Á vef Vegagerðarinnar segir að veginum hafi verið lokað laust eftir klukkan 07 í morgun vegna umferðarslyss. Vakthafandi varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynning hafi borist vegna slyssins og sjúkrabíll sendur á vettvang.
Það hafi þó reynst óþarfi þar sem enginn hafi slasast í árekstrinum. Talvert tjón hafi þó orðið á bifreiðunum.

Uppfært: Vegurinn var opnaður á ný skömmu eftir klukkan 08 í morgun.