Kýldi lögregluþjón í andlitið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. desember 2023 07:52 Það mæddi talsvert á lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm Maður sem handtekinn var í nótt, grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda, veittist að lögregluþjóni og sló með krepptum hnefa í andlitið þegar verið var að keyra hann heim að sýnatöku lokinni. Maðurinn var því handtekinn á ný og vistaður í fangaklefa. Talsvert var um hótanir og ofbeldi gagnvart lögreglumönnum við störf í gærkvöldi og í nótt. Lögregla var kölluð til á skemmtistað í miðborginni þar sem dyravörður var með mann í tökum. Þegar reynt var að ræða við viðkomandi hljóp hann á brott og reyndi að flýja. Hann var afar órólegur, streittist á móti, blótaði lögreglumönnum og hótaði þeim lífláti. Hann neitaði að gefa upp hver hann var og var því vistaður í fangaklefa sökum ástands þar til hægt verður að ræða við hann. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hrækti í átt að lögreglumönnum sem fundu hnúajárn í fatnaði hans Þá voru tveir aðilar handteknir vegna slagsmála fyrir utan veitingastað í miðbænum. Illa gekk að ræða við annan aðilann sem neitaði að segja til nafns en var með áverka í andliti. Hann hrækti í átt að lögreglumönnum á vettvangi en einnig fannst hnúajárn í fatnaði hans. Hann var vistaður tímabundið í fangaklefa á meðan lögregla beið eftir sjúkraliði til að líta á áverka og málsatvik, en var síðar fluttur með sjúkrabíl á Bráðamóttöku til aðhlynningar. Einnig var tilkynnt um ölvaða og ógnandi aðila inni á veitingastað í hverfi 110. Samkvæmt starfsmanni voru gestirnir með „dólg og leiðindi“ og neituðu að yfirgefa veitingastaðinn. Eftir að lögregla hafði vísað þeim út af staðnum varð annar gestanna afar ósáttur með afgreiðslu lögreglu og vildi frá frekari skýringu á því af hverju þeim var vísað á dyr. Hann óð ógnandi að lögreglumönnum og gerði sig líklegan til að veitast að þeim. „Var hann því færður í lögreglutök og vistaður í fangaklefa þar sem ekki var hægt að ræða við hann,“ að því er segir í tilkynningunni. Varðstjóri veitti föðurlegt tiltal Einn var handtekinn eftir að hafa veist að gestum í samkvæmi í hverfi 107. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið ósamvinnuþýður og ósáttur út í afgreiðslu lögreglu en einnig æstur og óútreiknanlegur þegar hann var mættur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. „Eftir að vakthafandi varðstjóri hafði veitt aðilanum föðurlegt tiltal, ákváðu þeir í sameiningu að það besta í stöðunni væri að fara heim í háttinn. Aðilanum var góðfúslega bent á að enn væru tveir jólasveinar á leið til byggða og því talsverðar líkur á því að hann fengi kartöflu í skóinn ef hann myndi ekki haga sér eins og maður. Þegar aðilinn var laus úr haldi lögreglu játaði hann ást sína á íslensku lögreglunni áður en hann hélt heim á leið.“ „Farþeginn var verulega ölvaður og mundi ekkert hvert hann var að fara. Lögregla hjálpaði farþeganum að rifja upp hvert förinni var heitið en hann mundi skyndilega að hann væri á leið heim til móður sinnar. Leigubílstjórinn ók farþeganum til móður sinnar,“ segir í dagbókinni. Önnur verkefni næturinnar snéru meðal annars að ölvunarakstri, skemmdarverkum og slagsmálum. Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Sjá meira
Lögregla var kölluð til á skemmtistað í miðborginni þar sem dyravörður var með mann í tökum. Þegar reynt var að ræða við viðkomandi hljóp hann á brott og reyndi að flýja. Hann var afar órólegur, streittist á móti, blótaði lögreglumönnum og hótaði þeim lífláti. Hann neitaði að gefa upp hver hann var og var því vistaður í fangaklefa sökum ástands þar til hægt verður að ræða við hann. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hrækti í átt að lögreglumönnum sem fundu hnúajárn í fatnaði hans Þá voru tveir aðilar handteknir vegna slagsmála fyrir utan veitingastað í miðbænum. Illa gekk að ræða við annan aðilann sem neitaði að segja til nafns en var með áverka í andliti. Hann hrækti í átt að lögreglumönnum á vettvangi en einnig fannst hnúajárn í fatnaði hans. Hann var vistaður tímabundið í fangaklefa á meðan lögregla beið eftir sjúkraliði til að líta á áverka og málsatvik, en var síðar fluttur með sjúkrabíl á Bráðamóttöku til aðhlynningar. Einnig var tilkynnt um ölvaða og ógnandi aðila inni á veitingastað í hverfi 110. Samkvæmt starfsmanni voru gestirnir með „dólg og leiðindi“ og neituðu að yfirgefa veitingastaðinn. Eftir að lögregla hafði vísað þeim út af staðnum varð annar gestanna afar ósáttur með afgreiðslu lögreglu og vildi frá frekari skýringu á því af hverju þeim var vísað á dyr. Hann óð ógnandi að lögreglumönnum og gerði sig líklegan til að veitast að þeim. „Var hann því færður í lögreglutök og vistaður í fangaklefa þar sem ekki var hægt að ræða við hann,“ að því er segir í tilkynningunni. Varðstjóri veitti föðurlegt tiltal Einn var handtekinn eftir að hafa veist að gestum í samkvæmi í hverfi 107. Í dagbókinni segir að maðurinn hafi verið ósamvinnuþýður og ósáttur út í afgreiðslu lögreglu en einnig æstur og óútreiknanlegur þegar hann var mættur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. „Eftir að vakthafandi varðstjóri hafði veitt aðilanum föðurlegt tiltal, ákváðu þeir í sameiningu að það besta í stöðunni væri að fara heim í háttinn. Aðilanum var góðfúslega bent á að enn væru tveir jólasveinar á leið til byggða og því talsverðar líkur á því að hann fengi kartöflu í skóinn ef hann myndi ekki haga sér eins og maður. Þegar aðilinn var laus úr haldi lögreglu játaði hann ást sína á íslensku lögreglunni áður en hann hélt heim á leið.“ „Farþeginn var verulega ölvaður og mundi ekkert hvert hann var að fara. Lögregla hjálpaði farþeganum að rifja upp hvert förinni var heitið en hann mundi skyndilega að hann væri á leið heim til móður sinnar. Leigubílstjórinn ók farþeganum til móður sinnar,“ segir í dagbókinni. Önnur verkefni næturinnar snéru meðal annars að ölvunarakstri, skemmdarverkum og slagsmálum.
Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Sjá meira