Stjarnan byrjaði leikinn betur gegn KA/Þór og var með yfirhöndina nánast allan fyrri hálfleikinn og var staðan 17-11 í hálfleik.
Yfirburðir Stjörnunnar héldu áfram í seinni hálfleiknum og var Anna Karen Hansdóttir í algjöru lykilhlutverki en hún var markahæst hjá Stjörnunni með átta mörk. Næst á eftir henni var Eva Björk Davíðsdóttir með fimm mörk. Lokatölur voru 24-19.
Með sigrinum komst Stjarnan í fimm stig og situr liðið nú í áttunda sætinu.
ÍBV mætti síðan í Mosfellsbæinn þar sem liðið bar sigur í býtum gegn Aftureldingu 27-21. Sunna Jónsdóttir var markahæst með sex mörk en eftir leikinn er ÍBV í fjórða sætinu með tólf stig.