Styttist í hönnunarútboð Þjóðarhallar Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2023 15:30 Ásmundur Einar Daðason ráðherra er með málefni íþrótta á sinni könnu. Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason segir að hönnunarútboð nýrrar þjóðarhallar sé á næsta leyti. Kostnaðarskipting á milli ríkis og borgar sé langt komin. Ásmundur var spurður út í það hvað væri að frétta af nýrri þjóðarhöll á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ÍSÍ í byrjun vikunnar. Þá var undirritaður nýr samningur um átta nýjar starfsstöðvar til eflingar íþróttastarfs á landsvísu. Kostnaður við þá aðgerð eru 400 milljónir króna. Ný þjóðarhöll hefur verið á teikniborðinu í áraraðir en enn hefur fyrsta skóflustungan ekki verið tekin. „Þar höfum við verið í samtali á milli ríkis og borgar og við erum langt komin í því bæði varðandi kostnaðarskiptingu og annað sem búið er að kynna hjá ríki og borg. Ég á von á því að við eigum að geta fylgt þeim samþykktum eftir á næstunni og sett verkefnið formlega af stað með hönnunarútboði,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. Annar mögulegur kostnaðarliður ríkisins er pulsan fræga sem komið var fyrir á Laugardalsvelli fyrir heimaleiki Blika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Ekki liggur ljóst fyrir hver á að borga brúsann. Blikar vilja sjálfir meina að þeir beri ekki ábyrgð á þeim kostnaði og KSÍ vill að ríkið stígi inn í. „Það hefur verið samtal þar í gangi um að allir aðilar leggi eitthvað af mörkum. Þannig virkar samvinnan. Við höfum verið að afla fjárheimilda til þess í gegnum Alþingi og það er ákveðið fjármagn sem við fengum úthlutað í kringum afgreiðslu fjárlaga núna sem tengist þessu verkefni. Ég allavega vona að við getum lagt eitthvað í púkkið þar og það geti vonandi klárast núna í framhaldi afgreiðslu fjárlaga.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hún birtist í Sportpakkanum í gærkvöldi. Ný þjóðarhöll Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sjá meira
Ásmundur var spurður út í það hvað væri að frétta af nýrri þjóðarhöll á blaðamannafundi í höfuðstöðvum ÍSÍ í byrjun vikunnar. Þá var undirritaður nýr samningur um átta nýjar starfsstöðvar til eflingar íþróttastarfs á landsvísu. Kostnaður við þá aðgerð eru 400 milljónir króna. Ný þjóðarhöll hefur verið á teikniborðinu í áraraðir en enn hefur fyrsta skóflustungan ekki verið tekin. „Þar höfum við verið í samtali á milli ríkis og borgar og við erum langt komin í því bæði varðandi kostnaðarskiptingu og annað sem búið er að kynna hjá ríki og borg. Ég á von á því að við eigum að geta fylgt þeim samþykktum eftir á næstunni og sett verkefnið formlega af stað með hönnunarútboði,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann. Annar mögulegur kostnaðarliður ríkisins er pulsan fræga sem komið var fyrir á Laugardalsvelli fyrir heimaleiki Blika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Ekki liggur ljóst fyrir hver á að borga brúsann. Blikar vilja sjálfir meina að þeir beri ekki ábyrgð á þeim kostnaði og KSÍ vill að ríkið stígi inn í. „Það hefur verið samtal þar í gangi um að allir aðilar leggi eitthvað af mörkum. Þannig virkar samvinnan. Við höfum verið að afla fjárheimilda til þess í gegnum Alþingi og það er ákveðið fjármagn sem við fengum úthlutað í kringum afgreiðslu fjárlaga núna sem tengist þessu verkefni. Ég allavega vona að við getum lagt eitthvað í púkkið þar og það geti vonandi klárast núna í framhaldi afgreiðslu fjárlaga.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hún birtist í Sportpakkanum í gærkvöldi.
Ný þjóðarhöll Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Í beinni: Frankfurt - Tottenham | Tímabilið undir hjá Spurs Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sjá meira