Peter Ferriero, vinur David til margra ára, greindi frá andláti hans í hlaðvarpi um sjónvarpsþættina Beverly Hills, 90210. Katie Colmenares, systir Gail, staðfesti fregnirnar síðan á Instagram-síðu sinni.
Gail fæddist í Tampa í Flórída árið 1965 og hóf leiklistarferil sinn í sjónvarpsþáttunum Growing Pains árið 1990. Hann lék ýmis smáhlutverk í sjónvarpsþáttum á tíunda áratugnum áður en hann fékk hlutverk í hinum vinsælu Beverly Hills, 90210. Þar lék hann fyrst hótelstarfsmanninn Tom árið 1991 en sneri aftur og lék þá Stuart Carson, ástarviðfang Brendu Walsh.
Lengst af lék Gail hins vegar í sápuóperunni Port Charles, spin-off-þáttum af General Hospital. Hann lék þar í meira en 200 þáttum.