„Við erum að vinna eftir upplýsingum sem við höfum aflað undanfarna daga,“ segir hann.
„Það er sæmilega skýrt það sem gerðist þarna, en engu að síður þarf að hafa uppi á mönnunum.“
Grímur segir að komið hafi til tals að lýsa eftir mönnunum. Mögulega verði það gert síðar í dag.
Greint hefur verið frá því að heimilisfólk hafi verið á staðnum þegar árásin átti sér stað, en að enginn hafi slasast. Þá hafi lögregla vopnast og verið með mikinn viðbúnað vegna málsins.