Stækka sprunguna með gröfu Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2024 13:09 Stórtækar vinnuvélar eru við vinnu á vettvangi. Vísir/Sigurjón Verkfæri manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindvík í morgun fundust ofan í sprungunni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir allt benda til þess að maðurinn hafi farið ofan í sprunguna ásamt verkfærunum. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Hans er enn leitað. Úlfar Lúðvíksson segir í samtali við Vísi að ekki sé tímabært að greina frá því um hvers konar verkfæri er að ræða þar sem staðan sé viðkvæm. Sérsveitarmenn komi meðal annarra að leitinni, sem hefur staðið yfir frá því á ellefta tímanum í morgun. Víkurfréttir greindu fyrst frá því að verkfæri hafi fundist. Eins og sjá má í myndskeiðinu og á myndunum hér að neðan eru aðgerðir í bænum viðamiklar og meðal annars er notast við stærðarinnar krana við leitina að manninum. Þá eru leitarhundar mættir á vettvang. Að sögn fréttamanns á vettvangi bætist sífellt í fjölda björgunarsveitabíla á vettvangi. Aðgangur fréttamanna og annarra er verulega takmarkaður á meðan aðgerðir standa yfir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú unnið að því að rýmka op sprungunnar til þess að unnt sé að láta körfu síga örugglega ofan í sprunguna. Mikið hafi hrunið úr köntum sprungunnar þegar karfan var fyrst látin síga niður. Björgunarsveitarmenn hafa lagt út stærðarinnar net á vettvangi. Netið verður svo notað til þess að takmarka hrun úr köntum sprungunnar.Vísir/Margrét Aðgerðatjald hefur verið sett upp við sprunguna.Vísir/Margrét Töluvert hefur bæst í hóp björgunarsveitafólks nú síðdegis.Vísir/Margrét Fjölmennt lið björgunarsveita og lögreglu er á svæðinu.Vísir/Margrét Aðgengi að svæðinu er takmarkað.Vísir/Margrét Úlfar segir að aðstæðar á vettvangi séu viðsjárverðar en að leitar- og björgunaraðgerðir muni standa yfir þar til maðurinn finnst. Þá segir að hann að menn að vinnu við viðgerðir í bænum hafi verið beðnir um að taka sér pásu á meðan leit stendur yfir. Á fimmta tug björgunarsveitarmanna á vettvangi Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarfólk af öllum Suðurnesjum hafi verið kallað út og nú hafi svokallaður undanfararhópur frá höfuðborgarsvæðinu bæst í hópinn og nú séu á fimmta tug á vettvangi. Hann segir að meðlimir undanfararhópsins séu vanir fjallabjörgunarmenn sem muni nú láta sig síga niður í sprunguna til þess að leita ofan í henni. Þá segir Jón Þór að allt bendi til þess að maðurinn sé ofan í sprungunni en að björgunarsveitir kembi þó svæðið í kringum sprunguna líka. Björgunarsveitarmenn leita víðar en ofan í sprungunni.Vísir/Margrét Veðrið versnar Í samtali við fréttamann á vettvangi segir Jón Þór að aðstæður séu mjög erfiðar á vettvangi. Sprungan sé mjög djúp og hætta sé á frekara hruni úr henni. Þá bæti ekki úr skák að veður hefur versnað talsvert. Farið verði með allri aðgát svo að björgunarsveitarmönnum verði ekki teflt í hættu við leitaraðgerðir. Sigmenn á vegum Landsbjargar hafi farið ofan í sprunguna laust fyrir klukkan 15 til þess að kanna aðstæður og leita. Að sögn þeirra sé sprungan „mjög djúp“ og hætt sé við því að hrynji úr köntum hennar. Þá muni bætast í hóp sigmanna. Var að vinnu við jarðvegsþjöppun Í tilkynningu á vef lögreglunnar, um mögulegt vinnuslys í Grindavík, segir að maðurinn sem nú er leitað hafi verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Í samtali við Vísi laust fyrir klukkan 16 sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að staðan væri óbreytt. Mannsins væri enn leitað og aðgerðin væri mikil og flókinu. Fréttin hefur verið og verður uppfærð. Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Féll í sprungu í Grindavík Tengdar fréttir Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. 10. janúar 2024 11:32 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson segir í samtali við Vísi að ekki sé tímabært að greina frá því um hvers konar verkfæri er að ræða þar sem staðan sé viðkvæm. Sérsveitarmenn komi meðal annarra að leitinni, sem hefur staðið yfir frá því á ellefta tímanum í morgun. Víkurfréttir greindu fyrst frá því að verkfæri hafi fundist. Eins og sjá má í myndskeiðinu og á myndunum hér að neðan eru aðgerðir í bænum viðamiklar og meðal annars er notast við stærðarinnar krana við leitina að manninum. Þá eru leitarhundar mættir á vettvang. Að sögn fréttamanns á vettvangi bætist sífellt í fjölda björgunarsveitabíla á vettvangi. Aðgangur fréttamanna og annarra er verulega takmarkaður á meðan aðgerðir standa yfir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú unnið að því að rýmka op sprungunnar til þess að unnt sé að láta körfu síga örugglega ofan í sprunguna. Mikið hafi hrunið úr köntum sprungunnar þegar karfan var fyrst látin síga niður. Björgunarsveitarmenn hafa lagt út stærðarinnar net á vettvangi. Netið verður svo notað til þess að takmarka hrun úr köntum sprungunnar.Vísir/Margrét Aðgerðatjald hefur verið sett upp við sprunguna.Vísir/Margrét Töluvert hefur bæst í hóp björgunarsveitafólks nú síðdegis.Vísir/Margrét Fjölmennt lið björgunarsveita og lögreglu er á svæðinu.Vísir/Margrét Aðgengi að svæðinu er takmarkað.Vísir/Margrét Úlfar segir að aðstæðar á vettvangi séu viðsjárverðar en að leitar- og björgunaraðgerðir muni standa yfir þar til maðurinn finnst. Þá segir að hann að menn að vinnu við viðgerðir í bænum hafi verið beðnir um að taka sér pásu á meðan leit stendur yfir. Á fimmta tug björgunarsveitarmanna á vettvangi Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarfólk af öllum Suðurnesjum hafi verið kallað út og nú hafi svokallaður undanfararhópur frá höfuðborgarsvæðinu bæst í hópinn og nú séu á fimmta tug á vettvangi. Hann segir að meðlimir undanfararhópsins séu vanir fjallabjörgunarmenn sem muni nú láta sig síga niður í sprunguna til þess að leita ofan í henni. Þá segir Jón Þór að allt bendi til þess að maðurinn sé ofan í sprungunni en að björgunarsveitir kembi þó svæðið í kringum sprunguna líka. Björgunarsveitarmenn leita víðar en ofan í sprungunni.Vísir/Margrét Veðrið versnar Í samtali við fréttamann á vettvangi segir Jón Þór að aðstæður séu mjög erfiðar á vettvangi. Sprungan sé mjög djúp og hætta sé á frekara hruni úr henni. Þá bæti ekki úr skák að veður hefur versnað talsvert. Farið verði með allri aðgát svo að björgunarsveitarmönnum verði ekki teflt í hættu við leitaraðgerðir. Sigmenn á vegum Landsbjargar hafi farið ofan í sprunguna laust fyrir klukkan 15 til þess að kanna aðstæður og leita. Að sögn þeirra sé sprungan „mjög djúp“ og hætt sé við því að hrynji úr köntum hennar. Þá muni bætast í hóp sigmanna. Var að vinnu við jarðvegsþjöppun Í tilkynningu á vef lögreglunnar, um mögulegt vinnuslys í Grindavík, segir að maðurinn sem nú er leitað hafi verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Í samtali við Vísi laust fyrir klukkan 16 sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að staðan væri óbreytt. Mannsins væri enn leitað og aðgerðin væri mikil og flókinu. Fréttin hefur verið og verður uppfærð.
Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Féll í sprungu í Grindavík Tengdar fréttir Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. 10. janúar 2024 11:32 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. 10. janúar 2024 11:32