Erfitt að lýsa hvernig er að sjá samfélagið brotna hægt og rólega Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 14. janúar 2024 20:26 Haukur Einarsson Grindvíkingur var í bænum í fyrsta sinn í tvo mánuði þegar rýmingin átti sér stað. Vísir/Sigurjón Gist var í níutíu húsum í Grindavík í nótt og eins og áður segir gekk rýmingin vel í nótt. Einn þeirra sem gisti í bænum segir erfitt að lýsa því hvernig það er að horfa á samfélagið sitt hægt og rólega brotna niður. Hann segist hafa náð að halda ró sinni við rýmingu en mögulega eigi sorgin eftir að koma síðar. Þeir Grindvíkingar sem dvöldu í bænum í nótt vöknuðu við sírenur þegar Almannavarnir hófu að rýma bæinn skömmu eftir klukkan fjögur í morgun. Gist var á um það bil níutíu heimilum, svipað og hafði verið dagana þar á undan. Einn þeirra sem sváfu í bænum í nótt er Haukur Einarsson. Hann fór með eiginkonu sinni í bæinn í fyrsta sinn í tvo mánuði í gær. „Við lentum í matarboði hjá góðum vinum, allt gekk í lyndi og bara allt í rólegheitum. Fáir í bænum. Svo byrjaði hundurinn að gelta um þrjú leytið, sonur minn hringdi skömmu eftir en hann var andvaka í Reykjavík. Strax í kjölfarið kemur SMS um rýmingu. Þá var bara að taka saman og fljótlega heyrði ég í sírenum í bænum,“ segir Haukur. Hvernig var tilfinningin að koma í bæinn í fyrsta skipti í tvo mánuði og þurfa svo að rýma allt? „Ég var svo sem alveg rólegur yfir því en það hefur svo margt verið að hellast yfir okkur Grindvíkinga, sem er búið að slá okkur hægri vinstri. Sorgin kemur kannski seinna. Maður reynir að vera sterkur í dag, komast í gegnum þetta.“ Innviðir í bænum séu ekki það mikilvægasta í stóra samhenginu. „Húsið mitt er dauður hlutur. Það er samfélagið sem ég bý í. Það tekur mig sárt,“ segir Haukur. „Þetta er samfélagið sem maður er að sjá hægt og rólega brotna. Það er erfitt að lýsa því í lýsingarorðum hvernig maður horfir á það.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Þeir Grindvíkingar sem dvöldu í bænum í nótt vöknuðu við sírenur þegar Almannavarnir hófu að rýma bæinn skömmu eftir klukkan fjögur í morgun. Gist var á um það bil níutíu heimilum, svipað og hafði verið dagana þar á undan. Einn þeirra sem sváfu í bænum í nótt er Haukur Einarsson. Hann fór með eiginkonu sinni í bæinn í fyrsta sinn í tvo mánuði í gær. „Við lentum í matarboði hjá góðum vinum, allt gekk í lyndi og bara allt í rólegheitum. Fáir í bænum. Svo byrjaði hundurinn að gelta um þrjú leytið, sonur minn hringdi skömmu eftir en hann var andvaka í Reykjavík. Strax í kjölfarið kemur SMS um rýmingu. Þá var bara að taka saman og fljótlega heyrði ég í sírenum í bænum,“ segir Haukur. Hvernig var tilfinningin að koma í bæinn í fyrsta skipti í tvo mánuði og þurfa svo að rýma allt? „Ég var svo sem alveg rólegur yfir því en það hefur svo margt verið að hellast yfir okkur Grindvíkinga, sem er búið að slá okkur hægri vinstri. Sorgin kemur kannski seinna. Maður reynir að vera sterkur í dag, komast í gegnum þetta.“ Innviðir í bænum séu ekki það mikilvægasta í stóra samhenginu. „Húsið mitt er dauður hlutur. Það er samfélagið sem ég bý í. Það tekur mig sárt,“ segir Haukur. „Þetta er samfélagið sem maður er að sjá hægt og rólega brotna. Það er erfitt að lýsa því í lýsingarorðum hvernig maður horfir á það.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira