Hettuklæddur vandali skemmdi Teslu Gríms yfirlögregluþjóns Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2024 14:41 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir við Vísi að um sinn bíl sé að ræða. vísir/vilhelm/samsett „Alls ekki góð þróun,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari spurður um hvort ekki megi heita óhugnanlegt að ráðist sé að nafngreindum einstaklingum innan lögreglunnar. Héraðssaksóknari auglýsir eftir manni sem framdi skemmdarverk á bíl lögreglumanns þann 20. desember vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Ekkert venjulegt skemmdarverk Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að um sinn bíl sé að ræða en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það er til rannsóknar hjá öðru embætti en sínu. Ekki um skemmdirnar né hvort hann gruni einhvern, sem vel kann að vera. Hettuklæddi maðurinn hylur andlit sitt og veifar spreybrúsanum. Ljóst er að um afar óheillavænlega þróun er að ræða þegar glæpamenn eru farnir að veitast að nafngreindum lögreglumönnum. Um er að ræða Teslu-bifreið og svo virðist sem hettuklæddur maðurinn hafi gert atlögu að heimili Gríms. Ekki er annað að ráða af myndunum sem náðust á öryggismyndavél bílsins en þar sést hleðslustöðin og maðurinn með voldugan spreybrúsa í höndum. „Það blasir við að ekki er litið á þetta sem venjulegt skemmdarverk,“ sagði Grímur sem telur sig í afar óþægilegri stöðu við að tjá sig um málið, eins og áður segir. Ekki góð þróun Friðrik Smári Björgvinsson varasaksóknari vildi heldur ekki gefa nánari upplýsingar um rannsóknina en sagði þetta í annað sinn sem embættið auglýsir eftir manninum. Þeir óttuðust vegna óheppilegrar tímasetningarinnar að sú auglýsing hafi farið milli skips og bryggju. „Þetta er hluti rannsóknarinnar, að athuga hvort einhver kannast við þennan mann,“ segir Friðrik Smári. Það veldur vissum óhugnaði þegar verk af þessu tagi beinast gegn tilteknum einstaklingi innan lögreglunnar. Friðrik tekur undir það. „Þetta er alls ekki góð þróun og mikið til vinnandi að upplýsa um þetta.“ Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. 19. janúar 2024 13:08 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Héraðssaksóknari auglýsir eftir manni sem framdi skemmdarverk á bíl lögreglumanns þann 20. desember vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Ekkert venjulegt skemmdarverk Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að um sinn bíl sé að ræða en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það er til rannsóknar hjá öðru embætti en sínu. Ekki um skemmdirnar né hvort hann gruni einhvern, sem vel kann að vera. Hettuklæddi maðurinn hylur andlit sitt og veifar spreybrúsanum. Ljóst er að um afar óheillavænlega þróun er að ræða þegar glæpamenn eru farnir að veitast að nafngreindum lögreglumönnum. Um er að ræða Teslu-bifreið og svo virðist sem hettuklæddur maðurinn hafi gert atlögu að heimili Gríms. Ekki er annað að ráða af myndunum sem náðust á öryggismyndavél bílsins en þar sést hleðslustöðin og maðurinn með voldugan spreybrúsa í höndum. „Það blasir við að ekki er litið á þetta sem venjulegt skemmdarverk,“ sagði Grímur sem telur sig í afar óþægilegri stöðu við að tjá sig um málið, eins og áður segir. Ekki góð þróun Friðrik Smári Björgvinsson varasaksóknari vildi heldur ekki gefa nánari upplýsingar um rannsóknina en sagði þetta í annað sinn sem embættið auglýsir eftir manninum. Þeir óttuðust vegna óheppilegrar tímasetningarinnar að sú auglýsing hafi farið milli skips og bryggju. „Þetta er hluti rannsóknarinnar, að athuga hvort einhver kannast við þennan mann,“ segir Friðrik Smári. Það veldur vissum óhugnaði þegar verk af þessu tagi beinast gegn tilteknum einstaklingi innan lögreglunnar. Friðrik tekur undir það. „Þetta er alls ekki góð þróun og mikið til vinnandi að upplýsa um þetta.“
Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. 19. janúar 2024 13:08 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. 19. janúar 2024 13:08