Morðhótun með mynd af strengjabrúðu Storytel 12. janúar 2024 13:53 Nýjasta spennusaga Óskars Guðmundssonar (t.h.), Brúðumeistarinn, kom út nýlega hjá Storytel. Daníel Ágúst Haraldsson les söguna. Myndir/Eva Schram. Fyrr í vikunni kom út hjá Storytel spennusagan Brúðumeistarinn eftir verðlaunahöfundinn Óskar Guðmundsson í mögnuðum lestri Daníels Ágústs Haraldssonar. Bókin er allt í senn; spennandi, hrollvekjandi og áleitin glæpasaga þar sem rannsóknarteymið Ylfa og Valdimar koma við sögu. Í Brúðumeistaranum finnast tveir drengir af vistheimilinu Björtuborgum í Hvalfirði látnir í Reykjavíkurhöfn árið 1975. Þótt allt bendi til þess að um morð sé að ræða lendir rannsóknin í öngstræti þangað til átta árum síðar, eða árið 1983. Þá fá fimm mjög ólíkir einstaklingar dularfull bréf þar sem þeim er hótað dauða ef þau segja ekki sannleikann. Á hverju bréfi er lítil mynd af strengjabrúðu. „Hugmyndin af sögunni er samansafn atriða sem mér hafa verið hugleikin og kviknaði að hluta til fyrir alllöngu,“ segir Óskar Guðmundsson. Hann segir söguna taka á ýmsum kýlum samfélagsins, t.a.m. þeim atburðum sem áttu sér stað á hinum ýmsu stofnunum sem voru ætluð ungum „vandræða“drengjum og hverju það skilaði sér í raun. „Ég held það sé óhætt að segja að mörg þessara ungmenna skiluðu sér til baka með sýnileg og ósýnileg sár. Þá fannst mér áhugavert að takast á við frændhygli og klíkuskap valdhafa sem oft vill verða áberandi í okkar fámenni. Ég drep niður fæti í sértrúarsöfnuði og hvaða áhrif slíkir söfnuðir geta haft á sálartetrið. Og allt er þetta kannski spurningin um strengjabrúðuna og hverjir í rauninni haldi í strengina.“ Þegar einn fimmmenninganna finnst myrtur á hrottafenginn hátt og um leið stillt upp sem strengjabrúðu, fellur málið í hendur rannsóknarlögreglumannsins Valdimars og nýliðans Ylfu. Fljótlega koma í ljós tengslin á milli morðsins, bréfanna og drengjanna sem fundust í höfninni átta árum áður. Tvíeykið rannsakar málið í kappi við tímann en um leið þarf Ylfa að glíma við skugga eigin fortíðar með dyggum stuðningi Valdimars. Sagan gerist árið 1983 og þar er Óskar m.a. að fjalla um unga rannsóknarlögreglukonu sem vinnur á afar karllægum vinnustað. „Ylfa á undir högg að sækja, bæði á vinnustaðnum en líka í einkalífinu, en er þó hörð í horn að taka.“ Vinnufélagi hennar, rannsóknarlögreglumaðurinn Valdimar, sem er að nálgast eftirlaunaaldurinn, er reynslubolti innan lögreglunnar. „Það má kannski segja að hann sé á undan sinni samtíð þegar kemur að jafnrétti kynjanna þó það skíni í gömlu viðhorfin sem tíðkuðust kannski á þessum tíma. Samband þeirra einkennist af væntumþykju og vináttu en umfram allt þeirri virðingu sem þau bera fyrir hvoru öðru.“ Brúðumeistarinn er önnur bókin í þríleik en Dansarinn var sú fyrsta. „Við fáum alltaf að kynnast þeim betur og betur og lífið leikur Ylfu grátt í Brúðumeistaranum. Í þriðju sögunni reynir þó enn meira á þolrifin og ekki aðeins hjá Ylfu heldur einnig Valdimari.“ Fyrsta bókin í seríunni, Dansarinn, vakti mikla lukku og hlaut Íslensku hljóðbókaverðlaunin sem besta glæpasaga ársins 2021 og var ein vinsælasta bók Storytel það árið. Óskar sló fyrst í gegn með bók sinni Hilmu og á eftir fylgdu bækurnar Blóðengill, Boðorðin og Dansarinn sem hlutu allar frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Hilma hlaut Blóðdropann sem besta glæpasaga ársins og var tilnefnd til Glerlykilsins sem besta norræna glæpasagan. „Ég hef verið mjög lánsamur með móttökur minna bóka og er fullur þakklætis. Það að fá viðurkenningar fyrir skrifin gefur manni mjög mikið og byr undir báða vængi. Ég get alveg viðurkennt það hér að það kemur fyrir að maður lendir í djúpum efasemdardal og trúin á eigin skrif hafa nálgast núllið. En bæði með tilkomu þeirra viðurkenninga sem ég hef hlotið, og ekki síst hvatningu frá mínum nánustu, þá réttir maður úr bakinu og mundar fingurna á lyklaborðinu að nýju með bros á vör.“ Bókum Óskars hefur einnig verið vel tekið erlendis og hafa verið þýddar á ensku, dönsku, sænsku og finnsku. Þessa dagana er Óskar að fylgja eftir Dansaranum sem var gefin út í Bretlandi á dögunum en annars er hann byrjaður að móta þriðju bókina í þríleiknum. „Mig klæjar í skinninu að takast á við umfjöllunarefnið. Dauðlangar að segja meira frá því hér og nú en líklega er best að hinkra aðeins með það. Eins og ég nefndi þá er ýmislegt sem á eftir að koma á óvart hjá þeim Ylfu og Valdimari og ég get lofað þeim sem líkaði við Dansarann og Brúðumeistarann verða ekki sviknir því sennilega verður þar á ferðinni ein mesta rússíbanareið hingað til og gott að spenna beltin.“ Bókmenntir Menning Bókaútgáfa Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Sjá meira
Í Brúðumeistaranum finnast tveir drengir af vistheimilinu Björtuborgum í Hvalfirði látnir í Reykjavíkurhöfn árið 1975. Þótt allt bendi til þess að um morð sé að ræða lendir rannsóknin í öngstræti þangað til átta árum síðar, eða árið 1983. Þá fá fimm mjög ólíkir einstaklingar dularfull bréf þar sem þeim er hótað dauða ef þau segja ekki sannleikann. Á hverju bréfi er lítil mynd af strengjabrúðu. „Hugmyndin af sögunni er samansafn atriða sem mér hafa verið hugleikin og kviknaði að hluta til fyrir alllöngu,“ segir Óskar Guðmundsson. Hann segir söguna taka á ýmsum kýlum samfélagsins, t.a.m. þeim atburðum sem áttu sér stað á hinum ýmsu stofnunum sem voru ætluð ungum „vandræða“drengjum og hverju það skilaði sér í raun. „Ég held það sé óhætt að segja að mörg þessara ungmenna skiluðu sér til baka með sýnileg og ósýnileg sár. Þá fannst mér áhugavert að takast á við frændhygli og klíkuskap valdhafa sem oft vill verða áberandi í okkar fámenni. Ég drep niður fæti í sértrúarsöfnuði og hvaða áhrif slíkir söfnuðir geta haft á sálartetrið. Og allt er þetta kannski spurningin um strengjabrúðuna og hverjir í rauninni haldi í strengina.“ Þegar einn fimmmenninganna finnst myrtur á hrottafenginn hátt og um leið stillt upp sem strengjabrúðu, fellur málið í hendur rannsóknarlögreglumannsins Valdimars og nýliðans Ylfu. Fljótlega koma í ljós tengslin á milli morðsins, bréfanna og drengjanna sem fundust í höfninni átta árum áður. Tvíeykið rannsakar málið í kappi við tímann en um leið þarf Ylfa að glíma við skugga eigin fortíðar með dyggum stuðningi Valdimars. Sagan gerist árið 1983 og þar er Óskar m.a. að fjalla um unga rannsóknarlögreglukonu sem vinnur á afar karllægum vinnustað. „Ylfa á undir högg að sækja, bæði á vinnustaðnum en líka í einkalífinu, en er þó hörð í horn að taka.“ Vinnufélagi hennar, rannsóknarlögreglumaðurinn Valdimar, sem er að nálgast eftirlaunaaldurinn, er reynslubolti innan lögreglunnar. „Það má kannski segja að hann sé á undan sinni samtíð þegar kemur að jafnrétti kynjanna þó það skíni í gömlu viðhorfin sem tíðkuðust kannski á þessum tíma. Samband þeirra einkennist af væntumþykju og vináttu en umfram allt þeirri virðingu sem þau bera fyrir hvoru öðru.“ Brúðumeistarinn er önnur bókin í þríleik en Dansarinn var sú fyrsta. „Við fáum alltaf að kynnast þeim betur og betur og lífið leikur Ylfu grátt í Brúðumeistaranum. Í þriðju sögunni reynir þó enn meira á þolrifin og ekki aðeins hjá Ylfu heldur einnig Valdimari.“ Fyrsta bókin í seríunni, Dansarinn, vakti mikla lukku og hlaut Íslensku hljóðbókaverðlaunin sem besta glæpasaga ársins 2021 og var ein vinsælasta bók Storytel það árið. Óskar sló fyrst í gegn með bók sinni Hilmu og á eftir fylgdu bækurnar Blóðengill, Boðorðin og Dansarinn sem hlutu allar frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Hilma hlaut Blóðdropann sem besta glæpasaga ársins og var tilnefnd til Glerlykilsins sem besta norræna glæpasagan. „Ég hef verið mjög lánsamur með móttökur minna bóka og er fullur þakklætis. Það að fá viðurkenningar fyrir skrifin gefur manni mjög mikið og byr undir báða vængi. Ég get alveg viðurkennt það hér að það kemur fyrir að maður lendir í djúpum efasemdardal og trúin á eigin skrif hafa nálgast núllið. En bæði með tilkomu þeirra viðurkenninga sem ég hef hlotið, og ekki síst hvatningu frá mínum nánustu, þá réttir maður úr bakinu og mundar fingurna á lyklaborðinu að nýju með bros á vör.“ Bókum Óskars hefur einnig verið vel tekið erlendis og hafa verið þýddar á ensku, dönsku, sænsku og finnsku. Þessa dagana er Óskar að fylgja eftir Dansaranum sem var gefin út í Bretlandi á dögunum en annars er hann byrjaður að móta þriðju bókina í þríleiknum. „Mig klæjar í skinninu að takast á við umfjöllunarefnið. Dauðlangar að segja meira frá því hér og nú en líklega er best að hinkra aðeins með það. Eins og ég nefndi þá er ýmislegt sem á eftir að koma á óvart hjá þeim Ylfu og Valdimari og ég get lofað þeim sem líkaði við Dansarann og Brúðumeistarann verða ekki sviknir því sennilega verður þar á ferðinni ein mesta rússíbanareið hingað til og gott að spenna beltin.“
Bókmenntir Menning Bókaútgáfa Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Sjá meira