32 naggrísum komið fyrir á fósturheimili Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2024 10:10 Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp fjölmenntu á þremur bílum með fleiri búr og sóttu naggrísina. Í ljós kom að þeir voru 32 talsins og höfðu dvalið í óupphituðu húsi. vísir Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp Íslands forðuðu 32 naggrísum frá aflífun með því að koma þeim úr óupphituðu hesthúsi og yfir á fósturheimili. Þeir leita nú að framtíðarheimili. Fyrir jól hafði dýralæknir samband við Dýrahjálp Íslands og sagði að hún hefði fengið beiðni um að aflífa fleiri en tuttugu naggrísi sem fundust í hesthúsi. „Og hún hafði samband við okkur til að athuga hvort við hefðum tök á að taka við þeim frekar og í kjölfarið var sú sem átti þá mjög hamingjusöm með að hægt væri að koma þeim annað í stað þess að aflífa þá,“ Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Dýrin hafi verið í góðu ásigkomulagi og við góða heilsu enda segir Sonja að hugsað hafi verið vel um þá. Sonja og Aron starfa hjá dýrahjálp. Harpa Valdís er nú með þrjá naggrísi í fóstri sem bíða þess að komast á framtíðarheimili.einar árnason Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp fjölmenntu á þremur bílum með fleiri búr og sóttu naggrísina. Í ljós kom að þeir voru 32 talsins og höfðu dvalið í óupphituðu húsi. „Naggrísir eru hitabeltisdýr og vilja frekar vera í mjög hlýju umhverfi. Koma frá Suður-Ameríku og líður mjög illa í kulda.“ Hver og einn naggrís var vigtaður. kyngreindur og klærnar klipptar. Þeim var öllum komið fyrir á fósturheimilum og leita nú að framtíðarheimili. Dýrin voru öll vigtuð og þau kyngreind.dýrahálp íslands „Ég hef átt núna fimm naggrísi og þetta eru yndisleg dýr, það er eins og bíó að fylgjast með þeim. Þeir eru ekkert smá fyndnir, sagði Aron Ingi Smárason,“ sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands. Þeir séu stórskemmtilegir en þarfnist pláss og tíma. Dýrin lifa í fimm til sjö ár. Eru hópdýr og líður best nokkrum saman. Svakalegt krútt.einar árnason Harpa er ein þeirra sem hefur skotið skjólshúsi yfir dýr og tekið þau í fóstur þar til framtíðarheimili finnst. „Ég hef verið neyðarfóstur aðallega og svo ákvað ég að taka við þessum grísum núna, þær eru svolítið mikið skemmtilegar,“ segir Harpa Valdís Þorkelsdóttir, með naggrísi í fóstri. Þessum finnst ferskt grænmeti hrikalega gott eins og flestum naggrísum.einar árnason Á vefsíðu Dýrahjálpar má finna yfirlit yfir þau dýr sem eru í heimilisleit og hvetja Aron og Sonja þau sem eru áhugasöm um að hafa samband. Lubbi er eini naggrísinn sem kominn er á framtíðarheimili. Og sjáið hvað hann er kátur með það. dýrahjálp íslands Myndir þú mæla með þessu? „Algjörlega, ef þú ert með plássið og finnst lítil dýr skemmtileg sem gefa alls konar hljóð frá sér. Klárlega.“ Dýr Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fyrir jól hafði dýralæknir samband við Dýrahjálp Íslands og sagði að hún hefði fengið beiðni um að aflífa fleiri en tuttugu naggrísi sem fundust í hesthúsi. „Og hún hafði samband við okkur til að athuga hvort við hefðum tök á að taka við þeim frekar og í kjölfarið var sú sem átti þá mjög hamingjusöm með að hægt væri að koma þeim annað í stað þess að aflífa þá,“ Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Dýrin hafi verið í góðu ásigkomulagi og við góða heilsu enda segir Sonja að hugsað hafi verið vel um þá. Sonja og Aron starfa hjá dýrahjálp. Harpa Valdís er nú með þrjá naggrísi í fóstri sem bíða þess að komast á framtíðarheimili.einar árnason Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp fjölmenntu á þremur bílum með fleiri búr og sóttu naggrísina. Í ljós kom að þeir voru 32 talsins og höfðu dvalið í óupphituðu húsi. „Naggrísir eru hitabeltisdýr og vilja frekar vera í mjög hlýju umhverfi. Koma frá Suður-Ameríku og líður mjög illa í kulda.“ Hver og einn naggrís var vigtaður. kyngreindur og klærnar klipptar. Þeim var öllum komið fyrir á fósturheimilum og leita nú að framtíðarheimili. Dýrin voru öll vigtuð og þau kyngreind.dýrahálp íslands „Ég hef átt núna fimm naggrísi og þetta eru yndisleg dýr, það er eins og bíó að fylgjast með þeim. Þeir eru ekkert smá fyndnir, sagði Aron Ingi Smárason,“ sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp Íslands. Þeir séu stórskemmtilegir en þarfnist pláss og tíma. Dýrin lifa í fimm til sjö ár. Eru hópdýr og líður best nokkrum saman. Svakalegt krútt.einar árnason Harpa er ein þeirra sem hefur skotið skjólshúsi yfir dýr og tekið þau í fóstur þar til framtíðarheimili finnst. „Ég hef verið neyðarfóstur aðallega og svo ákvað ég að taka við þessum grísum núna, þær eru svolítið mikið skemmtilegar,“ segir Harpa Valdís Þorkelsdóttir, með naggrísi í fóstri. Þessum finnst ferskt grænmeti hrikalega gott eins og flestum naggrísum.einar árnason Á vefsíðu Dýrahjálpar má finna yfirlit yfir þau dýr sem eru í heimilisleit og hvetja Aron og Sonja þau sem eru áhugasöm um að hafa samband. Lubbi er eini naggrísinn sem kominn er á framtíðarheimili. Og sjáið hvað hann er kátur með það. dýrahjálp íslands Myndir þú mæla með þessu? „Algjörlega, ef þú ert með plássið og finnst lítil dýr skemmtileg sem gefa alls konar hljóð frá sér. Klárlega.“
Dýr Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira