„Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Magnús Jochum Pálsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 5. janúar 2024 20:28 Snorri sem hefur kennt ungbarnasund í Skálatúni í rúm 30 ár var enn í hálfgerðu sjokki þegar fréttamaður ræddi við hann. Stöð 2 Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. Sundlauginni var lokað í morgun en í henni hafa rúmlega átta þúsund börn lært ungbarnasund hjá Snorra Magnússyni, ungbarnasundkennara. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra sem var í miklu uppnámi yfir ákvörðuninni. Hvers vegna var lauginni lokað? „Stóridómur féll. Það komu matsmenn hérna út af eignaskiptum á umhverfinu hérna og skoðuðu eignir. Sundlaugin fékk þann stranga dóm að hún væri ónýt,“ sagði Snorri. Það er alltaf biðlisti hjá þér, 35 prósent foreldra vilja fara með börnin sín í ungbarnasund. Hvað ætlarðu að gera í framhaldinu? „Ég ætla aðeins að leyfa rykinu að setjast. Ég er búinn að mæta hérna sex daga í viku í 33 ár. Hef verið með sautján hópa gangandi, börnin hafa mætt tvisvar í viku, í hverjum hóp eru tólf-þréttán börn. Ég bara veit það ekki. Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu,“ sagði Snorri. Tímir ekki að hætta alveg strax Snorri segist þegar hafa fengið tvö skemmtileg tilboð og hann tími sjálfur ekki að hætta alveg strax. Það er væntanlega afar hollt að vera með börn í ungbarnasundi? „Bæði hollt og skemmtilegt, tilgangur og markmið er fyrst og fremst að hafa skemmtilegt, tengslamyndun milli barns og foreldra, vinna með styrk og samhæfingu, vinna með söng og hljóðfall og hafa gaman,“ sagði Snorri og beygði af þegar hann sagði „Ég átti von á fólki í morgun og ég átti von á fólki á morgun. Það verður bara ekki.“ Ertu búin að fá einhver tilboð frá öðrum sundlaugum? „Ég fékk skemmtilega símhringingu í dag sem ég ætla að skoða, svo fékk ég ein skilaboð sem ég ætla líka að skoða. Ég tími ekki alveg strax að hætta. Það hefur svo margt skemmtilegt og gefandi orðið til hérna og mig langar að athuga hvort hægt sé að færa yfir á aðrar laugar,“ sagði Snorri. „Þetta er reyndar besta laug í heimi, hún er bara svoleiðis,“ sagði hann að lokum. Börn og uppeldi Mosfellsbær Sundlaugar Tengdar fréttir Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. 5. janúar 2024 17:16 Sundlauginni lokað og ungbarnasund Snorra í lausu lofti Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni í Mosfellsbæ til frambúðar vegna ástands hennar. Það þýðir að hið vinsæla ungbarnasund Snorra Magnússonar er í lausu lofti. 5. janúar 2024 15:10 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Sundlauginni var lokað í morgun en í henni hafa rúmlega átta þúsund börn lært ungbarnasund hjá Snorra Magnússyni, ungbarnasundkennara. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra sem var í miklu uppnámi yfir ákvörðuninni. Hvers vegna var lauginni lokað? „Stóridómur féll. Það komu matsmenn hérna út af eignaskiptum á umhverfinu hérna og skoðuðu eignir. Sundlaugin fékk þann stranga dóm að hún væri ónýt,“ sagði Snorri. Það er alltaf biðlisti hjá þér, 35 prósent foreldra vilja fara með börnin sín í ungbarnasund. Hvað ætlarðu að gera í framhaldinu? „Ég ætla aðeins að leyfa rykinu að setjast. Ég er búinn að mæta hérna sex daga í viku í 33 ár. Hef verið með sautján hópa gangandi, börnin hafa mætt tvisvar í viku, í hverjum hóp eru tólf-þréttán börn. Ég bara veit það ekki. Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu,“ sagði Snorri. Tímir ekki að hætta alveg strax Snorri segist þegar hafa fengið tvö skemmtileg tilboð og hann tími sjálfur ekki að hætta alveg strax. Það er væntanlega afar hollt að vera með börn í ungbarnasundi? „Bæði hollt og skemmtilegt, tilgangur og markmið er fyrst og fremst að hafa skemmtilegt, tengslamyndun milli barns og foreldra, vinna með styrk og samhæfingu, vinna með söng og hljóðfall og hafa gaman,“ sagði Snorri og beygði af þegar hann sagði „Ég átti von á fólki í morgun og ég átti von á fólki á morgun. Það verður bara ekki.“ Ertu búin að fá einhver tilboð frá öðrum sundlaugum? „Ég fékk skemmtilega símhringingu í dag sem ég ætla að skoða, svo fékk ég ein skilaboð sem ég ætla líka að skoða. Ég tími ekki alveg strax að hætta. Það hefur svo margt skemmtilegt og gefandi orðið til hérna og mig langar að athuga hvort hægt sé að færa yfir á aðrar laugar,“ sagði Snorri. „Þetta er reyndar besta laug í heimi, hún er bara svoleiðis,“ sagði hann að lokum.
Börn og uppeldi Mosfellsbær Sundlaugar Tengdar fréttir Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. 5. janúar 2024 17:16 Sundlauginni lokað og ungbarnasund Snorra í lausu lofti Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni í Mosfellsbæ til frambúðar vegna ástands hennar. Það þýðir að hið vinsæla ungbarnasund Snorra Magnússonar er í lausu lofti. 5. janúar 2024 15:10 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Burðarvirki sundlaugarinnar ótraust: „Afar þungbær ákvörðun“ Framkvæmdastjóri Skálatúns, sjálfseignarstofnunar í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna, sem tók við eignarhaldi fasteigna í landi Skálatúns í Mosfellsbæ, segir ákvörðun um að loka sundlaug svæðisins hafa verið afar þungbæra. 5. janúar 2024 17:16
Sundlauginni lokað og ungbarnasund Snorra í lausu lofti Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni í Mosfellsbæ til frambúðar vegna ástands hennar. Það þýðir að hið vinsæla ungbarnasund Snorra Magnússonar er í lausu lofti. 5. janúar 2024 15:10