Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 08:31 Það var létt yfir Alfreð í Lanxess Arena í gær. vísir/vilhelm Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. Á fundinum var mikið spurt út í Ísland og hvort það væri ekki erfitt fyrir hann að þjálfa gegn Íslandi. Þessu öllu svaraði Alfreð skilmerkilega og lét aldrei koma sér úr jafnvægi. Leikurinn í kvöld verður að sjálfsögðu mjög sérstakur fyrir Alfreð. „Þetta er fyrsti alvöru leikurinn minn á móti Íslandi. Ég hef mætt þeim tvisvar í æfingaleik. Það var mjög sérstök tilfinning þá. Núna er fyrsti alvöru leikurinn og það verður mjög sérstök tilfinning,“ segir Alfreð sem ætlar sér að syngja báða þjóðsögvana í kvöld. „Ég geri það núna og gerði það í fyrra. Ég hef búið í Þýskalandi í 30 ár og kann þýska þjóðsönginn líka. Það er eiginlega Degi Sigurðssyni að kenna því þeir bentu mér einu sinni á það að Dagur hefði sungið báða söngva og spurðu af hverju í andskotanum ég gerði það ekki líka. Þá lofaði ég að gera það líka.“ Klippa: Alfreð Gíslason fyrir leikinn gegn Íslandi Alfreð segist hafa átt von á mjög sterku liði Íslands á EM og viðurkennir að slök frammistaða liðsins til þessa hafi komið honum á óvart. „Ég er mjög hissa. Þeir voru heppnir að komast áfram en eru samt í þeirri aðstöðu að geta gleymt þessu slaka gengi ef þeir bara fara að vinna næst leiki. Við erum í sömu stöðu. Ísland var líka í jöfnum og erfiðum riðli ólíkt hinum riðlunum,“ segir Alfreð og hrósar íslenska liðinu. „Íslenska liðið er mjög gott og með gífurlega breidd. Það er komið á þann stað að flestir eru reyndir með Aron sem frábæran leiðtoga.“ Alfreð mótaði marga af leikmönnum liðsins eru þeir komu til hans sem ungir og efnilegir leikmenn. „Ég fékk Aron og Gísla til Kiel. Arnór Atla kom svo til mín í Magdeburg þannig að ég hef þjálfað marga þeirra. Við Aron erum í góðu sambandi og hefur þroskast mjög mikið. Ég er mjög stoltur af honum en það er auðvitað skrítið að spila á móti þessum strákum.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Á fundinum var mikið spurt út í Ísland og hvort það væri ekki erfitt fyrir hann að þjálfa gegn Íslandi. Þessu öllu svaraði Alfreð skilmerkilega og lét aldrei koma sér úr jafnvægi. Leikurinn í kvöld verður að sjálfsögðu mjög sérstakur fyrir Alfreð. „Þetta er fyrsti alvöru leikurinn minn á móti Íslandi. Ég hef mætt þeim tvisvar í æfingaleik. Það var mjög sérstök tilfinning þá. Núna er fyrsti alvöru leikurinn og það verður mjög sérstök tilfinning,“ segir Alfreð sem ætlar sér að syngja báða þjóðsögvana í kvöld. „Ég geri það núna og gerði það í fyrra. Ég hef búið í Þýskalandi í 30 ár og kann þýska þjóðsönginn líka. Það er eiginlega Degi Sigurðssyni að kenna því þeir bentu mér einu sinni á það að Dagur hefði sungið báða söngva og spurðu af hverju í andskotanum ég gerði það ekki líka. Þá lofaði ég að gera það líka.“ Klippa: Alfreð Gíslason fyrir leikinn gegn Íslandi Alfreð segist hafa átt von á mjög sterku liði Íslands á EM og viðurkennir að slök frammistaða liðsins til þessa hafi komið honum á óvart. „Ég er mjög hissa. Þeir voru heppnir að komast áfram en eru samt í þeirri aðstöðu að geta gleymt þessu slaka gengi ef þeir bara fara að vinna næst leiki. Við erum í sömu stöðu. Ísland var líka í jöfnum og erfiðum riðli ólíkt hinum riðlunum,“ segir Alfreð og hrósar íslenska liðinu. „Íslenska liðið er mjög gott og með gífurlega breidd. Það er komið á þann stað að flestir eru reyndir með Aron sem frábæran leiðtoga.“ Alfreð mótaði marga af leikmönnum liðsins eru þeir komu til hans sem ungir og efnilegir leikmenn. „Ég fékk Aron og Gísla til Kiel. Arnór Atla kom svo til mín í Magdeburg þannig að ég hef þjálfað marga þeirra. Við Aron erum í góðu sambandi og hefur þroskast mjög mikið. Ég er mjög stoltur af honum en það er auðvitað skrítið að spila á móti þessum strákum.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira