Mikilvægt að finna jafnvægið í áramótaheitunum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. janúar 2024 11:19 Þóra Rós stendur fyrir viðburðinum Heil helgi á Hótel Kviku. Aðsend Jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir segir að fólk eigi í hættu á að fara of geyst af stað í janúar út frá háleitum áramótaheitum. Mikilvægast sé að tileinka sér jafnvægi en hún leggur sjálf mikið upp úr því. Þóra Rós stendur fyrir jógaviðburði á Hótel Kviku þar sem hún deilir því sem hún sjálf hefur lært á sinni vegferð. Þóra Rós deilir jógastöðu vikunnar hér á Vísi þar sem hún kennir lesendum hinar ýmsu jógastöður. Annan til fjórða febrúar verður hún með viðburðinn Heil helgi á Hótel Kviku. Hættan að tankurinn klárist í febrúar „Hugmyndin er skemmtileg helgi þar sem ég leiðbeini konum í átt að bættri heilsu og deili því sem ég hef lært á minni vegferð. Núna í byrjun árs eru margir eflaust búnir að strengja áramótaheit og ætla heldur betur að bæta sig. Þá er hættan að fólk fari of geyst af stað, ætla að sigra heiminn strax í janúar og er svo búið með tankinn í febrúar og fara þá aftur í sama farið.“ Hún segist halda að öll þurfum við að staldra við og vera meira meðvituð um okkur sjálf. „Við munum skoða hvernig við erum að eyða orkunni okkar. Við förum yfir hreyfingu, sjálfsstjórn og svo hluti eins og hvaða fólk við erum að umgangast og hvaða áhrif hafa þau samskipti á okkur. Þetta þarf allt að haldast í hendur. Markmið nást ekki með því einfaldlega að setja þau heldur þarf að marka sér skýra stefnu og skref til þess að ná þeim. Annars eru þetta bara draumórar sem verða aldrei að veruleika. Þetta er allt spurning um jafnvægi. Að vita hvenær maður á að gefa í og hvenær á að slaka á, að kunna að hlusta á líkamann og fylgja hjartanu. Læra að setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Að gera eitthvað á hverjum degi sem hjálpar þér að komast þangað sem þú vilt.“ Jóga verður undirstaða viðburðarins Heil helgi.Aðsend Íslensk náttúra, hreyfing og öndunaræfingar Hún segir að grunnundirstaða helgarinnar sé að sjálfsögðu jóga en einnig verði farið í hugleiðslu undir leiðbeiningu. „Íslensk náttúra verður í fyrirrúmi ásamt hreyfingu og öndunaræfingum. Í lok dags verður svo farið í heita pottar og gufu.“ Þóra segir að það sé hollt að skrifa ákveðin markmið niður á hverjum degi sem hjálpa fólki við að ná sínum draumi. „Við lærum ýmis tól og tæki sem við getum gert hvar sem er og hvenær sem er. Það er takmarkað pláss í boði því ég vil að upplifunin sé einstök en skráningu lýkur 19 janúar.“ Þóra er með síðuna 101yoga.is og þá er hún einnig virk á Instagram @101yogareykjavik. Jógastaða vikunnar Heilsa Jóga Tengdar fréttir Jógastaða vikunnar: Stríðsmaður eitt eykur styrk í fótum Í jógastöðu vikunnar kennir jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir lesendum stöðu sem kallast Stríðsmaður 1. Þóra Rós kennir lesendum Vísis nýja jógastöðu annan hvern þriðjudag. 9. janúar 2024 07:00 Jógastaða vikunnar: Góð leið til að slaka á höfði, hálsi og öxlum Í jógastöðu vikunnar kennir jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir lesendum stöðu sem heitir Sitjandi hryggvinda. Staðan er tilvalin fyrir þá sem vilja draga úr streitu í líkamanum. 26. desember 2023 07:00 Jógastaða vikunnar: Öndun tilvalin til að draga úr streitu Jógastaða vikunnar er nýr liður á Vísi en þar fer jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir yfir eina jógastöðu með lesendum í stuttu innslagi næstu sex vikurnar. 12. desember 2023 09:40 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Þóra Rós deilir jógastöðu vikunnar hér á Vísi þar sem hún kennir lesendum hinar ýmsu jógastöður. Annan til fjórða febrúar verður hún með viðburðinn Heil helgi á Hótel Kviku. Hættan að tankurinn klárist í febrúar „Hugmyndin er skemmtileg helgi þar sem ég leiðbeini konum í átt að bættri heilsu og deili því sem ég hef lært á minni vegferð. Núna í byrjun árs eru margir eflaust búnir að strengja áramótaheit og ætla heldur betur að bæta sig. Þá er hættan að fólk fari of geyst af stað, ætla að sigra heiminn strax í janúar og er svo búið með tankinn í febrúar og fara þá aftur í sama farið.“ Hún segist halda að öll þurfum við að staldra við og vera meira meðvituð um okkur sjálf. „Við munum skoða hvernig við erum að eyða orkunni okkar. Við förum yfir hreyfingu, sjálfsstjórn og svo hluti eins og hvaða fólk við erum að umgangast og hvaða áhrif hafa þau samskipti á okkur. Þetta þarf allt að haldast í hendur. Markmið nást ekki með því einfaldlega að setja þau heldur þarf að marka sér skýra stefnu og skref til þess að ná þeim. Annars eru þetta bara draumórar sem verða aldrei að veruleika. Þetta er allt spurning um jafnvægi. Að vita hvenær maður á að gefa í og hvenær á að slaka á, að kunna að hlusta á líkamann og fylgja hjartanu. Læra að setja sér raunhæf markmið og fylgja þeim eftir. Að gera eitthvað á hverjum degi sem hjálpar þér að komast þangað sem þú vilt.“ Jóga verður undirstaða viðburðarins Heil helgi.Aðsend Íslensk náttúra, hreyfing og öndunaræfingar Hún segir að grunnundirstaða helgarinnar sé að sjálfsögðu jóga en einnig verði farið í hugleiðslu undir leiðbeiningu. „Íslensk náttúra verður í fyrirrúmi ásamt hreyfingu og öndunaræfingum. Í lok dags verður svo farið í heita pottar og gufu.“ Þóra segir að það sé hollt að skrifa ákveðin markmið niður á hverjum degi sem hjálpa fólki við að ná sínum draumi. „Við lærum ýmis tól og tæki sem við getum gert hvar sem er og hvenær sem er. Það er takmarkað pláss í boði því ég vil að upplifunin sé einstök en skráningu lýkur 19 janúar.“ Þóra er með síðuna 101yoga.is og þá er hún einnig virk á Instagram @101yogareykjavik.
Jógastaða vikunnar Heilsa Jóga Tengdar fréttir Jógastaða vikunnar: Stríðsmaður eitt eykur styrk í fótum Í jógastöðu vikunnar kennir jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir lesendum stöðu sem kallast Stríðsmaður 1. Þóra Rós kennir lesendum Vísis nýja jógastöðu annan hvern þriðjudag. 9. janúar 2024 07:00 Jógastaða vikunnar: Góð leið til að slaka á höfði, hálsi og öxlum Í jógastöðu vikunnar kennir jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir lesendum stöðu sem heitir Sitjandi hryggvinda. Staðan er tilvalin fyrir þá sem vilja draga úr streitu í líkamanum. 26. desember 2023 07:00 Jógastaða vikunnar: Öndun tilvalin til að draga úr streitu Jógastaða vikunnar er nýr liður á Vísi en þar fer jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir yfir eina jógastöðu með lesendum í stuttu innslagi næstu sex vikurnar. 12. desember 2023 09:40 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Jógastaða vikunnar: Stríðsmaður eitt eykur styrk í fótum Í jógastöðu vikunnar kennir jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir lesendum stöðu sem kallast Stríðsmaður 1. Þóra Rós kennir lesendum Vísis nýja jógastöðu annan hvern þriðjudag. 9. janúar 2024 07:00
Jógastaða vikunnar: Góð leið til að slaka á höfði, hálsi og öxlum Í jógastöðu vikunnar kennir jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir lesendum stöðu sem heitir Sitjandi hryggvinda. Staðan er tilvalin fyrir þá sem vilja draga úr streitu í líkamanum. 26. desember 2023 07:00
Jógastaða vikunnar: Öndun tilvalin til að draga úr streitu Jógastaða vikunnar er nýr liður á Vísi en þar fer jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir yfir eina jógastöðu með lesendum í stuttu innslagi næstu sex vikurnar. 12. desember 2023 09:40
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp