Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Jón Þór Stefánsson skrifar 8. janúar 2024 23:33 Elon Musk líkir Wall Street Journal við TMZ. EPA Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. Fullyrt er að stjórnendur og stjórnarmeðlimir fyrirtækja Musk, á borð við SpaceX og Tesla, hafi áhyggjur af fíkniefnanotkuninni. Musk neyti efnanna gjarnan í einkapartýjum um víða veröld. Í umræddum samkvæmum séu gestir oft látnir skrifa undir trúnaðarsamninga, eða símar þeirra gerðir upptækir á meðan á gleðskapnum stendur. Sem dæmi fullyrðir Wall Street Journal að Musk hafi tekið nokkrar töflur af LSD í partýi sem hann hélt sjálfur í borginni Los Angeles árið 2018. Hann hafi neytt ofskynjunarsveppa ári seinna í teiti í Mexíkó. Og árið 2021 hafi Elon, ásamt bróður sínum Kimbal Musk, notað ketamín í Miami borg. Neyti enn fíkniefna Haft er eftir heimildarmönnum sem eru nánir auðkýfingnum að fíkniefnanotkunin sé enn í fullum gangi, sérstaklega neysla hans á ketamíni. Umræddir heimildarmenn óttist að haldi fram sem horfi muni það hafa skaðleg áhrif á heilsu auðjöfursins. Hvort sem það gerist eða ekki, þá sé jafnframt óttast um að neyslan skemmi fyrir fyrirtækjum og viðskiptum Musk. Til að mynda er bent á að neysla Musk gæti brotið í bága við samninga fyrirtækja hans við hið opinbera í Bandaríkjunum, og þar með haft áhrif á samninga SpaceX við bandaríska ríkið sem varða milljarða Bandaríkjadala, og tugþúsundir starfa. WSJ verra en TMZ Wall Street Journal segist hafa reynt að ná tali af Musk en án árangurs. Lögmaður á hans vegum fullyrðir þó að Musk hafi farið í regluleg jafnt sem handahófskennd lyfjapróf hjá SpaceX, og að hann hafi staðist þau öll. Lögmaðurinn fullyrti jafnframt að í umfjöllun Wall Street Journal væri að finna fjölda staðreyndavilla, en miðillinn bendir á að hann bendi ekki á hverjar þær séu. Líkt og áður segir hefur Musk gefið lítið fyrir Wall Street Journal og umfjöllun miðilsins. Musk gefur sjálfur lítið fyrir umfjöllunina og fullyrti á samfélagsmiðli sínum X í dag að gæðakröfurnar hjá Wall Street Journal væru minni en hjá æsifréttamiðlinum TMZ. Tesla SpaceX Fjölmiðlar X (Twitter) Bandaríkin Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fullyrt er að stjórnendur og stjórnarmeðlimir fyrirtækja Musk, á borð við SpaceX og Tesla, hafi áhyggjur af fíkniefnanotkuninni. Musk neyti efnanna gjarnan í einkapartýjum um víða veröld. Í umræddum samkvæmum séu gestir oft látnir skrifa undir trúnaðarsamninga, eða símar þeirra gerðir upptækir á meðan á gleðskapnum stendur. Sem dæmi fullyrðir Wall Street Journal að Musk hafi tekið nokkrar töflur af LSD í partýi sem hann hélt sjálfur í borginni Los Angeles árið 2018. Hann hafi neytt ofskynjunarsveppa ári seinna í teiti í Mexíkó. Og árið 2021 hafi Elon, ásamt bróður sínum Kimbal Musk, notað ketamín í Miami borg. Neyti enn fíkniefna Haft er eftir heimildarmönnum sem eru nánir auðkýfingnum að fíkniefnanotkunin sé enn í fullum gangi, sérstaklega neysla hans á ketamíni. Umræddir heimildarmenn óttist að haldi fram sem horfi muni það hafa skaðleg áhrif á heilsu auðjöfursins. Hvort sem það gerist eða ekki, þá sé jafnframt óttast um að neyslan skemmi fyrir fyrirtækjum og viðskiptum Musk. Til að mynda er bent á að neysla Musk gæti brotið í bága við samninga fyrirtækja hans við hið opinbera í Bandaríkjunum, og þar með haft áhrif á samninga SpaceX við bandaríska ríkið sem varða milljarða Bandaríkjadala, og tugþúsundir starfa. WSJ verra en TMZ Wall Street Journal segist hafa reynt að ná tali af Musk en án árangurs. Lögmaður á hans vegum fullyrðir þó að Musk hafi farið í regluleg jafnt sem handahófskennd lyfjapróf hjá SpaceX, og að hann hafi staðist þau öll. Lögmaðurinn fullyrti jafnframt að í umfjöllun Wall Street Journal væri að finna fjölda staðreyndavilla, en miðillinn bendir á að hann bendi ekki á hverjar þær séu. Líkt og áður segir hefur Musk gefið lítið fyrir Wall Street Journal og umfjöllun miðilsins. Musk gefur sjálfur lítið fyrir umfjöllunina og fullyrti á samfélagsmiðli sínum X í dag að gæðakröfurnar hjá Wall Street Journal væru minni en hjá æsifréttamiðlinum TMZ.
Tesla SpaceX Fjölmiðlar X (Twitter) Bandaríkin Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira