Verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2023 13:50 Ármann Reynisson kom víða við í predikun sinni: „Guð forði þjóðinni frá því að vera tæld að vélum andstæðinga frelsarans.“ vísir/vilhelm Ármann Reynisson rithöfundur var fenginn til að halda jólapredikun í kirkju Óháða safnaðarins við Stakkahlíð og hann lét ekki segja sér það tvisvar. Ármann flutti hörku ádrepu og klöppuðu viðstaddir á stöku stað, sem ekki hefur tíðkast í kirkjum fram til þessa. „Leynt og ljóst er verið að ýta burtu kristinni arfleifð, grunni vestrænnar menningar, úr þjóðfélaginu, og siðferðisgildum sem henni fylgja. Fámennur innlendur stjórnmálahópur sendir röng skilaboð til þjóðarinnar, strengjabrúða hinnar ósýnilegu alþjóðlegu handar, – afraksturinn er siðferðisleg hnignun,“ sagði Ármann meðal annars. Og hann hélt ótrauður áfram og kom víða við sögu. „Þessu afli hefur tekist að afnema biblíusögur og Íslandssöguna úr námsskrá. Á sama tíma fer lesskilningur grunnskólanema minnkandi og kynferðisleg árleitni á unglinga vaxandi – aukinn leiði, kvíði og óhamingja í þjóðfélaginu. Virðing fyrir lífsrétti fósturs í móðurkviði fram að fæðingu fer þverrandi, glæpasögur tröllríða bókmenntum og forsætisráðherran er þáttakandi í þessum leik.“ Ármann talaði um alþjóðavæðingu, gerræðislegar ákvarðanir væru teknar af stöku ráðherra sem valdi fyrirtækjum og fjölskyldum skaða og diplómatískri óvináttu. Niðurstaðan sé há verðbólga og yfirgengilegar vaxtahækkanir. Og þegar náttúruhamfarir ríða yfir landið þá kemur í ljós að búið er að hálftæma Viðlagasjóð með óhóflegu bruðli, andstætt tilgangi hans. „Landamæri landsins eru opin, það er iðnaður að senda hælisleitendur til landsins og ekki síst gullnáma fyrir innlenda sérfræðinga sem hafa atvinnu af því að veita aðkomufólkinu fría þjónustu á kostnað skattgreiðenda. Og sumir, sem fá ekki landvistarleyfi, taka lögin í sínar hendur. Óboðlegt stjórnleysi ríkir í þessum málum.“ Ármann segir að afleiðingarnar séu þær að innviðir landsins séu að niðurlotum komnir. „Það er hægt og bítandi verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Ármann Reynisson meðal annars í predikun sinni: „Guð forði þjóðinni frá því að vera tæld að vélum andstæðinga frelsarans.“ Þjóðkirkjan Jól Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Leynt og ljóst er verið að ýta burtu kristinni arfleifð, grunni vestrænnar menningar, úr þjóðfélaginu, og siðferðisgildum sem henni fylgja. Fámennur innlendur stjórnmálahópur sendir röng skilaboð til þjóðarinnar, strengjabrúða hinnar ósýnilegu alþjóðlegu handar, – afraksturinn er siðferðisleg hnignun,“ sagði Ármann meðal annars. Og hann hélt ótrauður áfram og kom víða við sögu. „Þessu afli hefur tekist að afnema biblíusögur og Íslandssöguna úr námsskrá. Á sama tíma fer lesskilningur grunnskólanema minnkandi og kynferðisleg árleitni á unglinga vaxandi – aukinn leiði, kvíði og óhamingja í þjóðfélaginu. Virðing fyrir lífsrétti fósturs í móðurkviði fram að fæðingu fer þverrandi, glæpasögur tröllríða bókmenntum og forsætisráðherran er þáttakandi í þessum leik.“ Ármann talaði um alþjóðavæðingu, gerræðislegar ákvarðanir væru teknar af stöku ráðherra sem valdi fyrirtækjum og fjölskyldum skaða og diplómatískri óvináttu. Niðurstaðan sé há verðbólga og yfirgengilegar vaxtahækkanir. Og þegar náttúruhamfarir ríða yfir landið þá kemur í ljós að búið er að hálftæma Viðlagasjóð með óhóflegu bruðli, andstætt tilgangi hans. „Landamæri landsins eru opin, það er iðnaður að senda hælisleitendur til landsins og ekki síst gullnáma fyrir innlenda sérfræðinga sem hafa atvinnu af því að veita aðkomufólkinu fría þjónustu á kostnað skattgreiðenda. Og sumir, sem fá ekki landvistarleyfi, taka lögin í sínar hendur. Óboðlegt stjórnleysi ríkir í þessum málum.“ Ármann segir að afleiðingarnar séu þær að innviðir landsins séu að niðurlotum komnir. „Það er hægt og bítandi verið að afvatna íslenskt þjóðerni og menningu. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Ármann Reynisson meðal annars í predikun sinni: „Guð forði þjóðinni frá því að vera tæld að vélum andstæðinga frelsarans.“
Þjóðkirkjan Jól Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira