Gerðu árás nálægt ræðisskrifstofu Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. janúar 2024 23:45 Árásin var gerð á borgina Erbil. Dan Kitwood/Getty Byltingarverðir Írans hafa lýst yfir ábyrgð á loftárás á Erbil, sem er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðs Kúrda innan landamæra Íraks. AP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir stjórnvöldum í Íran að árásin hafi beinst að „hryðjuverkahópum sem beita sér gegn Íran“. Það var stuttu eftir að eldflaugar lentu skammt frá ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í borginni. Öryggisráð svæðisstjórnar Kúrda á svæðinu hefur greint frá því að fjórir óbreyttir borgarar hafi fallið og sex aðrir særst í árásinni. Íranir segjast hafa gert nokkrar árásir á „starfsstöðvar hryðjuverkamanna“. Þar á meðal séu skotmörk sem tengist Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Í annarri yfirlýsingu sögðust Íranir þá hafa hæft höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, innan kúrdíska hluta Íraks. Aukin spenna á svæðinu Fyrr í þessum mánuði lýsti Íslamska ríkið, ISIS, yfir ábyrgð á tveimur sjálfsvígssprengjuárásum á minningarathöfn um Qassem Soleimani. Soleimani var háttsettur og dáður hershöfðingi innin íranska hersins. Hann var drepinn í drónaárás Bandaríkjamanna árið 2020. AP hefur eftir embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins að ekkert benti til þess að bandarískir innviðir hefðu skemmst í árásinni. Árásin er talin til marks um aukna spennu í Mið-Austurlöndum, þar sem talið er að árásir Ísraelsmanna á Gasa séu til þess fallnar að dreifa úr sér. Síðan Hamas-samtökin gerðu árás á Ísrael þann 7. október á síðasta ári hafa herskáir hópar í Írak, með stuðning Írans, gert nánast daglegar drónaárásir á herstöðvar bandarískra hermanna í Írak og Sýrlandi. Þær árásir eru sagðar hefnd fyrir stuðning Bandaríkjanna við Ísrael. Írak Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
AP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir stjórnvöldum í Íran að árásin hafi beinst að „hryðjuverkahópum sem beita sér gegn Íran“. Það var stuttu eftir að eldflaugar lentu skammt frá ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í borginni. Öryggisráð svæðisstjórnar Kúrda á svæðinu hefur greint frá því að fjórir óbreyttir borgarar hafi fallið og sex aðrir særst í árásinni. Íranir segjast hafa gert nokkrar árásir á „starfsstöðvar hryðjuverkamanna“. Þar á meðal séu skotmörk sem tengist Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Í annarri yfirlýsingu sögðust Íranir þá hafa hæft höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, innan kúrdíska hluta Íraks. Aukin spenna á svæðinu Fyrr í þessum mánuði lýsti Íslamska ríkið, ISIS, yfir ábyrgð á tveimur sjálfsvígssprengjuárásum á minningarathöfn um Qassem Soleimani. Soleimani var háttsettur og dáður hershöfðingi innin íranska hersins. Hann var drepinn í drónaárás Bandaríkjamanna árið 2020. AP hefur eftir embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins að ekkert benti til þess að bandarískir innviðir hefðu skemmst í árásinni. Árásin er talin til marks um aukna spennu í Mið-Austurlöndum, þar sem talið er að árásir Ísraelsmanna á Gasa séu til þess fallnar að dreifa úr sér. Síðan Hamas-samtökin gerðu árás á Ísrael þann 7. október á síðasta ári hafa herskáir hópar í Írak, með stuðning Írans, gert nánast daglegar drónaárásir á herstöðvar bandarískra hermanna í Írak og Sýrlandi. Þær árásir eru sagðar hefnd fyrir stuðning Bandaríkjanna við Ísrael.
Írak Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira