Rannsóknarnefnd um snjóflóðið í Súðavík Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2024 11:57 Minnisvarði í Súðavík um þau fjórtán sem létust í snjóflóðinu árið 1995. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent beiðni um skipan rannsóknarnefndar um Snjóflóðin til forseta Alþingis. vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent þingforseta beiðni um skipan rannsóknarnefndar um snjóflóðið á Súðavík. Algjör samstaða ríkti um málið þvert á flokka innan nefndarinnar. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti samhljóða í gær beiðni um skipan rannsóknarnefndar um snjóðflóðið og hefur nú sent tillögu til forseta Alþingis um skipan nefndarinnar að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, nefndarformanns. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd barst bréf frá forsætisráðherra síðastliðið sumar með erindi frá aðstandendum og eftirlifendum snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995. Sá hópur hefur lengi reynt að fá svör frá hinu opinbera um ýmislegt sem gerðist í aðdraganda flóðsins og eftir það. Við höfum fjallað um þetta erindi í nefndinni í allan vetur, fengið til okkar gesti og rætt allar hliðar málsins og niðurstaðan var að gera tillögu um að Alþingi stofni sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd,“ segir Þórunn. Heimildin greindi fyrst frá skipan nefndarinnar en fyrrnefnt erindi var sent eftir umfjöllun fjölmiðilsins um snjóflóðin í fyrra. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Afgreiði forseti Alþingis málið frá sér fer það fyrir þingið sem greiðir þá atkvæði um stofnun nefndarinnar. Þórunn ítrekar að nefndin sé sjálfstæð en að það blasi við að hún muni kanna og rýna aðdraganda snjóflóðsins og eftirmála þess. Fjórtán létust í snjóflóðinu og þar af átta börn. Þórunn segir það marka ákveðin tímamót að nefndin hafi náð saman um málið. „Lögin um rannsóknarnefndir Alþingis eru frá 2011 og hingað til hafa rannsóknarnefndir snúist um eftirmál hrunsins. En það má líka, eins og dæmin sanna frá öðrum löndum, nýta þær til að rannsaka önnur mál sem varða almannahagsmuni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. Snjóflóðin í Súðavík Alþingi Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti samhljóða í gær beiðni um skipan rannsóknarnefndar um snjóðflóðið og hefur nú sent tillögu til forseta Alþingis um skipan nefndarinnar að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, nefndarformanns. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd barst bréf frá forsætisráðherra síðastliðið sumar með erindi frá aðstandendum og eftirlifendum snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995. Sá hópur hefur lengi reynt að fá svör frá hinu opinbera um ýmislegt sem gerðist í aðdraganda flóðsins og eftir það. Við höfum fjallað um þetta erindi í nefndinni í allan vetur, fengið til okkar gesti og rætt allar hliðar málsins og niðurstaðan var að gera tillögu um að Alþingi stofni sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd,“ segir Þórunn. Heimildin greindi fyrst frá skipan nefndarinnar en fyrrnefnt erindi var sent eftir umfjöllun fjölmiðilsins um snjóflóðin í fyrra. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Afgreiði forseti Alþingis málið frá sér fer það fyrir þingið sem greiðir þá atkvæði um stofnun nefndarinnar. Þórunn ítrekar að nefndin sé sjálfstæð en að það blasi við að hún muni kanna og rýna aðdraganda snjóflóðsins og eftirmála þess. Fjórtán létust í snjóflóðinu og þar af átta börn. Þórunn segir það marka ákveðin tímamót að nefndin hafi náð saman um málið. „Lögin um rannsóknarnefndir Alþingis eru frá 2011 og hingað til hafa rannsóknarnefndir snúist um eftirmál hrunsins. En það má líka, eins og dæmin sanna frá öðrum löndum, nýta þær til að rannsaka önnur mál sem varða almannahagsmuni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis.
Snjóflóðin í Súðavík Alþingi Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira