Binda enda á 27 ára samstarf sitt Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2024 07:45 Tiger Woods með Nike-derhúfu á MBC Raon Invitational árið 2004. EPA Bandaríski íþróttavörurisinn Nike og bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hafa bundið enda á samstarf sitt sem staðið hefur síðastliðinn 27 ár. Greint var frá þessu í gær. Woods, sem er einn sigursælasti kylfingur sögunnar, hefur notast við vörur og búnað frá Nike og auglýst merkið allt frá því að hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1996. Woods sagði frá því á samfélagsmiðlum í gær að þetta tímabil hafi verið uppfullt af stórkostlegum augnablikum og minningum. „Ef ég myndi byrja að nefna þau þá gæti ég haldið áfram endalaust,“ sagði Woods sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferli sínum. Að sama skapi segir í yfirlýsingu frá Nike að það hafi verið mikill heiður að starfa með „einum af stærstu íþróttamönnum sögunnar“. pic.twitter.com/at0tSskmRm— Tiger Woods (@TigerWoods) January 8, 2024 Woods skrifaði árið 1996, þegar hann var tvítugur og gerðist atvinnumaður, undir fimm ára auglýsinga- og samstarfssamning við Nike sem hljóðaði upp á fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, en Nike hafði á þeim tíma ekki náð mikilli fótfestu innan golfíþróttarinnar. Samningurinn átti eftir að verða einn sá farsælasti í sögu íþrótta, enda bar Woods höfuð og herðar yfir aðra kylfinga um langt tímabil. Áttu Woods og Nike meðal annars eftir að ná saman um tíu ára samstarfssamning þar sem 200 milljónir dala komu í hlut Woods. Woods, sem nú er 48 ára gamall, skipar nú annað sæti yfir þá sem hafa unnið flest stórmót í golfi, en einungis Jack Nicklaus hefur unnið fleiri, eða átján. Tiger Woods vann síðast stórmót árið 2019 þegar lann landaði titlinum á US Masters á Augustavellinum. Auglýsinga- og markaðsmál Bandaríkin Golf Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Greint var frá þessu í gær. Woods, sem er einn sigursælasti kylfingur sögunnar, hefur notast við vörur og búnað frá Nike og auglýst merkið allt frá því að hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1996. Woods sagði frá því á samfélagsmiðlum í gær að þetta tímabil hafi verið uppfullt af stórkostlegum augnablikum og minningum. „Ef ég myndi byrja að nefna þau þá gæti ég haldið áfram endalaust,“ sagði Woods sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferli sínum. Að sama skapi segir í yfirlýsingu frá Nike að það hafi verið mikill heiður að starfa með „einum af stærstu íþróttamönnum sögunnar“. pic.twitter.com/at0tSskmRm— Tiger Woods (@TigerWoods) January 8, 2024 Woods skrifaði árið 1996, þegar hann var tvítugur og gerðist atvinnumaður, undir fimm ára auglýsinga- og samstarfssamning við Nike sem hljóðaði upp á fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, en Nike hafði á þeim tíma ekki náð mikilli fótfestu innan golfíþróttarinnar. Samningurinn átti eftir að verða einn sá farsælasti í sögu íþrótta, enda bar Woods höfuð og herðar yfir aðra kylfinga um langt tímabil. Áttu Woods og Nike meðal annars eftir að ná saman um tíu ára samstarfssamning þar sem 200 milljónir dala komu í hlut Woods. Woods, sem nú er 48 ára gamall, skipar nú annað sæti yfir þá sem hafa unnið flest stórmót í golfi, en einungis Jack Nicklaus hefur unnið fleiri, eða átján. Tiger Woods vann síðast stórmót árið 2019 þegar lann landaði titlinum á US Masters á Augustavellinum.
Auglýsinga- og markaðsmál Bandaríkin Golf Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira