Besta helgi ársins nú fullbókuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2024 10:30 Baker Mayfield, leikstjórnandi Tampa Bay Buccaneers, þakkar Jalen Hurts, leikstjórnanda Philadelphia Eagles , fyrir leikinn. Getty/Kevin Sabitus Fyrstu umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar lauk í gær með tveimur leikjum. Buffalo Bills og Tampa Bay Buccaneers voru tvö síðustu liðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna. Buffalo Bills liðið vann 31-17 heimasigur á Pittsburgh Steelers en fresta þurfti leiknum um einn dag vegna mikils snjóstorms í Buffalo. Bills liðið komst í 14-0 í fyrsta leikhluta og var með góð tök á leiknum eftir það. Það urðu mun óvæntari úrslit í hinum leiknum þar sem Tampa Bay Buccaneers burstaði Philadelphia Eagles 32-9. Eftir þessa leiki er ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi. Undanúrslitahelgin er oft kölluð besta helgi ársins í amerískum íþróttum en þar mætast átta bestu NFL-lið tímabilsins í fjórum leikjum upp á líf eða dauða. Mesta spennan er kannski fyrir leik Buffalo Bills og Kansas City Chiefs sem hafa þegar marga hildi háð á síðustu árum en það er líka nóg af öðrum athyglisverðum leikjum. Fjögur lið komast áfram úr þessum leikjum, tvö mætast í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar annars vegar og tvö mætast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hins vegar. Þeir leikir fara fram helgina á eftir. Liðin sem vinna þann leik mætast svo í Super Bowl. The Divisional Round schedule is set! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/yBlhSqZF5I— NFL (@NFL) January 16, 2024 Það voru strax óvænt úrslit um helgina þegar bæði Cleveland Browns og Dallas Cowboys steinlágu í leikjum sínum á móti Houston Texans og Green Bay Packers. Dallas var á heimavelli á móti Green Bay en sá aldrei til sólar. Hin liðin sem komust áfram voru Detroit Lions og Kansas City Chiefs Sigur Houston Texans þýðir líka að liðið er búið að vinna fleiri leiki samanlagt í úrslitakeppninni en Dallas Cowboys síðan Houston kom fyrst inn í NFL-deildina árið 2002. Vandræðaleg tölfræði fyrir Kúrekana sem eru nú að verða þekktastir fyrir það að geta aldrei neitt þegar eitthvað er undir í leikjum þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast um næstu helgi en allir leikirnir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Leikir í undanúrslitum deildanna Laugardagur 20. janúar 21:35 Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeild) 01.15 San Francisco 49ers - Green Bay Packers (Þjóðardeild) Sunnudagur 21. janúar 20.05 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers (Þjóðardeild) 23.40 Buffalo Bills - Kansas City Chiefs (Ameríkudeild) NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Buffalo Bills liðið vann 31-17 heimasigur á Pittsburgh Steelers en fresta þurfti leiknum um einn dag vegna mikils snjóstorms í Buffalo. Bills liðið komst í 14-0 í fyrsta leikhluta og var með góð tök á leiknum eftir það. Það urðu mun óvæntari úrslit í hinum leiknum þar sem Tampa Bay Buccaneers burstaði Philadelphia Eagles 32-9. Eftir þessa leiki er ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi. Undanúrslitahelgin er oft kölluð besta helgi ársins í amerískum íþróttum en þar mætast átta bestu NFL-lið tímabilsins í fjórum leikjum upp á líf eða dauða. Mesta spennan er kannski fyrir leik Buffalo Bills og Kansas City Chiefs sem hafa þegar marga hildi háð á síðustu árum en það er líka nóg af öðrum athyglisverðum leikjum. Fjögur lið komast áfram úr þessum leikjum, tvö mætast í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar annars vegar og tvö mætast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hins vegar. Þeir leikir fara fram helgina á eftir. Liðin sem vinna þann leik mætast svo í Super Bowl. The Divisional Round schedule is set! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/yBlhSqZF5I— NFL (@NFL) January 16, 2024 Það voru strax óvænt úrslit um helgina þegar bæði Cleveland Browns og Dallas Cowboys steinlágu í leikjum sínum á móti Houston Texans og Green Bay Packers. Dallas var á heimavelli á móti Green Bay en sá aldrei til sólar. Hin liðin sem komust áfram voru Detroit Lions og Kansas City Chiefs Sigur Houston Texans þýðir líka að liðið er búið að vinna fleiri leiki samanlagt í úrslitakeppninni en Dallas Cowboys síðan Houston kom fyrst inn í NFL-deildina árið 2002. Vandræðaleg tölfræði fyrir Kúrekana sem eru nú að verða þekktastir fyrir það að geta aldrei neitt þegar eitthvað er undir í leikjum þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast um næstu helgi en allir leikirnir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Leikir í undanúrslitum deildanna Laugardagur 20. janúar 21:35 Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeild) 01.15 San Francisco 49ers - Green Bay Packers (Þjóðardeild) Sunnudagur 21. janúar 20.05 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers (Þjóðardeild) 23.40 Buffalo Bills - Kansas City Chiefs (Ameríkudeild)
Leikir í undanúrslitum deildanna Laugardagur 20. janúar 21:35 Baltimore Ravens - Houston Texans (Ameríkudeild) 01.15 San Francisco 49ers - Green Bay Packers (Þjóðardeild) Sunnudagur 21. janúar 20.05 Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers (Þjóðardeild) 23.40 Buffalo Bills - Kansas City Chiefs (Ameríkudeild)
NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira