Þrettándabrennur víða um land Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. janúar 2024 21:14 Eldurinn brennur glatt á brennunni í Gufunesi í kvöld. Stöð 2/Ívar Fannar Þrettándagleði fer nú víða fram um landið en á þessum degi kveðjum við Íslendingar jólahátíðina. Brennur eru í nánast hverju sveitarfélagi. Fréttamaður ræddi við Fanný Gunnarsdóttur, formann íbúaráðs Grafarvogs og einn skipuleggjanda þrettándabrennunnar í Gufunesi, um brennuna. „Við erum í Gufunesi á árlegri þrettándabrennu og hér er búin að vera dagskrá síðan klukkan 17. Byrjaði í Gufunesbænum með kakó og vöfflum, svo kom Skólahljómsveit Grafarvogs og spilaði og leiddi síðan göngu frá Gufunesbænum og út að sviðinu og brennunni,“ sagði Fanný um brennuna. „Svo eru búnar að vera núna að spila fjórar hljómsveitir, ungir krakkar sem eru að stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Þetta er alveg frábært tækifæri sem þau fá en þau eru öll hjá Miðstöðinni sem er vettvangur fyrir krakka í tveimur tónlistarskólum. Svo endar þetta með að Frikki Dór stígur á stokk við mikinn fögnuð,“ sagði hún um tónlistina á brennunni. „Það hafa verið svona þrettándabrennur í áratug eða rúmlega það,“ bætti hún við. Hver myndirðu segja að væri lykillinn að vel heppnaðri brennu? „Það er svo margt, kynningin og Grafarvogur samanstendur af mörgum hverfum og þetta er búið að vera mjög vel kynnt á öllum síðum. Það þarf auðvitað að vera einhver dagskrá, eitthvað sem dregur að og svo þarf auðvitað að vera gott veður,“ sagði Fanný að lokum. Jól Flugeldar Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fréttamaður ræddi við Fanný Gunnarsdóttur, formann íbúaráðs Grafarvogs og einn skipuleggjanda þrettándabrennunnar í Gufunesi, um brennuna. „Við erum í Gufunesi á árlegri þrettándabrennu og hér er búin að vera dagskrá síðan klukkan 17. Byrjaði í Gufunesbænum með kakó og vöfflum, svo kom Skólahljómsveit Grafarvogs og spilaði og leiddi síðan göngu frá Gufunesbænum og út að sviðinu og brennunni,“ sagði Fanný um brennuna. „Svo eru búnar að vera núna að spila fjórar hljómsveitir, ungir krakkar sem eru að stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Þetta er alveg frábært tækifæri sem þau fá en þau eru öll hjá Miðstöðinni sem er vettvangur fyrir krakka í tveimur tónlistarskólum. Svo endar þetta með að Frikki Dór stígur á stokk við mikinn fögnuð,“ sagði hún um tónlistina á brennunni. „Það hafa verið svona þrettándabrennur í áratug eða rúmlega það,“ bætti hún við. Hver myndirðu segja að væri lykillinn að vel heppnaðri brennu? „Það er svo margt, kynningin og Grafarvogur samanstendur af mörgum hverfum og þetta er búið að vera mjög vel kynnt á öllum síðum. Það þarf auðvitað að vera einhver dagskrá, eitthvað sem dregur að og svo þarf auðvitað að vera gott veður,“ sagði Fanný að lokum.
Jól Flugeldar Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira