Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 21:41 Reykjavíkurborg hefur sett mótmælendum meiri skorður í nýju leyfi. Nú mega mótmælendurnir aðeins vera með eitt tjald og þeir mega ekki gista í því. Vísir/Steingrímur Dúi Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. Fréttastofa ræddi við aðgerðasinna á Austurvelli um tjaldbúðirnar og strangara leyfi Reykjavíkurborgar. Veistu hvers vegna þessi breyting er gerð? „Nei, við höfum ekki fengið almennilegar skýringar varðandi það,“ sagði Askur Hrafn Hannesson, aðgerðasinni. Eruð þið sátt með þetta? „Við erum tiltölulega sátt en höfum sent breytingartillögu á samkomulaginu til borgaryfirvalda og hún felst í raun í því að við megum vera með litlu tjöldin fyrir utan upp á aukinn sýnileika en við komum ekki til með að sofa í þeim,“ segir Askur. Askur og Sunna standa vaktina í tjaldinu á Austurvelli ásamt fjölda Palestínumanna og annarra Íslendinga.Vísir/Steingrímur Dúi Hvað hafið þið verið að gera hér á daginn til að stytta fólki stundir? „Við erum aðallega að bjóða palestínsku fjölskyldurnar velkomnar og stuðningsmenn þeirra og við erum með kaffi og te og kökur. Bara að reyna að veita stuðning og góðan anda. Svo eru Íslendingarnir rosamikið í því líka að þrýsta á stjórnvöld,“ segir Sunna Axels, aðgerðarsinni. Svo hafið þið verið að hengja fána í flíkur, er mikil eftirspurn eftir því? „Það er búið að taka rosalega vel í það. Við bjóðum öllum að koma sem vilja með flíkur og þá getum við saumað ókeypis palestínska fánann á fyrir þau,“ segir Sunna. Svo er eitthvað um að vera hjá ykkur eftir helgi? „Á mánudaginn klukkan 14:30 þá munum við mótmæli fyrir utan Alþingi og þrýsta á fjölskyldusameininguna og að brottvísunum á Palestínufólki verði hætt,“ segir Askur en á mánudaginn kemur Alþingi saman. Palestína Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Fréttastofa ræddi við aðgerðasinna á Austurvelli um tjaldbúðirnar og strangara leyfi Reykjavíkurborgar. Veistu hvers vegna þessi breyting er gerð? „Nei, við höfum ekki fengið almennilegar skýringar varðandi það,“ sagði Askur Hrafn Hannesson, aðgerðasinni. Eruð þið sátt með þetta? „Við erum tiltölulega sátt en höfum sent breytingartillögu á samkomulaginu til borgaryfirvalda og hún felst í raun í því að við megum vera með litlu tjöldin fyrir utan upp á aukinn sýnileika en við komum ekki til með að sofa í þeim,“ segir Askur. Askur og Sunna standa vaktina í tjaldinu á Austurvelli ásamt fjölda Palestínumanna og annarra Íslendinga.Vísir/Steingrímur Dúi Hvað hafið þið verið að gera hér á daginn til að stytta fólki stundir? „Við erum aðallega að bjóða palestínsku fjölskyldurnar velkomnar og stuðningsmenn þeirra og við erum með kaffi og te og kökur. Bara að reyna að veita stuðning og góðan anda. Svo eru Íslendingarnir rosamikið í því líka að þrýsta á stjórnvöld,“ segir Sunna Axels, aðgerðarsinni. Svo hafið þið verið að hengja fána í flíkur, er mikil eftirspurn eftir því? „Það er búið að taka rosalega vel í það. Við bjóðum öllum að koma sem vilja með flíkur og þá getum við saumað ókeypis palestínska fánann á fyrir þau,“ segir Sunna. Svo er eitthvað um að vera hjá ykkur eftir helgi? „Á mánudaginn klukkan 14:30 þá munum við mótmæli fyrir utan Alþingi og þrýsta á fjölskyldusameininguna og að brottvísunum á Palestínufólki verði hætt,“ segir Askur en á mánudaginn kemur Alþingi saman.
Palestína Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52