Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2023 19:42 Abdullah hefur ekki séð foreldra sína og systkini í fimm ár. Þau eru nú föst á Gasa þrátt fyrir samþykkta fjölskyldusameiningu á Íslandi. Vísir/Sigurjón Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. Nú er annar dagur táknrænna tjaldmótmæla sem Palestínumenn á Íslandi standa fyrir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu. Fjölskyldur þeirra eru þó enn fastar á Gasa. Alþingismaður var að spjalla við hópinn þegar fréttastofu bar að garði. „Það er ólýsanlegt að fylgjast með stríði í heimalandinu og vita að þú átt fjölskyldu þar sem er komin með leyfi til að koma hingað en kemst ekki,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata var að spjalla við mennina frá Palestínu þegar fréttastofa mætti á svæðið.Vísir/Sigurjón Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá utanríkisráðuneytinu að landamærin séu lokuð og óljóst hvenær dvalarleyfishöfum verði kleift að yfirgefa Gasa. Evrópusambandsríki og hin Norðurlöndin hafi leitast við að koma eigin ríkisborgurum yfir landamærin en að ráðuneytið hafi ekki nákvæmar upplýsingar um aðgerðirnar og ekki í hvaða mæli þær kunni að hafa snúið að dvalarleyfishöfum. „Hérna eru menn fyrir aftan mig sem íslensk stjórnvöld eru búin að samþykkja að vernda og hjálpa og það felur eitthvað meira í sér en orð og pappíra. Það kallar á aðgerðir.“ Fréttastofa ræddi í gær við Naji Asar, sem flúði Gasa ásamt þremur yngri frændum. Einn þeirra er hinn fjórtán ára Abdullah sem er í Álftamýrarskóla. Hann hefur ekki séð fjölskylduna sína í fimm ár. Hann gisti í einum af tjöldunum í nótt. Abdullah útskýrði að honum hefði ekki verið allt of kalt því þeir gistu nokkrir saman til að halda á sér hita. Abdullah saknar fjölskyldunnar sinnar sárt og ætlar að ýta á eftir stjórnvöldum þangað til fjölskyldan hans er komin í öruggt skjól.Vísir/Sigurjón Abullah segist ekki geta beðið lengur eftir að fá að sjá fjölskylduna sína. „Stjórnvöld segja bara „bíða, bíða“ en ég get ekki beðið,“ útskýrir Abdullah. Þetta eru mamma og pabbi? „Já, mamma og pabbi og tvær systur mínar og bróðir.“ Saknarðu þeirra? „Já, ég sakna þeirra sannarlega. Ég sakna þeirra mikið en það er ekkert hægt að gera.“ Íslendingar hafa verði duglegir við að spjalla við þá og fært þeim ýmislegt nytsamlegt og Naji telur upp. „Súpu, mat sælgæti og snakk mikið kaffi og te og mjólk, heitt súkkulaði. Hér er mjög margt gott fólk,“ segir Naji. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Segja rangar sprengjur hafa leitt til mikils mannfalls Yfirmaður í ísraelska hernum segir að notkun rangrar tegundar skotfæra í mannskæðum loftárásum á Gasaströndinni á aðfangadag hafi leitt til umfangsmikils mannfalls, sem hægt hefði verið að komast hjá. Umræddar árásir voru gerðar í Maghazi-flóttamannabúðunum en að minnsta kosti 86 eru sagðir hafa fallið í þeim. 28. desember 2023 16:32 Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 „Munum sitja hér þangað til við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gasa“ Hópur Palestínumanna á Íslandi sem vill sameinast fjölskyldum sínum sem enn eru á Gasa hefur reist tjöld á Austurvelli fyrir utan Alþingi. Í tilkynningu segjast þau ætla að vera þar þar til þau hafa sameinast ástvinum sínum. 27. desember 2023 13:35 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Nú er annar dagur táknrænna tjaldmótmæla sem Palestínumenn á Íslandi standa fyrir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu. Fjölskyldur þeirra eru þó enn fastar á Gasa. Alþingismaður var að spjalla við hópinn þegar fréttastofu bar að garði. „Það er ólýsanlegt að fylgjast með stríði í heimalandinu og vita að þú átt fjölskyldu þar sem er komin með leyfi til að koma hingað en kemst ekki,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata var að spjalla við mennina frá Palestínu þegar fréttastofa mætti á svæðið.Vísir/Sigurjón Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá utanríkisráðuneytinu að landamærin séu lokuð og óljóst hvenær dvalarleyfishöfum verði kleift að yfirgefa Gasa. Evrópusambandsríki og hin Norðurlöndin hafi leitast við að koma eigin ríkisborgurum yfir landamærin en að ráðuneytið hafi ekki nákvæmar upplýsingar um aðgerðirnar og ekki í hvaða mæli þær kunni að hafa snúið að dvalarleyfishöfum. „Hérna eru menn fyrir aftan mig sem íslensk stjórnvöld eru búin að samþykkja að vernda og hjálpa og það felur eitthvað meira í sér en orð og pappíra. Það kallar á aðgerðir.“ Fréttastofa ræddi í gær við Naji Asar, sem flúði Gasa ásamt þremur yngri frændum. Einn þeirra er hinn fjórtán ára Abdullah sem er í Álftamýrarskóla. Hann hefur ekki séð fjölskylduna sína í fimm ár. Hann gisti í einum af tjöldunum í nótt. Abdullah útskýrði að honum hefði ekki verið allt of kalt því þeir gistu nokkrir saman til að halda á sér hita. Abdullah saknar fjölskyldunnar sinnar sárt og ætlar að ýta á eftir stjórnvöldum þangað til fjölskyldan hans er komin í öruggt skjól.Vísir/Sigurjón Abullah segist ekki geta beðið lengur eftir að fá að sjá fjölskylduna sína. „Stjórnvöld segja bara „bíða, bíða“ en ég get ekki beðið,“ útskýrir Abdullah. Þetta eru mamma og pabbi? „Já, mamma og pabbi og tvær systur mínar og bróðir.“ Saknarðu þeirra? „Já, ég sakna þeirra sannarlega. Ég sakna þeirra mikið en það er ekkert hægt að gera.“ Íslendingar hafa verði duglegir við að spjalla við þá og fært þeim ýmislegt nytsamlegt og Naji telur upp. „Súpu, mat sælgæti og snakk mikið kaffi og te og mjólk, heitt súkkulaði. Hér er mjög margt gott fólk,“ segir Naji.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Segja rangar sprengjur hafa leitt til mikils mannfalls Yfirmaður í ísraelska hernum segir að notkun rangrar tegundar skotfæra í mannskæðum loftárásum á Gasaströndinni á aðfangadag hafi leitt til umfangsmikils mannfalls, sem hægt hefði verið að komast hjá. Umræddar árásir voru gerðar í Maghazi-flóttamannabúðunum en að minnsta kosti 86 eru sagðir hafa fallið í þeim. 28. desember 2023 16:32 Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 „Munum sitja hér þangað til við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gasa“ Hópur Palestínumanna á Íslandi sem vill sameinast fjölskyldum sínum sem enn eru á Gasa hefur reist tjöld á Austurvelli fyrir utan Alþingi. Í tilkynningu segjast þau ætla að vera þar þar til þau hafa sameinast ástvinum sínum. 27. desember 2023 13:35 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28
Segja rangar sprengjur hafa leitt til mikils mannfalls Yfirmaður í ísraelska hernum segir að notkun rangrar tegundar skotfæra í mannskæðum loftárásum á Gasaströndinni á aðfangadag hafi leitt til umfangsmikils mannfalls, sem hægt hefði verið að komast hjá. Umræddar árásir voru gerðar í Maghazi-flóttamannabúðunum en að minnsta kosti 86 eru sagðir hafa fallið í þeim. 28. desember 2023 16:32
Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33
„Munum sitja hér þangað til við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gasa“ Hópur Palestínumanna á Íslandi sem vill sameinast fjölskyldum sínum sem enn eru á Gasa hefur reist tjöld á Austurvelli fyrir utan Alþingi. Í tilkynningu segjast þau ætla að vera þar þar til þau hafa sameinast ástvinum sínum. 27. desember 2023 13:35