Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2024 09:59 Donald Trump á sviði í New Hamshire á miðvikudagskvöldið. AP/Matt Rourke Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. Þetta sagði hann vegna gagnrýni fólks og þar á meðal mótframbjóðenda hans í Repúblikanaflokknum, eins og Nikki Haley, á að hann væri of gamall. Haley sagði fyrr í vikunni að flestir kjósendur í Bandaríkjunum vildu ekki hafa tvo áttræða menn í framboði til forseta og sakaði hún Trump um frekjuköst. Samkvæmt frétt Washington Post virðast ummælin hafa farið fyrir brjóstið á Trump sem varði nokkuð stórum hluta af rúmlega klukkutíma langri ræðu sinni á miðvikudagskvöldið í að ræða hversu ungur honum fyndist hann vera og um vitsmuni sína. „Mér líður eins og ég sé um 35 ára gamall,“ sagði Trump meðal annars. Mér líður í alvörunni betur en mér leið fyrir þrjátíu árum. Segið mér, er það galið? Mér líður betur núna og ég held ég sé vitsmunalega betri en ég var fyrir tuttugu árum. Ég veit ekki af hverju.“ Í nýlegri könnun sem vísað er til í grein WP segir að 86 prósent kjósenda Repúblikana segir Joe Biden, sem er 81 árs, of gamlan til að vera forseti. Rúmum þriðjungi þeirra finnst Trump einnig vera of gamall. Trump sagði á miðvikudaginn að hann væri ekki of gamall. Benti hann á að hann væri upp á sviði að semja ræðu á staðnum. Hann væri með textavélar sem hann hefði eiginlega ekkert lesið. Trump brags that he aced a dementia test: they always show you the first one like a giraffe, a tiger, a whale. Which one is the whale? pic.twitter.com/lju83XxmiX— Acyn (@Acyn) January 18, 2024 Áðurnefnt vitsmunapróf tók Trump í byrjun árs 2018 og er þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump hefur stært sig af því að hafa staðið sig vel. Í júlí 2020, þegar Trump var í viðtali hjá Sean Hannity á Fox News, stærði hann sig af því hve vel honum hefði gengið í prófinu. Hann sagðist fyrst hafa verið beðinn um að endurtaka fimm orð: „Manneskja, kona, maður, myndavél og sjónvarp,“ sagði Trump. Þá sagði hann að seinna í prófinu hefði hann verið beðinn um að endurtaka orðin í réttri röð og að hann hefði gert það rétt. „Þau sögðu: Þetta er ótrúlegt. Hvernig gerðir þú þetta?“ Ég gat þetta því ég er mjög minnugur, af því að ég er á þeim stað, vitsmunalega,“ sagði Trump árið 2020. Áhugasamir geta skoðað próf eins og Trump tók í þessari grein frá 2018. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Segist hafa verið grátbeðinn um að vera með Donald Trump hafnar fullyrðingum leikstjórans Chris Columbus um að hann hafi beitt tuddabrögðum til þess að birtast í örstutta stund í jólamyndinni Home Alone 2: Lost in New York. 28. desember 2023 16:04 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Þetta sagði hann vegna gagnrýni fólks og þar á meðal mótframbjóðenda hans í Repúblikanaflokknum, eins og Nikki Haley, á að hann væri of gamall. Haley sagði fyrr í vikunni að flestir kjósendur í Bandaríkjunum vildu ekki hafa tvo áttræða menn í framboði til forseta og sakaði hún Trump um frekjuköst. Samkvæmt frétt Washington Post virðast ummælin hafa farið fyrir brjóstið á Trump sem varði nokkuð stórum hluta af rúmlega klukkutíma langri ræðu sinni á miðvikudagskvöldið í að ræða hversu ungur honum fyndist hann vera og um vitsmuni sína. „Mér líður eins og ég sé um 35 ára gamall,“ sagði Trump meðal annars. Mér líður í alvörunni betur en mér leið fyrir þrjátíu árum. Segið mér, er það galið? Mér líður betur núna og ég held ég sé vitsmunalega betri en ég var fyrir tuttugu árum. Ég veit ekki af hverju.“ Í nýlegri könnun sem vísað er til í grein WP segir að 86 prósent kjósenda Repúblikana segir Joe Biden, sem er 81 árs, of gamlan til að vera forseti. Rúmum þriðjungi þeirra finnst Trump einnig vera of gamall. Trump sagði á miðvikudaginn að hann væri ekki of gamall. Benti hann á að hann væri upp á sviði að semja ræðu á staðnum. Hann væri með textavélar sem hann hefði eiginlega ekkert lesið. Trump brags that he aced a dementia test: they always show you the first one like a giraffe, a tiger, a whale. Which one is the whale? pic.twitter.com/lju83XxmiX— Acyn (@Acyn) January 18, 2024 Áðurnefnt vitsmunapróf tók Trump í byrjun árs 2018 og er þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump hefur stært sig af því að hafa staðið sig vel. Í júlí 2020, þegar Trump var í viðtali hjá Sean Hannity á Fox News, stærði hann sig af því hve vel honum hefði gengið í prófinu. Hann sagðist fyrst hafa verið beðinn um að endurtaka fimm orð: „Manneskja, kona, maður, myndavél og sjónvarp,“ sagði Trump. Þá sagði hann að seinna í prófinu hefði hann verið beðinn um að endurtaka orðin í réttri röð og að hann hefði gert það rétt. „Þau sögðu: Þetta er ótrúlegt. Hvernig gerðir þú þetta?“ Ég gat þetta því ég er mjög minnugur, af því að ég er á þeim stað, vitsmunalega,“ sagði Trump árið 2020. Áhugasamir geta skoðað próf eins og Trump tók í þessari grein frá 2018.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Segist hafa verið grátbeðinn um að vera með Donald Trump hafnar fullyrðingum leikstjórans Chris Columbus um að hann hafi beitt tuddabrögðum til þess að birtast í örstutta stund í jólamyndinni Home Alone 2: Lost in New York. 28. desember 2023 16:04 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42
Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30
Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00
Segist hafa verið grátbeðinn um að vera með Donald Trump hafnar fullyrðingum leikstjórans Chris Columbus um að hann hafi beitt tuddabrögðum til þess að birtast í örstutta stund í jólamyndinni Home Alone 2: Lost in New York. 28. desember 2023 16:04