Nú hefur verið boðað til biskupskjör og að minnsta kosti fjórir ákveðið að gefa kost á sér. Opnað verður fyrir tilnefningar 1. febrúar og verða þær að berast í síðasta lagi 6. febrúar. Kosning stendur yfir frá 7. mars til 12. mars.
Gustað hefur um biskupsembættið og mikið rætt um stöðu þjóðkirkjunnar. Því vakna áleitnar spurningar um næsta biskup; hver það verður og hverjar áherslur hans verða. Ljóst er af umræðunni að menn greinir á um stöðu kirkjunnar og stefnu og viðbúið að tilnefndir muni ekki deila sýn á framtíðina.
Biskupskjör og staða þjóðkirkjunnar verða til umræðu í Pallborðinu klukkan 13 í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Gestir Pallborðsins verða Pétur Markan biskupsritari, séra Jóna Hrönn Bolladóttir og séra Örn Bárður Jónsson.
Hægt er að horfa á Pallborðið í spilaranum hér fyrir neðan.