Óöld í Ekvador Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2024 12:37 Forseti Ekvador hefur sett á sextíu daga útgöngubann og skipað hernum að gera út af við á þriðja tug glæpagengja. AP/Cesar Munoz Forseti Ekvador hefur lýst yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu þar í landi í kjölfar þess að alræmdur leiðtogi glæpagengis hvarf úr fangelsi. Skotbardagar hafa átt sér stað víðs vegar um landið, sprengingar og umfangsmikil rán. Þá hafa fangar hafið óeirðir í nokkrum fangelsum Ekvador á undanfarinni viku. Í gær ruddust svo vopnaðir menn inn í upptökuver hjá miðlinum TC í borginni Guayaquil í gær og tóku þar fólk í gíslingu. Daniel Noboa, forseti hefur því lýst yfir sextíu daga neyðarástandi en það felur í sér landlægt útgöngubann og gerir hernum kleift að vakta götur landsins og taka yfir stjórn fangelsa. Talið er að glæpagengi stjórni í raun allt að fjórðungi fangelsa Ekvador. Þúsundir lögreglumanna og hermanna hafa verið kallaðir út til að leita að glæpaleiðtoganum alræmda, Adolfo Macías, samkvæmt frétt New York Times. Ríkisstjórn Ekvador hafði nýverið gefið út þá skipun að Macías yrði fluttur í hámarksöryggisfangelsi, sem talið er að hafa leitt til þess að hann flúði. Forsetinn hefur skipað hernum að gera útaf við á þriðja tug glæpagengja í Ekvador og kallaði hann þau hryðjuverkasamtök. Glæpir og áhrifamikil glæpagengi hafa lengi veið mikið vandamál í Ekvador en ofbeldisglæpir eru hvergi í Suður-Ameríku jafn tíðir og þar. Í kosningabaráttu sinni tók Noboa sérstaklega harða afstöðu í glæpamálum. Annar forsetaframbjóðandi var myrtur í ágúst en hann sagði nokkrum dögum áður en hann dó að honum hefði borist hótanir vegna gagnrýni hans á glæpasamtök og fyrrverandi ríkisstjórn landsins. Sjá einnig: Bananaprins kjörinn forseti í Ekvador Í frétt CNN segir að átta hafi dáið í borginni Guayaquil í gær og tveir lögregluþjónar hafi dáið í borginni Nobol. Þá hafi tíu verið handteknir í borginni Machala í gær þegar þrír lögregluþjónar voru frelsaðir úr haldi glæpamanna. Fyrr í gær hafði lögreglan sagt að sjö lögregluþjónar hefðu verið teknir í gíslingu í þremur borgum Ekvador. Þá sagði lögreglan í morgun að búið væri að handtaka rúmlega sjötíu manns frá því neyðarástandinu var lýst yfir og leggja hald á átta sprengjur, fimmtán bensínsprengjur, níu byssur, skotfæri, sex mótorhjól og sex bíla. Ekvador Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Í gær ruddust svo vopnaðir menn inn í upptökuver hjá miðlinum TC í borginni Guayaquil í gær og tóku þar fólk í gíslingu. Daniel Noboa, forseti hefur því lýst yfir sextíu daga neyðarástandi en það felur í sér landlægt útgöngubann og gerir hernum kleift að vakta götur landsins og taka yfir stjórn fangelsa. Talið er að glæpagengi stjórni í raun allt að fjórðungi fangelsa Ekvador. Þúsundir lögreglumanna og hermanna hafa verið kallaðir út til að leita að glæpaleiðtoganum alræmda, Adolfo Macías, samkvæmt frétt New York Times. Ríkisstjórn Ekvador hafði nýverið gefið út þá skipun að Macías yrði fluttur í hámarksöryggisfangelsi, sem talið er að hafa leitt til þess að hann flúði. Forsetinn hefur skipað hernum að gera útaf við á þriðja tug glæpagengja í Ekvador og kallaði hann þau hryðjuverkasamtök. Glæpir og áhrifamikil glæpagengi hafa lengi veið mikið vandamál í Ekvador en ofbeldisglæpir eru hvergi í Suður-Ameríku jafn tíðir og þar. Í kosningabaráttu sinni tók Noboa sérstaklega harða afstöðu í glæpamálum. Annar forsetaframbjóðandi var myrtur í ágúst en hann sagði nokkrum dögum áður en hann dó að honum hefði borist hótanir vegna gagnrýni hans á glæpasamtök og fyrrverandi ríkisstjórn landsins. Sjá einnig: Bananaprins kjörinn forseti í Ekvador Í frétt CNN segir að átta hafi dáið í borginni Guayaquil í gær og tveir lögregluþjónar hafi dáið í borginni Nobol. Þá hafi tíu verið handteknir í borginni Machala í gær þegar þrír lögregluþjónar voru frelsaðir úr haldi glæpamanna. Fyrr í gær hafði lögreglan sagt að sjö lögregluþjónar hefðu verið teknir í gíslingu í þremur borgum Ekvador. Þá sagði lögreglan í morgun að búið væri að handtaka rúmlega sjötíu manns frá því neyðarástandinu var lýst yfir og leggja hald á átta sprengjur, fimmtán bensínsprengjur, níu byssur, skotfæri, sex mótorhjól og sex bíla.
Ekvador Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira