Einvala lið leikara fer með aðalhlutverkin í myndinni, leikarar eins og Hilmir Snær Guðnason, Helga Braga Jónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Halldór Gylfason, Guðjón Davíð Karlsson, Vivian Ólafsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Jón Gnarr, Eggert Þorleifsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Pétur Magnússon, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson og Edda Björg Eyjólfsdóttir svo einhver séu nefnd.
Þetta er fyrsta mynd Sigurjóns í fullri lengd en hann er þekktur fyrir verk á borð við Fóstbræður og Ófærð ásamt því að vera annar Tvíhöfðanna og forsprakki rokkhljómsveitarinnar HAM.
Sýnishorn úr myndinni má sjá að neðan.






