Lebron James verður 39 ára gamall þann 30. desember næstkomandi, hann skoraði úr fimm af fimm skotum frá þriggja stiga línunni og hitti sömuleiðis öllum skotum sínum af vítalínunni.
LEBRON JAMES TONIGHT:
— Hoop Central (@TheHoopCentral) December 24, 2023
40 POINTS
7 REBOUNDS
7 ASSISTS
2 STEALS
2 BLOCKS
65% FG
100% 3P
100% FT
🔥🔥🔥🔥🔥 pic.twitter.com/X63IlFrCGr
Með þessum sigri batt LA Lakers enda á taphrinu sína en liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir þennan. Þeir yfirspiluðu Thunder frá fyrstu mínútu en slökuðu of mikið á undir lokin og misstu 26 stiga forystu niður í 10 stig.
Þá tók Lebron völdin, skoraði 11 stig í röð fyrir Lakers og tryggði þeim sigurinn.
Þeir sitja nú í 9. sæti vesturhluta NBA deildarinnar með 16 sigra og 14 töp.