þó líklega ekki í nægilega góðu ástandi og eru mörg ríki að skipta þeim út fyrir F-35 þotur frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn hafa um árabil reitt sig á gamlar herþotur frá tímum Sovétríkjanna. Margar hafa verið skotnar niður í stríðinu og aðrar hafa bilað en önnur ríki Austur-Evrópu hafa einnig sent gamlar þotur og varahluti til Úkraínu. Eins og með skriðdreka og önnur vopnakerfi, munu Úkraínumenn þó þurfa að snúa sér að vestrænum vopnum þar sem skotfæri og varahlutir fyrir vopnakerfi frá Sovétríkjunum eru ekki framleidd víða. Mikið veltur á því hvurslags flugskeyti Úkraínumenn fá frá bakhjörlum sínum. Fái þeir nýjustu kynslóð svokallaðra AMRAAM-flugskeyta, sem notuð eru til að skjóta niður flugvélar með öðrum flugvélum, myndi það auka til muna getu Úkraínumanna til að skjóta niður rússneskar herþotur. Þessi flugskeyti eru sögð geta flogið á fjórföldum hljóðhraða hitt flugvélar í allt að 160 kílómetra fjarlægð. Úkraínumenn hafa verið að nota eldri kynslóðir þessara flugskeyta í loftvarnarkerfum sem kallast NASAMS og eru hönnuð til að skjóta niður eldflaugar og dróna. Forsvarsmenn Raytheon, sem framleiða flugskeytin, voru í haust sagðir vinna að því að tvöfalda framleiðslugetu fyrirtækisins á þeim.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Holland Japan Bandaríkin Tengdar fréttir Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03 Halda að sér höndum vegna skotfæraleysis Úkraínskir hermenn standa frammi fyrir skorti á skotfærum fyrir stórskotalið og hafa þurft að hætta við árásir og aðrar hernaðaraðgerðir vegna þessa skorts. Úkraínskur herforingi segir að rekja megi skortinn til samdráttar í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum Úkraínu og að hann eigi mest við skotfæri fyrir vestræn stórskotaliðsvopn. 19. desember 2023 11:05 Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. 15. desember 2023 06:38 Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08 Enginn friður fyrr en markmiðum Pútíns er náð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að markmið hans varðandi innrásina í Úkraínu gildi enn. Enginn friður verði fyrr en þeim markmiðum hafi verið náð. Þetta sagði forsetinn á maraþonfundi þar sem hann á að hafa svarað spurningum almennings í Rússlandi. 14. desember 2023 12:20 Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03
Halda að sér höndum vegna skotfæraleysis Úkraínskir hermenn standa frammi fyrir skorti á skotfærum fyrir stórskotalið og hafa þurft að hætta við árásir og aðrar hernaðaraðgerðir vegna þessa skorts. Úkraínskur herforingi segir að rekja megi skortinn til samdráttar í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum Úkraínu og að hann eigi mest við skotfæri fyrir vestræn stórskotaliðsvopn. 19. desember 2023 11:05
Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. 15. desember 2023 06:38
Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08
Enginn friður fyrr en markmiðum Pútíns er náð Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að markmið hans varðandi innrásina í Úkraínu gildi enn. Enginn friður verði fyrr en þeim markmiðum hafi verið náð. Þetta sagði forsetinn á maraþonfundi þar sem hann á að hafa svarað spurningum almennings í Rússlandi. 14. desember 2023 12:20
Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00